Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

193. fundur 11. nóvember 2013 kl. 16:00 - 19:10 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Maríanna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Þórður Mar Þorsteinsson og Sigfús Guttormsson sátu fundinn undir liðum 1-6. Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla sat fundinn undir liðum 3-4 og Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, sat fundinn undir liðum 1-3.

1.Egilsstaðaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201311035Vakta málsnúmer

Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti málið en umtalsverð forföll hafa verið og eru fyrirséð á þessu ári. Sigurlaug minnir jafnframt á að ekki er kennari á skólabókasafni. Hún óskar eftir heimild til að ráða í 80-100% starf til viðbótar við þá fjárhagsáætlun sem er í vinnslu. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti heimild til umbeðinnar ráðningar en skoðað verði þegar líður á vorönn 2014 hvort þessi viðbót kalli á viðbótarfjárþörf á árinu 2014.

2.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100Vakta málsnúmer

Fram kom að ekki er rétt unnið með kostnaðartölur í fundargerðinni og samanburður við aðra skóla því ekki réttur. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3.Grunnskólar - kostnaðarþróun 2006-2014

Málsnúmer 201311038Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd vekur athygli á því aðhaldi í rekstri skólanna sem fram kemur í kostnaðarþróun á föstu verðlagi 2006-2014.

4.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

Málsnúmer 201305087Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Málefni félagsmiðstöðva Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201311030Vakta málsnúmer

Stefanía Malen Stefánsdóttir kynnti tillögu að breytingu á skipulagi félagsmiðstöðva. Hún leggur til að starfrækt verði ein félagsmiðstöð á Fljótsdalshéraði. Fræðslunefnd mun taka málið til skoðunar.

7.Málefni Skólamötuneytis

Málsnúmer 201311032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Launaþróun á fræðslusviði 2013

Málsnúmer 201303032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur SSA 2013

Málsnúmer 201308064Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Ráðning skólastjóra Leikskólans Tjarnarskógar

Málsnúmer 201311036Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri mætti á fund nefndarinnar og kynnti ferli við undirbúning og tillögu um ráðningu skólastjóra leikskólans Tjarnarskógar. Eftir nokkrar umræður var ákveðið að framvegis fái nefndarmenn upplýsingar um umsækjendur um stjórnendastöður á fræðslusviði áður en niðurstaða um ráðningu er kynnt.

11.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:10.