Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

206. fundur 05. nóvember 2014 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Þórður Mar Þorsteinsson varamaður
  • Kristjana Jónsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2016 - 2018.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fjárhagsáætlunina og lagði hana fram til fyrri umræðu. Aðrir sem til máls tóku undir þessum lið voru í þessari röð: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem bar fram fyrirspurn. Gunnar Jónsson, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn. Páll Sigvaldason, sem bar fram fyrirspurnir. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn, en hinni fyrirspurn Páls, varðandi kostnað við íþrótta- og tómstundanefnd, var vísað til bæjarráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2015, ásamt þriggja ára áætlun til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að boða til kynningarfundar um fjárhagsáætlunar 2015 miðvikudaginn 12. nóvember kl. 20.00.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 270

Málsnúmer 1410010

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Í vinnslu.

2.2.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Á fundi bæjarráðs kynnti Björn Ingimarsson útboð á tryggingum sveitarfélagsins, sem stendur fyrir dyrum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að heimila bæjarstjóra að semja við Ríkiskaup um umsjón með útboðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038

Tekin fyrir undir lið 1 í þessari fundargerð.

2.4.Fundargerð 175.fundar stjórnar HEF.

Málsnúmer 201410059

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.5.Fundargerð 176.fundar stjórnar HEF.

Málsnúmer 201410060

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.6.Fundargerð 820. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201410044

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.7.Fundargerð 3. fundar stjórnar Brunavarna á Héraði

Málsnúmer 201410045

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.8.Skattlagning vatnsréttinda.

Málsnúmer 201206124

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að standa að áfrýjun málsins til Hæstaréttar og felur bæjarstjóra að kanna hug Innanríkisráðuneytisins til málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.9.Vika staðbundins lýðræðis 2014

Málsnúmer 201410008

Í vinnslu.

2.10.Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2014

Málsnúmer 201410017

Lagt fram til kynningar.

2.11.Vinnuhópur vegna íbúðarhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins

Málsnúmer 201410054

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að skipa Stefán Bragason sem fulltrúa bæjarráðs og kallar eftir því að félagsmálanefnd skipi sinn fulltrúa sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.12.Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

Málsnúmer 201410072

Í vinnslu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 271

Málsnúmer 1410020

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 3.8.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Í vinnslu.

3.2.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn óbreytt álagningarhlutföll útsvars, fasteignaskatts og lóðarleigu fyrir árið 2015.
Útsvar verði 14,52%
Fasteignaskattur verði 0,5 % á A-lið sem er íbúðarhúsnæði, 1,32 % á B-lið sem er opinbert húsnæði og 1,65% af C-lið, sem er atvinnuhúsnæði.
Lóðarleiga verði 0,75% fyrir allar lóðir sveitarfélagsins.

Breytingar á reglum um afslátt af fasteignaskatti hjá Fljótsdalshéraði árið 2015.

Bæjarstjórn samþykkir að afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega verði sem hér segir:
Hámarksafsláttur verði 61.000 kr.

Lágmarkstekjur einstaklings verði 2.343.000
og hámark verði 3.075.000

Lágmarkstekjur hjóna verði 3.296.000 og hámarkstekjur verði 4.174.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Að öðru leyti er vísað til liðar 1 í þessari fundargerð.

3.3.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 17

Málsnúmer 1410007

Fundargerðin staðfest.

3.4.Umsóknir í Endurmenntunarsjóð 2014.

Málsnúmer 201403062

Afgreiðsla sjóðsstjórnar staðfest. Sjá að öðru leyti lið 4.9 í þessari fundargerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.5.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 23.okt.2014

Málsnúmer 201410109

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.6.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2014

Málsnúmer 201410102

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.7.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Í vinnslu.

3.8.Vika staðbundins lýðræðis 2014

Málsnúmer 201410008

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að opna vefinn Betra Fljótsdalshérað til reynslu í 1 ár. Vefurinn verði formlega opnaður á fyrri fundi bæjarstjórnar í desember. Starfsmönnum falið að undirbúa það ferli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.9.Frumvarp til laga um framhaldsskóla

Málsnúmer 201410091

Bæjarstjórn mun ekki veita umsögn um málið.

