Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

270. fundur 20. október 2014 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Eyjólfur Jóhannsson hjá Rafey mætti á fundinn og kynnir hugmyndir sínar að fjarskiptatengingum í dreifbýli sveitarfélagsins. Haddur Áslugsson umsjónarmaður tölvumála sat fundinn undir þessum lið.
Einnig farið yfir reynslu annarra sveitarfélaga af mismunandi leiðum í fjarskiptavæðingu.

Bæjarráð samþykkir að leggja fram á næsta fundi hugmynd að útfærslu á heildarlausn á fjarskiptasambandi á Fljótsdalshéraði.

2.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur atriði varðandi rekstur sveitarfélagsins á líðandi ári.

Björn sagði frá útboði á tryggingum sveitarfélagsins, sem stendur fyrir dyrum. Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að semja við Ríkiskaup um umsjón með útboðinu.

3.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038

Ómar Þröstur Björgólfsson og Árni Kristinsson mættu á fund og kynntu helstu atriði fjárhagsáætlunar umhverfis- og framkvæmdanefndar 2015.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór svo yfir nýjustu samantekt sína á fjárhagsáætlun 2015 og uppfærslu á tekjuspá ársins miðaða við nýjustu upplýsingar og forsendur.

Stefnt að því að bæjarráð afgreiði fjárhagsáætlunina á næsta fundi sínum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

4.Fundargerð 175.fundar stjórnar HEF.

Málsnúmer 201410059

Sigrún Blöndal vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu fundargerðarinnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð 176.fundar stjórnar HEF.

Málsnúmer 201410060

Vegna A liðar önnur mál, er bæjarstjóra falið að kynna sér vinnulag varðandi veitingu framkvæmdaleyfa fyrir lagnaleiðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

6.Fundargerð 820. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201410044

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð 3. fundar stjórnar Brunavarna á Héraði

Málsnúmer 201410045

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Skattlagning vatnsréttinda.

Málsnúmer 201206124

Tekin fyrir samantekt Jóns Jónssonar lögmanns yfir niðurstöður Héraðsdóms í málinu.

Bæjarráð samþykkir að standa að áfrýjun málsins til Hæstaréttar og felur bæjarstjóra að kanna hug Innanríkisráðuneytisins til málsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Vika staðbundins lýðræðis 2014

Málsnúmer 201410008

Málinu frestað til næsta fundar.

10.Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2014

Málsnúmer 201410017

Málinu vísað frá 269. fundi bæjarráðs, til frekari skoðunar.

Bæjarráð mun ekki skila inn tilnefningu að þessu sinni.

11.Vinnuhópur vegna íbúðarhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins

Málsnúmer 201410054

Bæjarráð samþykkir að skipa Stefán Bragason sem fulltrúa bæjarráðs og kallar eftir því að umhverfis- og mannvirkjanefnd og félagsmálanefnd skipi sinn fulltrúa sem fyrst.

12.Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

Málsnúmer 201410072

Lagt fram fundarboð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 16.10. 2014. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til nefnda sveitarfélagsins til upplýsinga.

Fundi slitið.