Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

193. fundur 11. nóvember 2013 kl. 16:00 - 19:10 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Maríanna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Þórður Mar Þorsteinsson og Sigfús Guttormsson sátu fundinn undir liðum 1-6. Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla sat fundinn undir liðum 3-4 og Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, sat fundinn undir liðum 1-3.

1.Egilsstaðaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201311035

Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti málið en umtalsverð forföll hafa verið og eru fyrirséð á þessu ári. Sigurlaug minnir jafnframt á að ekki er kennari á skólabókasafni. Hún óskar eftir heimild til að ráða í 80-100% starf til viðbótar við þá fjárhagsáætlun sem er í vinnslu. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti heimild til umbeðinnar ráðningar en skoðað verði þegar líður á vorönn 2014 hvort þessi viðbót kalli á viðbótarfjárþörf á árinu 2014.

2.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100

Fram kom að ekki er rétt unnið með kostnaðartölur í fundargerðinni og samanburður við aðra skóla því ekki réttur. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3.Grunnskólar - kostnaðarþróun 2006-2014

Málsnúmer 201311038

Fræðslunefnd vekur athygli á því aðhaldi í rekstri skólanna sem fram kemur í kostnaðarþróun á föstu verðlagi 2006-2014.

4.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

Málsnúmer 201305087

Lagt fram til kynningar.

6.Málefni félagsmiðstöðva Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201311030

Stefanía Malen Stefánsdóttir kynnti tillögu að breytingu á skipulagi félagsmiðstöðva. Hún leggur til að starfrækt verði ein félagsmiðstöð á Fljótsdalshéraði. Fræðslunefnd mun taka málið til skoðunar.

7.Málefni Skólamötuneytis

Málsnúmer 201311032

Lagt fram til kynningar.

8.Launaþróun á fræðslusviði 2013

Málsnúmer 201303032

Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur SSA 2013

Málsnúmer 201308064

Lagt fram til kynningar.

10.Ráðning skólastjóra Leikskólans Tjarnarskógar

Málsnúmer 201311036

Bæjarstjóri mætti á fund nefndarinnar og kynnti ferli við undirbúning og tillögu um ráðningu skólastjóra leikskólans Tjarnarskógar. Eftir nokkrar umræður var ákveðið að framvegis fái nefndarmenn upplýsingar um umsækjendur um stjórnendastöður á fræðslusviði áður en niðurstaða um ráðningu er kynnt.

11.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:10.