Egilsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409138

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 30.09.2014

Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, fylgdi eftir tillögu að fjárhagsáætlun skólans 2015. Sigurlaug ræddi jafnframt aðstöðu skólans í Íþróttahúsinu sem hún telur óviðunandi eins og málum er skipað nú. Fræðslufulltrúa falið að fara yfir málið með hlutaðeigandi aðilum. Fjárhagsáætluninni vísað til endanlegrar afgreiðslu með heildaráætlun sviðsins.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 14.10.2014

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Egilsstaðaskóla 2015. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2015. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 205. fundur - 15.10.2014

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.