Umsóknir í Endurmenntunarsjóð 2014.

Málsnúmer 201403062

Vakta málsnúmer

Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 15. fundur - 19.03.2014

Fyrir lágu 12 umsóknir. 10 frá einstaklingum og 2 frá vinnuhópum.

Fyrstu 5 umsóknirnar eru frá starfsmönnum Hlymsdala, vegna fyrirhugaðrar kynnisferðar og heimsókna á sambærilega vinnustaði á Akureyri: Umsækjendur eru allir konur og hafa þær ekki áður sóttu um styrk í sjóðinn.
Samþykkt samhljóða að veita hverjum umsækjanda styrk að hámarki kr. 15.000 upp í kostnað við umrædda námsferð. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn, þar sem óskað er eftir styrk vegna réttindanámskeiðs um greiningu á málþroska og læsi. Umsækjandi er kona.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 45.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn, þar sem óskað er eftir styrk vegna Meistaranáms MED í náms- og kennslufræðum við H.Í. Umsækjandi er karl.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 75.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn þar sem óskað er eftir styrk vegna námskeiðs í verkefna- og starfsmannastjórnun sem haldið er á vegum Iðunnar í febrúar til apríl (fjögur námskeið) Umsækjandi er kona.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 150.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn þar sem óskað er eftir styrk vegna Málþings á vegum Þroskahjálpar og Átaks félags fólks með þroskahömlun. Umsækjandi er kona.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 20.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn, þar sem óskað er eftir styrk vegna námskeiðs á vegum Þroskaþjálfafélags Íslands um þjónustu á heimilum fólks. Umsækjandi er kona.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 20.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn, vegna starfsmanna félagsþjónustunnar á bæjarskrifstofunni, þar sem óskað eftir styrk vegna náms- og hópeflisferðar 13 starfsmanna félagsþjónustunnar til Akureyrar 9. til 11. maí nk.
Með vísan til þeirrar fjárhæðar sem til úthlutunar er fyrir árið 2014 og þess að sami hópur fékk styrk vegna hliðstæðrar kynnisferðar á síðasta ári, hafnar stjórnin styrkbeiðninni að þessu sinni.

Tekin fyrir umsókn frá Guðmundu Völu Jónasdóttur, fh. starfsmanna leikskólans Hádegishöfða, þar sem óskað eftir styrk vegna náms- og kynnisferðar 15 starfsmanna til Stokkhólms sem fyrirhuguð er 23. til 27. apríl nk. Umsækjendur eru konur.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjendum styrk að hámarki kr. 225.000 upp í kostnað við umrædda námsferð, að teknu tilliti til annarra styrkja. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 252. fundur - 26.03.2014

Afgreiðsla stjórnar endurmenntunarsjóðs staðfest.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 194. fundur - 02.04.2014

Afgreiðsla stjórnar endurmenntunarsjóðs staðfest.

Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 17. fundur - 14.10.2014

Fyrir lágu 13 umsóknir. 10 frá einstaklingum og 3 frá vinnuhópum. Þar sem fjármagn sjóðsins er langt undir þeirri upphæð sem sótt var um að þessu sinni, verður að horfa til þess hverjir hafa áður fengið styrk úr sjóðnum og hvaða námskeið og ráðstefnur ættu frekar heima á námskeiðslið viðkomandi deildar eða stofnunnar.

Tekin fyrir umsókn undirrituð af forstöðumanni fh. 10 starfsmanna búsetu að Miðvangi 18, vegna náms- og kynnisferðar á Hornafjörð.
Samþykkt samhljóða að veita hverjum umsækjanda styrk að hámarki á kr. 10.000 upp í kostnað við umrædda náms- og kynnisferð. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn undirrituð af forstöðumanni fh. 14 starfsmanna búsetu i Bláar- og Hamragerði, vegna náms- og kynnisferðar á Hornafjörð.
Samþykkt samhljóða að veita hverjum umsækjanda styrk að hámarki á kr. 10.000 upp í kostnað við umrædda náms- og kynnisferð. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn undirrituð af forstöðumanni og starfsmönnum Stólpa alls 7 manns, vegna náms- og kynnisferðar til Akureyrar.
Samþykkt samhljóða að veita hverjum umsækjanda styrk að hámarki á kr. 10.000 upp í kostnað við umrædda náms- og kynnisferð. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.


