Fræðslunefnd leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2014 og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Í fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2015 er ekki gert ráð fyrir kaupum á spjaldtölvum fyrir 2 árganga á unglingastigi.
Ekki er gert ráð fyrir að fjölga deildarstjórum á leikskólunum Tjarnarskógi í 9 í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Fjárhagsáætlun 2015 gerir ráð fyrir að leikskólarnir loki áfram í 4 vikur að sumri. Tímasetningar sumarlokunar 2015 verða ákveðnar síðar.
Fræðslunefnd leggur áherslu á ábyrgð skólastjórnenda að tryggja að það fjármagn sem þeir fá til ráðstöfunar nýtist sem best í skólastarfinu með hagsmuni nemenda að leiðarljósi.