Vika staðbundins lýðræðis 2014

Málsnúmer 201410008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 268. fundur - 06.10.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, f.h. Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins (Congress of Local and Regional Authorities of the Council of Europe) þar sem sveitarfélög og héruð í Evrópu eru hvött til að vekja athygli á mikilvægi staðbundins lýðræðisins með því að tileinka lýðræðinu eina viku og skipuleggja þá sérstakar aðgerðir.

Bæjarráð samþykkir að fresta liðnum til næsta fundar og óskar eftir frekari upplýsingum um kostnað við hugmyndina "Betra Fljótsdalshérað".

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 269. fundur - 13.10.2014

Lagðar fram ýmsar upplýsingar varðandi verkefnið Betra Fljótsdalshérað, sem kynnt var í bæjarráði og nefndum sveitarfélagsins fyrr á þessu ári og snýst um að íbúar sveitarfélagsins geti, í gegn um heimasíðu Fljótsdalshéraðs, vakið athygli á og umræðu um ýmis mál sem síðan fara til umfjöllunar í viðkomandi nefndum sveitarfélagsins eftir fyrirfram ákveðnum reglum.
Sambærilegar síður hafa verið settar upp hjá nokkrum sveitarfélögum til að auka íbúalýðræði og aðkomu íbúa að málefnum sveitarfélaganna.

Bæjarráð telur þetta vænlegt verkefni til að hrinda af stað í tilefni af viku staðbundins lýðræðis, sbr. erindi Sambands Ísl. sveitarfélaga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera tillögu að tímasetningu og kynningu á upphafi verkefnisins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 205. fundur - 15.10.2014

Á fundi bæjarráðs voru lagðar fram ýmsar upplýsingar varðandi verkefnið Betra Fljótsdalshérað, sem kynnt var í bæjarráði og nefndum sveitarfélagsins fyrr á þessu ári og snýst um að íbúar sveitarfélagsins geti, í gegn um heimasíðu Fljótsdalshéraðs, vakið athygli á og umræðu um ýmis mál sem síðan fara til umfjöllunar í viðkomandi nefndum sveitarfélagsins eftir fyrirfram ákveðnum reglum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur þetta vænlegt verkefni til að hrinda af stað í tilefni af viku staðbundins lýðræðis, sbr. erindi Sambands Ísl. sveitarfélaga.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að gera tillögu að tímasetningu og kynningu á upphafi verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 271. fundur - 27.10.2014

Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að opna vefinn Betra Fljótsdalshérað til reynslu í 1 ár. Vefurinn verði formlega opnaður á fyrri fundi bæjarstjórnar í desember. Starfsmönnum falið að undirbúa það ferli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að opna vefinn Betra Fljótsdalshérað til reynslu í 1 ár. Vefurinn verði formlega opnaður á fyrri fundi bæjarstjórnar í desember. Starfsmönnum falið að undirbúa það ferli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.