Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

207. fundur 14. október 2014 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fulltrúar Fljótsdalshrepps, Lárus Heiðarsson og Hallgrímur Þórhallsson tóku þátt í fundinum undir fyrsta lið á dagskránni. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Ruth Magnúsdóttir, Þorvaldur Hjarðar, Sigfús Guttormsson og Aníta Pétursdóttir sátu fundinn undir liðum 1-6. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Þórey Birna Jónsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir sátu fundinn undir liðum 7-9 og áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla, Drífa Sigurðardóttir sat fundinn undir liðum 10-12. Skólastjórnendur mættu allir undir þeim lið sem snýr að þeirra stofnun sérstaklega

1.Hallormsstaðaskóladeild Egilsstaðaskóla - fjárhagáætlun 2015

Málsnúmer 201409139

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Hallormsstaðaskóladeildar Egilsstaðaskóla 2015. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2015. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Foreldrafélag Egilsstaðaskóla - bæklingur fyrir foreldra

Málsnúmer 201410039

Fræðslunefnd fagnar framtaki foreldrafélags Egilsstaðaskóla og leggur til að haft verði samband við Héraðsforeldra og kannað með áhuga á almennri dreifingu bæklingsins til foreldra grunnskólanemenda á Fljótsdalshéraði. Erindið verði síðan tekið til endanlegrar afgreiðslu nefndarinnar.

3.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100

Ruth Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri Egilsstaðaskóla, fylgdi fundargerðinni úr hlaði. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Egilsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409138

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Egilsstaðaskóla 2015. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2015. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fellaskóli - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409140

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Fellaskóla 2015. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2015. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Brúarásskóli - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409137

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Brúarásskóla 2015. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2015. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Tjarnarskógur - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409142

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Tjarnarskógar 2015. Gert er ráð fyrir í áætluninni að leikskólagjöld hækki um 5% frá og með 1. janúar 2015. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2015. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Hádegishöfði - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409141

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Hádegishöfða 2015. Gert er ráð fyrir í áætluninni að leikskólagjöld hækki um 5% frá og með 1. janúar 2015. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2015. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum

Málsnúmer 201410042

Lagt fram til kynningar.

10.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409143

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Egilsstöðum 2015. Gert er ráð fyrir í áætluninni að tónlistarskólagjöld hækki um 5% frá og með 1. janúar 2015. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2015. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Tónlistarskólinn í Brúarási - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409145

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Brúarási 2015. Gert er ráð fyrir í áætluninni að tónlistarskólagjöld hækki um 5% frá og með 1. janúar 2015. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2015. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Tónlistarskólinn í Fellabæ - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409144

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Fellabæ 2015. Gert er ráð fyrir í áætluninni að tónlistarskólagjöld hækki um 5% frá og með 1. janúar 2015. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2015. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2015

Málsnúmer 201409136

Fræðslunefnd leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2014 og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

Í fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2015 er ekki gert ráð fyrir kaupum á spjaldtölvum fyrir 2 árganga á unglingastigi.

Ekki er gert ráð fyrir að fjölga deildarstjórum á leikskólunum Tjarnarskógi í 9 í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Fjárhagsáætlun 2015 gerir ráð fyrir að leikskólarnir loki áfram í 4 vikur að sumri. Tímasetningar sumarlokunar 2015 verða ákveðnar síðar.

Fræðslunefnd leggur áherslu á ábyrgð skólastjórnenda að tryggja að það fjármagn sem þeir fá til ráðstöfunar nýtist sem best í skólastarfinu með hagsmuni nemenda að leiðarljósi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.