Egilsstaðaskóli - skóladagatal 2017-2018

Málsnúmer 201705039

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 249. fundur - 11.05.2017

Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti skóladagatal Egilsstaðaskóla 2017-2018, en skóladagatalið hefur hlotið afgreiðslu í skólaráði og kynningu meðal kennara en á eftir að hljóta formlegt samþykkí á starfsmannafundi.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatal Egilsstaðaskóla 2017-2018 með fyrirvara um samþykki starfsmannafundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.