Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 180. fundur - 21.01.2013

Varðandi lið 5 a í fundargerð skólaráðs Egilsstaðaskóla vísar fræðslunefnd erindinu til umfjöllunar í vinnuhóp um umferðaröryggismál. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 185. fundur - 13.05.2013

Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri kynnti fundargerð skólaráðs. Lagt fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 193. fundur - 11.11.2013

Fram kom að ekki er rétt unnið með kostnaðartölur í fundargerðinni og samanburður við aðra skóla því ekki réttur. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 200. fundur - 07.04.2014

Í fundargerðinni kemur fram að skólaráð leggur ríka áherslu á að lokið verði við frágang skólalóðarinnar við Egilsstaðaskóla og að verkið verði sett á þriggja ára áætlun. Fræðslunefnd fer þess á leit við grunnskólastjóra að fjalla um tillögu skólaráðs Egilsstaðaskóla um að hafin verði innleiðing á kennslu með spjaldtölvum fyrir nemendur í 8.-9. bekk á Fljótsdalshéraði og skila mati á tillögunni til fræðslunefndar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 195. fundur - 16.04.2014

Í fundargerðinni kemur fram að skólaráð leggur ríka áherslu á að lokið verði við frágang skólalóðarinnar við Egilsstaðaskóla og að verkið verði sett á þriggja ára áætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til frekari skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Málið er að öðru leyti í vinnslu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 14.10.2014

Ruth Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri Egilsstaðaskóla, fylgdi fundargerðinni úr hlaði. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 07.06.2016

Sigurlaug Jónasdóttir kynnti fundargerðina.

Fræðslunefnd tekur undir bókun skólaráðs Egilsstaðaskóla hvað varðar tímasetningu haustþings og telur rétt að skoðað sé hvort hægt er að halda haustþing grunnskóla utan starfstíma skólanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stefán Bogi Sveinsson vakti athygli á að afar óheppilegt er að halda haustþing kennara á sama tíma og aðalfund SSA.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Líkt og fræðslunefnd tekur bæjarstjórn undir bókun skólaráðs Egilsstaðaskóla hvað varðar tímasetningu haustþings og telur rétt að skoðað sé hvort hægt er að halda haustþing grunnskóla utan starfstíma skólanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.