3.10.Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak og fl.

Málsnúmer 201410110

Bæjarstjórn mun ekki veita umsögn um málið.

3.11.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Í vinnslu.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 272

Málsnúmer 1410028

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Lagt fram til kynningar.

4.2.Atvinnu- og menningarnefnd - 7

Málsnúmer 1410026

Sjá lið 7.

4.3.Hlutafjáraukning í Gróðrarstöðinni Barra ehf.

Málsnúmer 201410116

Vísað til liðar 7.1.

4.4.Aðalfundur SSA 2014

Málsnúmer 201408047

Ályktanir aðalfundar SSA verða sendar út til viðkomandi nefnda til umfjöllunar.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

4.5.Fundargerð 38. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi 24.10.2014

Málsnúmer 201410117

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.6.Aðalfundur GáF ehf. 2014

Málsnúmer 201410006

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.7.Fundargerð 177.fundar stjórnar HEF.

Málsnúmer 201410141

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.8.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2014

Málsnúmer 201409125

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.9.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406079

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að skipa eftirtalda aðila í stjórn endurmenntunarsjóðs:
Sigrúnu Blöndal, Guðrúnu Helgu Elvarsdóttur og Sverri Gestsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.10.EBÍ Ágóðahlutagreiðsla 2014

Málsnúmer 201410125

Lagt fram til kynningar.

4.11.Gjaldskrá Strætisvagna Austurlands frá 1.1.2015

Málsnúmer 201410132

Lagt fram til kynningar.

4.12.Beiðni um afnotasamning vegna Stekkhólma

Málsnúmer 201410133

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa erindinu til umsagnar hjá umhverfis- og framkvæmdanefndar og íþrótta- og tómstundanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.13.Þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu

Málsnúmer 201410142

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Velferðarnefnd Alþingis, dag. 30. okt. 2014 vegna þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og lítur málið jákvæðum augum en minnir þó á að þó fyrirkomulag sem þetta geti nýst vel til að veita tiltekna sérfræðiþjónustu, geti það aldrei komið í stað staðbundinnar þjónustu í almennri heilsugæslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Atvinnu- og menningarnefnd - 6

Málsnúmer 1410012

Til máls tóku: Guðmundur Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnhilur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 5.1. og kynnti tillögu. Guðmundur Sveinsson, sem ræddi lið 5.1. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.2 og Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 5.1.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201409153

Gunnhildur Ingvarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu.
Fulltrúar B-lista gera að tillögu sinni að skipun í fagráð verði vísað aftur til atvinnu- og menningarnefndar, þar sem kynjahlutfalls verði gætt og að einn fulltrúi hafi sérþekkingu á sviðslistum.

Tillagan borin upp og felld þar sem fjórir greiddu atkvæði á móti henni (GJ. ÞMÞ, AA og GK) þrír greiddu henni atkv.( GI, PS og KJ) en tveir sátu hjá (SB. og ÁK.)


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Suncana Slamnig, Karen Erla Erlingsdóttir og Ólöf Björk Bragadóttir skipi fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Tillagan borin upp og samþykkt með sex atkv. meirihluta gegn þremur atkv. minnihluta.

5.2.Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201410062

Málefni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs voru til umræðu hjá nefndinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur áherslu á að starfshópur um menningarhús skili niðurstöðum sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi fulltrúar skipi vinnuhóp um stefnuna:
Ragnhildur Rós Indriðadóttir formaður, Stefán Bogi Sveinsson, Sigríður Sigmundsdóttir og Esther Kjartansdóttir. Starfsmaður nefndarinnar vinni með hópnum.
Starfshópnum er ætlað að leiða vinnuna við gerð stefnunnar og leggja fram drög að henni fyrir atvinnu- og menningarnefnd fyrir 10. apríl 2015.

Menningarstefnunni er ætlað að draga fram hlutverk, áherslur og aðkomu sveitarfélagsins að menningartengdri starfsemi og listum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.4.Atvinnumál

Málsnúmer 201410058

Í vinnslu.

