Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

208. fundur 21. október 2014 kl. 17:00 - 19:55 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Þórey Birna Jónsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir sátu fundinn undir liðum 2-3. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurlaug Jónasdóttir, Þorvaldur Hjarðar og Aníta Pétursdóttir sátu fundinn undir liðum 4-9. Auk þeirra mættu skólastjórar undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra stofnanir sérstaklega.

1.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - framkvæmdir og viðhaldsverkefni 2015

Málsnúmer 201410083Vakta málsnúmer

Daníel Arason fylgdi eftir greinargerð sinni þar sem lagt er til að sett verði milliloft í rýmið þar sem nú er billiardborð í húsnæði Egilsstaðaskóla. Með þeim hætti fengi tónlistarskólinn samfellt rými fyrir alla sína starfsemi á annarri hæð húsnæðisins. Fræðslunefnd leggur til að þessi framkvæmd verði kostnaðarmetin og tekin afstaða til hvort unnt er að hrinda þessu í framkvæmd. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Hádegishöfði - framkvæmdir og viðhaldsverkefni 2015

Málsnúmer 201410081Vakta málsnúmer

Jóhanna Harðardótir, skólastjóri Hádegishöfða, fylgdi eftir forgangsröðuðu yfirliti yfir framkvæmdir og viðhaldsverkefni. Bent var á að enn liggur fyrir ótímasett tillaga um viðbyggingu við skólann og ef til þess kæmi myndu ýmis atriði á yfirlitinu leysast með þeirri framkvæmd.

3.Tjarnarskógur - framkvæmdir og viðhaldsverkefni 2015

Málsnúmer 201410082Vakta málsnúmer

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri Tjarnarskógi, fylgdi eftir yfirliti yfir þær framkvæmdir og þau viðhaldsverkefni sem lögð er áhersla á af hálfu skólans. Lögð er áhersla á ýmis atriði varðandi umbætur á húsnæðinu í Tjarnarlandi sem er eldra.

4.Fellaskóli - framkvæmdir og viðhaldsverkefni 2015

Málsnúmer 201410080Vakta málsnúmer

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, fylgdi eftir yfirliti yfir framkvæmdir og viðhaldsverkefni sem óskað er eftir að ráðist verði í af hálfu skólans. Hvað forgangsröðun varðar er ósk um að ýmis áríðandi atriði innan dyra gangi fyrir verkefnum utan dyra að svo komnu máli. Fram kom ósk um að skoðað verði hvort unnt sé að koma upp listasmiðju í ráðhúsi í Fellabæ þar sem listgreinar og smíðar fái góða aðstöðu.

5.Egilsstaðaskóli - framkvæmdir og viðhaldsverkefni 2015

Málsnúmer 201410079Vakta málsnúmer

Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla fylgdi eftir yfirliti yfir framkvæmdir og viðhaldsverkefni innan dyra og utan sem skólinn telur mikilvægt að ráðist verði í.

6.Foreldrafélag Egilsstaðaskóla - bæklingur fyrir foreldra

Málsnúmer 201410039Vakta málsnúmer

Foreldrafélag Egilsstaðaskóla hefur borið útgáfu bæklingsins undir Héraðsforeldra og nú er áætlað að bæklingurinn verði gefinn út fyrir alla skólana og textinn aðlagaður að því. Kostnaðurinn við prentun er um kr. 50.000. Fræðslunefnd telur framtakið lofsvert og samþykkir að veita styrk fyrir prentunarkostnaði - styrkurinn verði færður á lið 04-80. Samþykkt með 4 atkvæðum með handauppréttingu einn (GI) tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfi.

7.Tillaga að breytingu á 33. gr. laga um grunnskóla

Málsnúmer 201410088Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd gerir athugasemd við að orðanotkun breytingartillögunnar er óljós á köflum en telur fyrir sitt leyti jákvætt að sett verði fagleg umgjörð um félags- og frístundastarf. Nefndin óttast að breytingin geti leitt til kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Breytingar á námsmati í grunnskóla

Málsnúmer 201410089Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd harmar að svo seint sem raun ber vitni komi tillögur um breytingar á framkvæmd námsmats í grunnskólum. Skólarnir hafa þegar undirbúið framkvæmd námsmats í ljósi gildandi aðalnámskrár og ekki er talin ástæða til þeirra breytinga sem hér eru boðaðar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Drög að handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

Málsnúmer 201410090Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hvetur skólastjórnendur til að taka drögin að handbókinni til umfjöllunar í skólunum og senda ráðuneytinu þær athugasemdir sem þar kunna að koma fram. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fræðslusvið - framkvæmdir og viðhaldsverkefni 2015

Málsnúmer 201410086Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd leggur ríka áherslu á að þau atriði sem varða öryggi og opinberir eftirlitsaðilar gera athugasemd við séu settir i algjöran forgang við forgangsröðun framkvæmda og viðhaldsverkefna.

Nefndin leggur auk þess áherslu á hvað varðar Hádegishöfða verði auk öryggisatriða lögð áhersla á að lagfæra leka í lofti í fatahengi og endurnýja þurrkskápa og uppþvottavél. Hvað varðar Tjarnarskóg leggur nefndin áherslu á nauðsynlegar lagfæringar á húsnæðinu í Tjarnarlandi og að komið verði upp skábrautum til að auðvelda flutning á hádegisverði á báðum starfsstöðvum. Í Fellaskóla leggur nefndin áherslu á nauðsynlegar umbætur á eldhúsi og ræstiaðstöðu auk þess sem hugað verði að lagfæringum á gólfefni í sal í eldri byggingu. Í Brúarásskóla leggur nefndin áherslu á að áfram verði haldið með þá viðhaldsáætlun sem þar er í gangi og skoðað verði með möguleika á endurnýjun á því gólfefni sem verst er farið. Í Egilsstaðaskóla er lögð áhersla á að ráðist verði í að ljúka innréttingum á bókasafni skólans auk þess sem málað verði og gólf bónuð í eldri kennslustofum fyrir ofan stjórnunarálmu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Heimsóknir fræðslunefndar í stofnanir á fræðslusviði

Málsnúmer 201410085Vakta málsnúmer

Ákveðið að fara í heimsóknir í skólastofnanir þriðjudaginn 4. nóvember frá kl. 09:00.

12.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:55.