Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

206. fundur 30. september 2014 kl. 17:00 - 20:25 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fulltrúar Fljótsdalshrepps, Lárus Heiðarsson og Hallgrímur Þórhallsson tóku þátt í fundinum undir fyrsta lið á dagskránni. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir og Sigfús Guttormsson sátu fundinn undir liðum 1-4. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Jóhanna Harðardóttir, Þórey Birna Jónsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir sátu fundinn undir liðum 5-6 og áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla, Drífa Sigurðardóttir sat fundinn undir liðum 7-9. Skólastjórnendur mættu allir undir þeim lið sem snýr að þeirra stofnun sérstaklega.

1.Hallormsstaðaskóladeild Egilsstaðaskóla - fjárhagáætlun 2015

Málsnúmer 201409139Vakta málsnúmer

Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla sem Hallormsstaðaskóli er nú deild í, fylgdi eftir og skýrði tillögu að fjárhagsáætlun deildarinnar 2015. Fjárhagsáætluninni vísað til endanlegrar afgreiðslu sviðsins.

2.Egilsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409138Vakta málsnúmer

Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, fylgdi eftir tillögu að fjárhagsáætlun skólans 2015. Sigurlaug ræddi jafnframt aðstöðu skólans í Íþróttahúsinu sem hún telur óviðunandi eins og málum er skipað nú. Fræðslufulltrúa falið að fara yfir málið með hlutaðeigandi aðilum. Fjárhagsáætluninni vísað til endanlegrar afgreiðslu með heildaráætlun sviðsins.

3.Fellaskóli - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409140Vakta málsnúmer

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, fylgdi eftir og skýrði tillögu að fjárhagsáætlun skólans 2015. Hann fór jafnframt yfir forgangsröðun skólans varðandi nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni. Fjárhagsáætluninni vísað til endanlegrar afgreiðslu með heildaráætlun sviðsins.

4.Brúarásskóli - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409137Vakta málsnúmer

Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri Brúarásskóla, fylgdi eftir og og skýrði tillögu að fjárhagsáætlun skólans 2015. Hún sagði jafnframt frá framkvæmdum og viðahaldsverkefnum við skólann. Fjárhagsáætluninni vísað til endanlegrar afgreiðslu með heildaráætlun sviðsins.

5.Tjarnarskógur - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409142Vakta málsnúmer

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri Tjarnarskógar, mætti á fundinn í gegnum Skype og fylgdi eftir og skýrði tillögu að fjárhagsáætlun skólans 2015. Hún benti á að hlutfall fagmennaðs fólks hefur aukist talsvert á milli ára.

6.Hádegishöfði - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409141Vakta málsnúmer

Jóhanna Harðardóttir, skólastjóri Hádegishöfða, fylgdi eftir og skýrði tillögu að fjárhagsáælun skólans 2015. Fjárhagsáætluninni vísað til endanlegrar afgreiðslu með heildaráætlun sviðsins.

7.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409143Vakta málsnúmer

Daníel Arason, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum, fylgdi eftir og skýrði tillögu að fjárhagsáælun skólans 2015. Fjárhagsáætluninni vísað til endanlegrar afgreiðslu með heildaráætlun sviðsins.

8.Tónlistarskólinn í Brúarási - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409145Vakta málsnúmer

Jón Arngrímsson skólastjóri Tónlistarskólans í Brúarási, fylgdi eftir og skýrði tillögu að fjárhagsáælun skólans 2015. Fjárhagsáætluninni vísað til endanlegrar afgreiðslu með heildaráætlun sviðsins.

9.Tónlistarskólinn í Fellabæ - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409144Vakta málsnúmer

Drífa Sigurðardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans í Fellabæ, fylgdi eftir og skýrði tillögu að fjárhagsáælun skólans 2015. Fjárhagsáætluninni vísað til endanlegrar afgreiðslu með heildaráætlun sviðsins.

10.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2015

Málsnúmer 201409136Vakta málsnúmer

Heildaráætlun fræðslusviðs rædd í ljósi þeirra áætlana stofnana sem lagðar hafa verið fram.

Fundi slitið - kl. 20:25.