6.Atvinnu- og menningarnefnd - 7

Málsnúmer 1410026

Til máls tók: Guðmundur Kröyer sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Hlutafjáraukning í Gróðrarstöðinni Barra ehf.

Málsnúmer 201410116

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar og bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að hlutur Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs í Gróðrarstöðinni Barra e.h.f. verði aukinn í hlutfalli við eign sjóðsins í félaginu, eða um allt að kr. 3.638.321 kr. miðað við að tilgreint lágmark safnist í heild sem aukið hlutafé.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að þessi breyting á ráðstöfun fjármuna verði samþykkt sem viðauki við fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 10

Málsnúmer 1410014

Til máls tók: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

7.1.Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði íþrótta- og tómstundamála

Málsnúmer 201408080

Í vinnslu.

7.2.Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði menningar- og atvinnumála

Málsnúmer 201408093

Í vinnslu.

7.3.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201410009

Erindi dagsett 01.10.2014 þar sem Baldur Grétarsson kt. 250461-7479 sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á Skipalæk.
Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu er umsókninni vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar samkvæmt gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarstjórn jákvætt í erindið, en með vísan í gr.2.7 í skipulagsreglugerð nr.90/2013 gerir bæjarstjórn kröfu um gerð deiliskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.4.Þórsnes, stækkun efnistökusvæðis

Málsnúmer 201207048

Erindi dags. 29.06. 2012 þar sem Jón Pétursson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun efnistökusvæðis á Kollstaðamóum í landi Kollsstaða á Fljótsdalshéraði.
Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um að náman sé ekki matsskyld. Málið var áður á dagskrá 27.02. 2014.
Samþykkt deiliskipulag liggur fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur starfsmanni nefndarinnar að gefa út framkvæmdaleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.5.Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands 2014

Málsnúmer 201410035

Fyrir liggur ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 15.-17. ágúst 2014. Óskað er eftir að ályktunin verði tekin til góðfúslegrar skoðunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar þakkar bæjarstjórn ábendingarnar og samþykkir að ofangreind samþykkt verði höfð til hliðsjónar í umhverfisvinnu á vegum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.6.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

Málsnúmer 201408036

Fyrir liggur tillaga um afmörkun vatnsverndarsvæða við Urriðavatn. Tillagan er unnin af Íslenskum orkurannsóknum. Málið var áður á dagskrá 27.08.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur starfsmanni nefndarinnar að halda áfram með vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ylstrandar við Urriðavatn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.7.Hvammur II, aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201408031

Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, tillagan felur m.a. í sér að við töflu 2, kafla 9.8 í greinargerð aðalskipulagsins, þar sem fjallað er um frístundabyggð, bætist ein lína: F61 Hvammur 2. Jafnframt er bætt við hringtákni á sveitarfélagsuppdrátt B sem sýnir staðsetningu ákvæðisins og aðkomuleið sýnd. Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123 2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga, geri Skipulagsstofnun ekki athugasemd við tillöguna skv. 30. gr. skipulagslaga.
Tillagan verði auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvamm II.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.8.Hvammur II, deiliskipulag

Málsnúmer 201401181

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Hvammur 2, Fljótsdalshéraði. Tillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti dags.22.01. 2014 og felur m.a. í sér skipulag á 0,8 ha. svæði fyrir 12 smáhýsi allt að 60 m2 að stærð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar orðið smáhýsi hefur verið leiðrétt.
Deiliskipulagið verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.9.Eyvindará II, aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201301254

Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, tillagan felur í sér að skilmálum er breytt þannig að verslunar og þjónustusvæði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum í gildandi aðalskipulagi verði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.
Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123 2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga geri Skipulagsstofnun ekki athugasemd við tillöguna skv. 30. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.10.Stóra-Sandfell deiliskipulag

Málsnúmer 201406091

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Stóra Sandfell III, IV og V, Fljótsdalshéraði. Tillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti dags. 22.05. 2014 og felur m.a. í sér skipulag fyrir íbúðarhús og gistirými fyrir ferðamenn í stakstæðum smáhýsum og litlum gistihúsum og tjaldsvæði.
Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123 2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. þegar orðið smáhýsi hefur verið leiðrétt

