Foreldrafélag Egilsstaðaskóla - bæklingur fyrir foreldra

Málsnúmer 201410039

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 14.10.2014

Fræðslunefnd fagnar framtaki foreldrafélags Egilsstaðaskóla og leggur til að haft verði samband við Héraðsforeldra og kannað með áhuga á almennri dreifingu bæklingsins til foreldra grunnskólanemenda á Fljótsdalshéraði. Erindið verði síðan tekið til endanlegrar afgreiðslu nefndarinnar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 21.10.2014

Foreldrafélag Egilsstaðaskóla hefur borið útgáfu bæklingsins undir Héraðsforeldra og nú er áætlað að bæklingurinn verði gefinn út fyrir alla skólana og textinn aðlagaður að því. Kostnaðurinn við prentun er um kr. 50.000. Fræðslunefnd telur framtakið lofsvert og samþykkir að veita styrk fyrir prentunarkostnaði - styrkurinn verði færður á lið 04-80. Samþykkt með 4 atkvæðum með handauppréttingu einn (GI) tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfi.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Foreldrafélag Egilsstaðaskóla hefur haft forgöngu um gerð bæklings fyrir foreldra nemendur og starfsfólk skóla. Félagið hefur í samvinnu við Héraðsforeldra látið prenta bæklinginn og verður honum dreift til foreldra allra barna í grunnskólum á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að veita styrk fyrir prentunarkostnaði að upphæð kr. 50.000, sem tekin verður af lið 04-80.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.