Breytingar á námsmati í grunnskóla

Málsnúmer 201410089

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 21.10.2014

Fræðslunefnd harmar að svo seint sem raun ber vitni komi tillögur um breytingar á framkvæmd námsmats í grunnskólum. Skólarnir hafa þegar undirbúið framkvæmd námsmats í ljósi gildandi aðalnámskrár og ekki er talin ástæða til þeirra breytinga sem hér eru boðaðar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.