Aðalfundur SSA 2013

Málsnúmer 201308064

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 28.08.2013

Lagður fram tölvupóstur dags. 19. ágúst 2013, frá Ólafi Áka Ragnarssyni fyrir hönd stjórnar SSA þar sem óskað er eftir tillögum/málefnum til umræðu og afgreiðslu í nefndum aðalfundar SSA sem haldinn verður 13.og 14.september n.k.

Bæjarráð tók saman nokkrar hugmyndir að umfjöllunarefnum og hefur þeim verið komið á framfæri við SSA með tölvupósti.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 182. fundur - 04.09.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundi SSA mæti til undirbúningsfundar miðvikudaginn 11. september kl. 15:00 þar sem farið verður yfir drög að ályktunum og skipan í nefndir þingsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 23.10.2013

Bæjarráð samþykkir að vísa ályktunum aðalfundar SSA frá 13. og 14. október sl. til viðkomandi nefnda sveitarfélagsins til kynningar og umfjöllunar.

Félagsmálanefnd - 122. fundur - 28.10.2013

Erindi vegna aðalfundar SSA lögð fram til kynningar.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 94. fundur - 11.11.2013

Fyrir liggja ályktanir frá síðasta aðalfundi SSA og varða atvinnumál.

Atvinnumálanefnd tekur undir ályktun 19.6 frá aðalfundi SSA 2013 þar sem skorað er á stjónvöld að ráðast í mannaflsfrekar framkvæmdir, og bendir nefndin í þvi samengi á mikilvægi þess að útrýma einbreiðum brúm á Austurlandi. Það verkefni er mikið umferðaöryggismál en óvenju hátt hlutfall af einbreiðum brúm á Íslandi er að finna á Austurlandi. Einnig vill nefndin hvetja stjórnvöld til að hrinda af stað strax á næsta ári áformum sínum um stóraukna skógrækt. Á Héraði og víðar hefur verið fjárfest mikið í aðstöðu og þekkingu á þessu sviði og því mikilvægt að auknu fé verði varið í þessa mikilvægu atvinnugrein.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 51. fundur - 12.11.2013

Fyrir liggja til kynningar ályktanir síðasta aðalfundar SSA er varða menningar- og íþróttamál.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 13.11.2013

Að tillögu atvinnumálanefndar tekur bæjarráð undir ályktun 19.6 frá aðalfundi SSA 2013 þar sem skorað er á stjórnvöld að ráðast í mannaflsfrekar framkvæmdir, og bendir á í því samengi mikilvægi þess að útrýma einbreiðum brúm á Austurlandi. Það verkefni er mikið umferðaöryggismál en óvenju hátt hlutfall af einbreiðum brúm á Íslandi er að finna á Austurlandi. Einnig vill bæjarráð hvetja stjórnvöld til að hrinda af stað strax á næsta ári áformum sínum um stóraukna skógrækt. Á Héraði og víðar hefur verið fjárfest mikið í aðstöðu og þekkingu á þessu sviði og því mikilvægt að auknu fé verði varið í þessa mikilvægu atvinnugrein.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 13.11.2013

Lagðar fram til kynningar þær ályktanir frá aðalfundi SSA 2013, sem bæjarráð ætti að koma að.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 105. fundur - 13.11.2013

Fyrir liggur ályktun aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi. Eftirfarandi er beint til skipulags- og mannvirkjanefndar: Verkaskipting heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og eftirlitsstofnana á vegum ríkisins og varðveislu menningarminja.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 63. fundur - 26.11.2013

Aðalfundur SSA 2013 - ályktanir
Lagðar fram ályktanir frá aðalfundi SSA

Málinu frestað til næsta fundar

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 64. fundur - 10.12.2013

Aðalfundur SSA 2013
Lagðar fram ályktanir frá aðalfundi SSA

Umhverfis- og héraðsnefnd tekur undir þær ályktanir frá aðalfundi SSA sem snúa að nefndinni. Nefndin leggur til að stefnt verði að frekari samvinnu milli sveitarfélaganna um lausnir. T.d. um sameiginlega stefnu í refa- og minkaveiðum og lausnir varðandi lífrænan úrgang.

Samþykkt með handauppréttingu

Freyr vék af fundi kl. 18:10

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 08.01.2014

Lagðar fram ályktanir frá aðalfundi SSA.
Umhverfis- og héraðsnefnd tekur undir þær ályktanir frá aðalfundi SSA sem snúa að nefndinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð er sammála umhverfis- og héraðsnefnd sem leggur til að stefnt verði að frekari samvinnu milli sveitarfélaganna um lausnir t.d. um sameiginlega stefnu í refa- og minkaveiðum og lausnir varðandi lífrænan úrgang.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.