Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

271. fundur 27. október 2014 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór stuttlega yfir ýmis atriði sem tengjast rekstri sveitarfélagsins á líðandi ári.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri ræddi hluthafafund Gróðrarstöðvarinnar Barra og fór yfir umræður þar og kynnti beiðni um hlutafjáraukningu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar og að hún taki afstöðu til mögulegrar ráðstöfunar fjármagns úr atvinnumálasjóði til hlutafjáraukningar. Bæjarráð óskar jafnframt eftir því að nefndin afgreiði málið fyrir næsta fund bæjarráðs nk. mánudag.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri lagði fram samantekin drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015, en nú hafa nefndir afgreitt sínar áætlanir og vísað þeim til umræðu og frekari vinnslu hjá bæjarráði og bæjarstjórn.


Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn óbreytt álagningarhlutföll útsvars, fasteignaskatts og lóðarleigu fyrir árið 2015.
Útsvar verði 14,52%
Fasteignaskattur verði 0,5 % á A-lið sem er íbúðarhúsnæði, 1,32 % á B-lið sem er opinbert húsnæði og 1,65% af C-lið, sem er atvinnuhúsnæði.
Lóðarleiga verði 0,75% fyrir allar lóðir.

Bæjarráð leggur jafnfram til að afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega verði sem hér segir:
Hámarksafsláttur verði 61.000 kr.

Lágmarkstekjur einstaklings verði 2.343.000
og hámark verði 3.075.000

Lágmarkstekjur hjóna verði 3.296.000 og hámarkstekjur verði 4.174.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2016 - 2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 17

Málsnúmer 1410007

Fundargerðin staðfest.

3.1.Umsóknir í Endurmenntunarsjóð 2014.

Málsnúmer 201403062

Lögð fram fundargerð 17. fundar stjórnar endurmenntunarsjóðs. Þar kemur fram að óvenju margar umsóknir bárust til sjóðsins á þessu ári og að fjármagn sjóðsins er nú uppurið.
Einnig kom fram að endurskipa þarf í stjórn sjóðsins, þar sem núverandi stjórnarmenn hafa ýmist skipt um starfsvettvang, eða eru hættir störfum hjá sveitarfélaginu.

Bæjarráð samþykkir að vísa skipun stjórnar endurmenntunarsjóðs til næsta fundar.

4.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 23.okt.2014

Málsnúmer 201410109

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2014

Málsnúmer 201410102

Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga, ásamt tillögu að breytingu á stofnsamningi Héraðsskjalasafnsins, skýrslu safnsins og ársreikningi 2013.

Bæjarráð samþykkir að Óðinn Gunnar Óðinsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum. Þórður Mar Þorsteinsson.

6.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Málið í vinnslu.

7.Vika staðbundins lýðræðis 2014

Málsnúmer 201410008

Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að opna vefinn Betra Fljótsdalshérað til reynslu í 1 ár. Vefurinn verði formlega opnaður á fyrri fundi bæjarstjórnar í desember. Starfsmönnum falið að undirbúa það ferli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Frumvarp til laga um framhaldsskóla

Málsnúmer 201410091

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis,dags. 17.okt. 2014, með beiðni um umsögn vegna frumvarps til laga um framhaldsskóla.

Bæjarráð mun ekki senda inn umsögn um frumvarpið.

9.Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak og fl.

Málsnúmer 201410110

Lagður fram tölvupóstur frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 23. okt. 2014, með umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl.

Bæjarráð mun ekki veita umsögn um málið.

10.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Kynnt þau þrjú erindi sem bárust í síðasta viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Bæjarstóra falið að koma þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í viðkomandi nefndum.

Fundi slitið.