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.11.Kaldá deiliskipulag

Málsnúmer 201312056

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Kaldá á Völlum, Fljótsdalshéraði. Tillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti dags.16.12. 2013 og felur m.a. í sér skipulag fyrir þrjú frístundahús til útleigu.
Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123 2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.12.Kröflulína 3, 2014

Málsnúmer 201211010

Fyrir liggur svar við athugasemdum Skipulagsstofnunar, dagsett 14.08. 2014, við afgreiðslu Fljótsdalshéraðs á Kröflulínu 3.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð svör og felur starfsmanni nefndarinnar að senda svörin til Skipulagsstofnunar og þeirra sem gerðu athugasemdir við skipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.13.Umsókn um útleigu íbúðar til ferðamanna

Málsnúmer 201410078

Í vinnslu.

7.14.Miðbæjarskipulag, hönnunarteymi

Málsnúmer 201409113

Erindi dagsett 17.09.2014 þar sem Skarphéðinn Smári Þórhallsson f.h. Mannvits og Anna María Þórhallsdóttir f.h. MAKE hönnunarteymis óska eftir fundi með umhverfis- og framkvæmdanefnd til að ræða Miðbæjarskipulagið.

Fundur hefur verið haldinn með fulltrúum hönnunarteymisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gerð verði drög að samningi við MAKE hönnunarteymi um undirbúningsvinnu vegna deiliskipulags miðbæjarins. Í vinnunni felst upplýsingaöflun og hugmyndir um breytingar. Samningsdrögin verði lögð fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.15.Úttekt á brunaviðvörunarkerfi/Vallarhús Fellavelli

Málsnúmer 201410069

Lagt fram til kynningar.

7.16.Umsókn um byggingarlóð

Málsnúmer 201410073

Í vinnslu.

7.17.Frumvarp til laga um vegalög/til umsagnar

Málsnúmer 201410087

Erindi í tölvupósti dagsett 17.10. 2014 þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um frumvarp til laga um vegalög (gjaldtaka af umferð o.fl., EES-reglur), 157. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við frumvarpið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.18.Vinnuhópur vegna íbúðarhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins

Málsnúmer 201410054

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar um að skipa Ágústu Björnsdóttur sem fulltrúa í vinnuhópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.19.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 201410105

Umsókn í tölvupósti dagsett 21.10.2014 þar sem Guðbjörg Björnsdóttir fyrir hönd Rafteymis ehf. kt.410905-0780, óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám á lóðinni Lyngás 12.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að veita stöðuleyfi til eins árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 207

Málsnúmer 1410008

Fundargerðin staðfest.

8.1.Hallormsstaðaskóladeild Egilsstaðaskóla - fjárhagáætlun 2015

Málsnúmer 201409139

Í vinnslu.

8.2.Foreldrafélag Egilsstaðaskóla - bæklingur fyrir foreldra

Málsnúmer 201410039

Í vinnslu.

8.3.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.4.Egilsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409138

Í vinnslu.

8.5.Fellaskóli - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409140

Í vinnslu.

8.6.Brúarásskóli - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409137

Í vinnslu.

8.7.Tjarnarskógur - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409142

Í vinnslu.

8.8.Hádegishöfði - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409141

Í vinnslu.

8.9.Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum

Málsnúmer 201410042

Lögð fram til kynningar.

8.10.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409143

Í vinnslu.

8.11.Tónlistarskólinn í Brúarási - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409145

Í vinnslu.

8.12.Tónlistarskólinn í Fellabæ - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409144

Í vinnslu.

8.13.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2015

Málsnúmer 201409136

Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.

9.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 208

Málsnúmer 1410015

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu undir lið 9.6. Forseti bar það undir fundinn, sem taldi ekki um vanhæfi að ræða í þessu tilfelli og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 9.10.

Fundargerðin staðfest.

9.1.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - framkvæmdir og viðhaldsverkefni 2015

Málsnúmer 201410083

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að skoða tillöguna um milliloft og kostnaðarmeta hana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.2.Hádegishöfði - framkvæmdir og viðhaldsverkefni 2015

Málsnúmer 201410081

Lagt fram til kynningar.

