Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

249. fundur 11. maí 2017 kl. 17:00 - 19:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir 0
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Elínborg Valsdóttir og Helena Rós Einarsdóttir mættu við afgreiðslu liða 1-9 á dagskránni. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Sigríður Klara Sigfúsdóttir og Guðrún Ásta Friðbertsdóttir mættu á fundinn við afgreiðslu liða 7-9. Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla mættu á fundinn við afgreiðslu liða 7-11.

Skólastjórnendur mættu við afgreiðslu vegna sinna stofnana undir liðum 7-10.

1.Ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla 2015-2016

Málsnúmer 201703091Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Skólahreysti

Málsnúmer 201705038Vakta málsnúmer

Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri Brúarásskóla, kynnti erindið og benti á þann kostnað sem hlýst af þátttöku þess skóla sem vinnur Austurlandsriðilil Skólahreysti í aðalkeppninni fyrir sunnan. Hún nefndi þann kost að á fræðslusviði væri sjóður sem skólarnir gætu sótt í bæði vegna Skólahreysti, Nýsköpunarkeppninnar, Legokeppninnar o.þ.h.

Auk þess lagði hún til að í ljósi þess að nú hafa allir grunnskólar Fljótsdalshéraðs unnið Skólahreysti væri unnið að því að koma upp skólahreystibraut í sveitarfélaginu.

Fræðslunefnd mun taka þann lið er varðar kostnað skólanna til skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar og jafnframt mun nefndin leita leiða til að fylgja eftir ósk um skólahreystibraut til viðeigandi aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


3.Brúarásskóli - skóladagatal 2017-2018

Málsnúmer 201705040Vakta málsnúmer

Stefanía Malen Stefánsdóttir kynnti skóladagatal Brúarásskóla 2017-2018. Skóladagatalið hefur bæði hlotið afgreiðslu í Skólaráði og á kennarafundi.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatal Brúarásskóla 2017-2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fellaskóli - skóladagatal 2017-2018

Málsnúmer 201705049Vakta málsnúmer

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla,kynnti skóladagatal Fellaskóla 2017-2018 sem hefur hlotið afgreiðslu kennarahópsins en mun fara til afgreiðslu í skólaráði í næstu viku.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatal Fellaskóla 2017-2018 með fyrirvara um afgreiðslu skólaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Egilsstaðaskóli - skóladagatal 2017-2018

Málsnúmer 201705039Vakta málsnúmer

Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti skóladagatal Egilsstaðaskóla 2017-2018, en skóladagatalið hefur hlotið afgreiðslu í skólaráði og kynningu meðal kennara en á eftir að hljóta formlegt samþykkí á starfsmannafundi.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatal Egilsstaðaskóla 2017-2018 með fyrirvara um samþykki starfsmannafundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2018

Málsnúmer 201705036Vakta málsnúmer

Mál í vinnslu.

8.Framkvæmdir á fræðslusviði 2018

Málsnúmer 201705037Vakta málsnúmer

Mál í vinnslu.

9.Gjaldskrár á fræðslusviði

Málsnúmer 201705041Vakta málsnúmer

Mál í vinnslu.

10.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

11.Nótan - Uppskeruhátíð tónlistarskóla 2017

Málsnúmer 201703058Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:45.