Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson,sem ræddi tillöguna. Páll Sigvaldason,sem ræddi tillöguna og bar fram fyrirspurn. Gunnar Jónsson, sem svaraði fyrirspurnum. Sigrún Blöndal,sem ræddi tillöguna. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi tillöguna og ítrekaði fyrirspurn og Sigrún Blöndal, sem svaraði fyrirspurn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, að komið verði á fót þriggja manna vinnuhóp skipuðum fulltrúum frá umhverfis- og framkvæmdanefnd, félagsmálanefnd og bæjarráði, sem geri stöðuúttekt á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins og jafnframt verði gerð þarfagreining í framhaldi stöðuúttektarinnar.
Bæjarráð samþykkir að skipa Stefán Bragason sem fulltrúa bæjarráðs og kallar eftir því að umhverfis- og mannvirkjanefnd og félagsmálanefnd skipi sinn fulltrúa sem fyrst.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að skipa Stefán Bragason sem fulltrúa bæjarráðs og kallar eftir því að félagsmálanefnd skipi sinn fulltrúa sem fyrst.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar um að skipa Ágústu Björnsdóttur sem fulltrúa í vinnuhópinn.
Fyrir liggur fundargerð fyrsta fundar vinnuhóps um íbúðarhúsnæði í eigu Fljótsdalshéraðs 12.11.2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að láta fara fram úttekt á íbúðarhúsnæði samkvæmt bókun vinnuhópsins, að öðru leiti lagt fram til kynningar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að láta fara fram ástands- og viðhaldsúttekt á íbúðarhúsnæði sveitarfélagsins, samkvæmt bókun vinnuhópsins.
Lögð er fram greinargerð starfshóps um íbúðarhúsnæði Fljótsdalshéraðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar vinnuhópnum fyrir greinargerðina. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að þær eignir sem vinnuhópurinn leggur til að verði seldar, verði settar í söluferli.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerð verði stöðuúttekt á öðru húsnæði í eigu sveitarfélagsins.
Lögð er fram greinargerð starfshóps um íbúðarhúsnæði Fljótsdalshéraðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar vinnuhópnum fyrir greinargerðina. Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að þær eignir sem vinnuhópurinn leggur til að verði seldar, verði settar í söluferli. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að gerð verði stöðuúttekt á öðru húsnæði í eigu sveitarfélagsins og felur umhverfis- og framkvæmdanefnd og umsjónarmanni fasteigna að koma því í framkvæmd.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, að komið verði á fót þriggja manna vinnuhóp skipuðum fulltrúum frá umhverfis- og framkvæmdanefnd, félagsmálanefnd og bæjarráði, sem geri stöðuúttekt á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins og jafnframt verði gerð þarfagreining í framhaldi stöðuúttektarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.