Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs

15. fundur 19. mars 2014 kl. 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
  • Hjördís Ólafsdóttir
  • Stefán Bogi Sveinsson
  • Ólöf S. Ragnarsdóttir
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

Málsnúmer 201311125Vakta málsnúmer

Samþykkt að fresta umfjöllun um þennan lið til næsta fundar og reyna að halda hann sem fyrst.

2.Umsóknir í Endurmenntunarsjóð 2014.

Málsnúmer 201403062Vakta málsnúmer

Fyrir lágu 12 umsóknir. 10 frá einstaklingum og 2 frá vinnuhópum.

Fyrstu 5 umsóknirnar eru frá starfsmönnum Hlymsdala, vegna fyrirhugaðrar kynnisferðar og heimsókna á sambærilega vinnustaði á Akureyri: Umsækjendur eru allir konur og hafa þær ekki áður sóttu um styrk í sjóðinn.
Samþykkt samhljóða að veita hverjum umsækjanda styrk að hámarki kr. 15.000 upp í kostnað við umrædda námsferð. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn, þar sem óskað er eftir styrk vegna réttindanámskeiðs um greiningu á málþroska og læsi. Umsækjandi er kona.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 45.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn, þar sem óskað er eftir styrk vegna Meistaranáms MED í náms- og kennslufræðum við H.Í. Umsækjandi er karl.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 75.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn þar sem óskað er eftir styrk vegna námskeiðs í verkefna- og starfsmannastjórnun sem haldið er á vegum Iðunnar í febrúar til apríl (fjögur námskeið) Umsækjandi er kona.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 150.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn þar sem óskað er eftir styrk vegna Málþings á vegum Þroskahjálpar og Átaks félags fólks með þroskahömlun. Umsækjandi er kona.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 20.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn, þar sem óskað er eftir styrk vegna námskeiðs á vegum Þroskaþjálfafélags Íslands um þjónustu á heimilum fólks. Umsækjandi er kona.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 20.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn, vegna starfsmanna félagsþjónustunnar á bæjarskrifstofunni, þar sem óskað eftir styrk vegna náms- og hópeflisferðar 13 starfsmanna félagsþjónustunnar til Akureyrar 9. til 11. maí nk.
Með vísan til þeirrar fjárhæðar sem til úthlutunar er fyrir árið 2014 og þess að sami hópur fékk styrk vegna hliðstæðrar kynnisferðar á síðasta ári, hafnar stjórnin styrkbeiðninni að þessu sinni.

Tekin fyrir umsókn frá Guðmundu Völu Jónasdóttur, fh. starfsmanna leikskólans Hádegishöfða, þar sem óskað eftir styrk vegna náms- og kynnisferðar 15 starfsmanna til Stokkhólms sem fyrirhuguð er 23. til 27. apríl nk. Umsækjendur eru konur.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjendum styrk að hámarki kr. 225.000 upp í kostnað við umrædda námsferð, að teknu tilliti til annarra styrkja. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Fundi slitið.