Tekin fyrir umsókn þar sem óskað er eftir styrk vegna diplómanáms í sérkennslufræðum, vegna réttindanáms leikskólakennara. Umsækjandi er kona.
Samþykkt samhljóða að óska eftir frekari gögnum áður en til úthlutunar kemur. Stjórnin mun afgreiða umsóknina að fengnum frekari upplýsingum með staðfestingu nefndarmanna á úthlutun í tölvupósti.

Tekin fyrir umsókn þar sem óskað er eftir styrk vegna PMD stjórnunarnáms í HR. Umsækjandi er kona.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki á kr. 200.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Teknar fyrir umsóknir þar sem óskað er eftir styrk vegna fjármálanámskeiðs og einnig vegna tveggja daga barnaverndarþings. Umsækjandi er kona.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki á kr. 26.000 vegna fjármálanámskeiðsins upp í kostnað við það. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.
Nefndin lítur svo á að kostnaður vegna barnaverndarþings eigi frekar að falla undir námskeiðs- og ráðstefnukostnað viðkomandi deildar og hafnar því styrkumsókninni.

Tekin fyrir umsókn þar sem óskað er eftir styrk vegna tveggja daga barnaverndarþings. Umsækjandi er kona.
Nefndin lítur svo á að kostnaður vegna barnaverndarþings eigi frekar að falla undir námskeiðs- og ráðstefnukostnað viðkomandi deildar og hafnar því styrkumsókninni.

Tekin fyrir umsókn þar sem óskað eftir styrk vegna fjármálanámskeiðsins, Leiðin til velgengni. Umsækjandi er kona.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki á kr. 26.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn þar sem óskað er eftir styrk vegna fjármálanámskeiðsins, Leiðin til velgengni. Umsækjandi er kona.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki á kr. 26.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Teknar fyrir umsóknir vegna námskeiðs hjá HÍ og náms hjá Skals Höjskole for design. Umsækjandi er kona.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 150.000 upp í kostnað við nám hjá Skals Höjskole for design, að teknu tilliti til annarra styrkja. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.
Sjóðstjórn treystir sér ekki að styrkja umsækjanda líka vegna námskeiðs hjá HÍ ( Úr neista í nýja bók)

Tekin fyrir umsókn þar sem óskað er eftir styrk vegna Ráðstefnu um barnavernd, sem hadin var á Grænlandi. Umsækjandi er kona.
Þar sem umsækjandi hefur tvisvar áður fengið úthlutað styrk úr sjóðnum á undanförnum árum, hafnar sjóðstjórn umsókninni að þessu sinni.


Stjórn endurmenntunarsjós beinir því til bæjarráðs og bæjarstjórnar að úthlutun fjármagns til sjóðsins hefur stórlega verið skert undanfarin ár og ekki í samræmi við reglur sjóðsins. Þar með er ljóst að sjóðurinn getur engan vegin sinnt sínu hlutverki, þar sem uppsafnað fjármagn hans er nú uppurið.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 271. fundur - 27.10.2014

Lögð fram fundargerð 17. fundar stjórnar endurmenntunarsjóðs. Þar kemur fram að óvenju margar umsóknir bárust til sjóðsins á þessu ári og að fjármagn sjóðsins er nú uppurið.
Einnig kom fram að endurskipa þarf í stjórn sjóðsins, þar sem núverandi stjórnarmenn hafa ýmist skipt um starfsvettvang, eða eru hættir störfum hjá sveitarfélaginu.

Bæjarráð samþykkir að vísa skipun stjórnar endurmenntunarsjóðs til næsta fundar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Afgreiðsla sjóðsstjórnar staðfest. Sjá að öðru leyti lið 4.9 í þessari fundargerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.