9.3.Tjarnarskógur - framkvæmdir og viðhaldsverkefni 2015

Málsnúmer 201410082

Lagt fram til kynningar.

9.4.Fellaskóli - framkvæmdir og viðhaldsverkefni 2015

Málsnúmer 201410080

Lagt fram til kynningar.

9.5.Egilsstaðaskóli - framkvæmdir og viðhaldsverkefni 2015

Málsnúmer 201410079

Lagt fram til kynningar.

9.6.Foreldrafélag Egilsstaðaskóla - bæklingur fyrir foreldra

Málsnúmer 201410039

Foreldrafélag Egilsstaðaskóla hefur haft forgöngu um gerð bæklings fyrir foreldra nemendur og starfsfólk skóla. Félagið hefur í samvinnu við Héraðsforeldra látið prenta bæklinginn og verður honum dreift til foreldra allra barna í grunnskólum á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að veita styrk fyrir prentunarkostnaði að upphæð kr. 50.000, sem tekin verður af lið 04-80.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.7.Tillaga að breytingu á 33. gr. laga um grunnskóla

Málsnúmer 201410088

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd sem gerði athugasemd við að orðanotkun breytingartillögunnar er óljós á köflum en telur fyrir sitt leyti jákvætt að sett verði fagleg umgjörð um félags- og frístundastarf. Nefndin óttast að breytingin geti leitt til kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.8.Breytingar á námsmati í grunnskóla

Málsnúmer 201410089

Lagt fram til kynningar.

9.9.Drög að handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

Málsnúmer 201410090

Í vinnslu.

9.10.Fræðslusvið - framkvæmdir og viðhaldsverkefni 2015

Málsnúmer 201410086

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur ríka áherslu á að þau atriði sem varða öryggi og opinberir eftirlitsaðilar gera athugasemd við, séu settir i algjöran forgang við forgangsröðun framkvæmda og viðhaldsverkefna.
Að öðru leyti vísar bæjarstjórn áhersluatriðum fræðslunefndar vegna framkvæmda og viðhalds í skólamannvirkjum til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.11.Heimsóknir fræðslunefndar í stofnanir á fræðslusviði

Málsnúmer 201410085

Lagt fram til kynningar.

9.12.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

10.Íþrótta- og tómstundanefnd - 5

Málsnúmer 1410013

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 10.2. Páll Sigvaldason sem ræddi lið 10.2. og fundargerðina og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi 10.2.

Fundargerðin staðfest.

10.1.Styrkumsókn vegna fjórðungsmóts hestamanna 2015

Málsnúmer 201410031

Í vinnslu.

10.2.Umsókn um styrk vegna ferðakostnaðar á æfingar með drengjalandsliði Íslands í hópfimleikum og keppni

Málsnúmer 201410049

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og frístundanefnd og óskar fimleikafólki frá Hetti sem kepptu fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti í hópfimleikum í Laugardagshöll 15.-17. okt. sl. til hamingju með árangurinn.
Málið er að öðru leyti í vinnslu hjá nefndinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.3.Forstöðumaður íþróttamannvirkja

Málsnúmer 201410064

Lagt fram til kynningar.

11.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 43

Málsnúmer 1410029

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

11.1.Kynning á samþykktum ungmennaráðs

Málsnúmer 201410137

Lagt fram.

11.2.Kosning formanns og varaformanns

Málsnúmer 201410138

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn óskar nýkjörnum formanni ungmennaráðs, Aroni Steini Halldórssyni og varaformanni þess, Álfgerði Baldursdóttur til hamigju með embættin og vonast til að eiga gott samstarf við ungmennaráðið á komandi vetri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.3.Tímasetning funda ungmennaráðs

Málsnúmer 201410139

Lagt fram til kynningar.

12.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406080

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar samþykktir fyrir náttúruverndarnefnd og atvinnu- og menningarnefnd með þeim orðalagsbreytingum sem gerðar hafa verið frá samþykkt þeirra í bæjarstjórn 1. júlí sl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.