Skólahreysti

Málsnúmer 201705038

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 249. fundur - 11.05.2017

Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri Brúarásskóla, kynnti erindið og benti á þann kostnað sem hlýst af þátttöku þess skóla sem vinnur Austurlandsriðilil Skólahreysti í aðalkeppninni fyrir sunnan. Hún nefndi þann kost að á fræðslusviði væri sjóður sem skólarnir gætu sótt í bæði vegna Skólahreysti, Nýsköpunarkeppninnar, Legokeppninnar o.þ.h.

Auk þess lagði hún til að í ljósi þess að nú hafa allir grunnskólar Fljótsdalshéraðs unnið Skólahreysti væri unnið að því að koma upp skólahreystibraut í sveitarfélaginu.

Fræðslunefnd mun taka þann lið er varðar kostnað skólanna til skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar og jafnframt mun nefndin leita leiða til að fylgja eftir ósk um skólahreystibraut til viðeigandi aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.