Tjarnarskógur - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409142

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 30.09.2014

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri Tjarnarskógar, mætti á fundinn í gegnum Skype og fylgdi eftir og skýrði tillögu að fjárhagsáætlun skólans 2015. Hún benti á að hlutfall fagmennaðs fólks hefur aukist talsvert á milli ára.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 14.10.2014

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Tjarnarskógar 2015. Gert er ráð fyrir í áætluninni að leikskólagjöld hækki um 5% frá og með 1. janúar 2015. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2015. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 205. fundur - 15.10.2014

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.