Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs

94. fundur 11. nóvember 2013 kl. 16:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson formaður
  • Ingvar Ríkharðsson aðalmaður
  • Kristín Björnsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Jónsson varamaður
  • Þórhallur Harðarson varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Bogi Sveinsson
  • Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1."Veiðimessa", viðburður

Málsnúmer 201305162

Á fundinn, undir þessum lið, mætti Heiður Vigfúsdóttir hjá Austurför, og gerir grein fyrir verkefninu.

Atvinnumálanefnd þakkar Heiði góða kynningu á verkefninu. Nefndin felur starfsmanni að vinna áfram að verkefninu með Austurför og öðrum aðilum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Aðalfundur SSA 2013

Málsnúmer 201308064

Fyrir liggja ályktanir frá síðasta aðalfundi SSA og varða atvinnumál.

Atvinnumálanefnd tekur undir ályktun 19.6 frá aðalfundi SSA 2013 þar sem skorað er á stjónvöld að ráðast í mannaflsfrekar framkvæmdir, og bendir nefndin í þvi samengi á mikilvægi þess að útrýma einbreiðum brúm á Austurlandi. Það verkefni er mikið umferðaöryggismál en óvenju hátt hlutfall af einbreiðum brúm á Íslandi er að finna á Austurlandi. Einnig vill nefndin hvetja stjórnvöld til að hrinda af stað strax á næsta ári áformum sínum um stóraukna skógrækt. Á Héraði og víðar hefur verið fjárfest mikið í aðstöðu og þekkingu á þessu sviði og því mikilvægt að auknu fé verði varið í þessa mikilvægu atvinnugrein.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Boð um aukningu hlutafjár í Gróðrarstöðinni Barra ehf.

Málsnúmer 201310125

Fyrir liggur bréf dagsett 24. október 2013, frá Gróðrastöðinni Barra ehf, með annars vegar hvatningu um að hluthafar leggi félaginu til aukið hlutafé eigi hluthafar þess kost og hins vegar að útvíkka hluthafahópinn til að ná áætlun um hlutafjáraukningu.

Á fundinum undir þessum lið sat Björn Ingimarsson, bæjarstjóri.


Atvinnumálanefnd beinir því til bæjarráðs að skoða aukningu á hlutafé Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs um kr. 1.5 milljónir í Gróðrastöðinni Barra ehf.

Samþykkt með fjórum atkvæðum (GÞS, GJ, KMB, IR), en einn sat hjá (ÞH).

Ingvar Ríkharðsson yfirgaf síðan fundinn.

4.Drög að samningi um Atvinnuþróunarsjóð Austurlands

Málsnúmer 201311006

Fyrir liggur tölvupóstur frá Austurbrú, dagsettur 4. nóvember 2013, með drögum að samþykktum fyrir Atvinnuþróunarsjóð Austurlands. Jafnframt er óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til aðildar að sjóðunum fyrir 23. nóvember 2013. Sjóðurinn tæki til starfa 1. janúar 2014.

Atvinnumálanefnd leggur til að Fljótsdalshérað gerist aðili að sjóðnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Dyrfjöll - Stórurð - Gönguparadís. Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 201311018

Fyrir liggur umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Umsóknin ber heitið Dyrfjöll - Stórurð - Gönguparadís. Verkefnið sem umsóknin byggir á samanstendur af lokahönnun og deiliskipulagi fyrir salerni og bílastæði við Vatnsskarðsveg og byggingu þess, auk framkvæmda varðandi merkingar við upphaf og krossgötur leiða og endurbætur á ferðaleiðum sem tengjast Dyrfjöllum og Stórurð. Fyrr á árinu fékkst framlag úr sama sjóði til að láta fara fram hugmyndasamkeppni um bætta aðstöðu fyrir ferðafólk á svæðinu.

Atvinnumálanefnd lýsir ánægju sinni með verkefnið og óskar eftir því að sveitarfélagið láti deiliskipuleggja lóð fyrir þjónustuhús á Vatnsskarði, fáist styrkur til verkefnisins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fundargerð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands, 8.okt.2013

Málsnúmer 201310046

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands frá 8. október 2013.

7.Skapandi greinar á Héraði

Málsnúmer 201310017

Málið var áður á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar.

Atvinnumálanefnd tekur undir ályktun 18.11 frá aðalfundi SSA 2013 um að Austurbrú styðji við verkefnið Make by þorpið og tryggi áframhald á því mikilvæga starfi sem þar hefur verið unnið. Nefndin vekur athygli á mikilvægi skapandi greina til atvinnuþróunar á flestum sviðum og að á Héraði er hátt hlutfall ungs fólks sem menntar sig á þessu sviði. Nefndin bendir einnig á að menningartengd ferðaþjónusta fer mjög vaxandi þar sem vöruþróun á grunni skapandi greina gegnir mikilvægu hlutverki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Starfsáætlun atvinnumálanefndar fyrir 2014

Málsnúmer 201309073

Fyrir liggja drög að starfsáætlun atvinnumálanefndar fyrir 2014. Afgreiðslu frestað til næsta fundar nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022

Málið var áður á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar. Þá var eftirfarandi bókað:
"Á fundi bæjarstjórnar 30. september 2013, var eftirfarandi bókað: "Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að nýta uppsagnarákvæði í núgildandi samningi um rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum. Bæjarstjóra falið að ganga frá uppsögninni."

Atvinnumálanefnd leggur til að uppsagnarfresti samningsins ljúki um næstu áramót. Stefnt verði að því að ákvörðun um rekstrarfyrirkomulag tjaldsvæðisins verði tekin á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Unique Iceland East

Málsnúmer 201311037

Fyrir liggur tilboð um sameiginlega kynningu sveitarfélaga á Austurlandi um borð í flugvélum Icelandair.

Atvinnumálanefnd leggur til að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu frá og með næsta ári með kr. 350 þúsund sem takist af lið 13.63.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Ferðaþjónusta er einn af helstu vaxtasprotum atvinnulífsins um þessar mundir. Því er mikilvægt að yfirvöld sveitarfélagsins sem og allir hagsmunaaðilar leggist á eitt um að gera Héraðið að áhugaverðum áfangastað þar sem gestir vilja dvelja og njóta þjónustu atvinnulífsins.

Atvinnumálanefnd leggur áherslu á að við gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar sveitarfélagsins fyrir næsta ár verði eins og kostur er tekið tillit til tillagna nefndarinnar er fram koma í aðgerðaáætlun verkefnisins Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað. Þær tillögur snúast m.a. um lagfæringar á umhverfi aðkomuleiða að þéttbýlinu Egilsstaðir / Fellabær, uppbyggingu, lagfæringar og ásýnd miðbæjar Egilsstaða, merkingar og vegvísa og áfangastaði og uppbyggingu og aðgengi að þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.