"Veiðimessa", viðburður

Málsnúmer 201305162

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 91. fundur - 27.05.2013

Á fundinn undir þessum lið mætti Heiður Vigfúsdóttir frá Austurför og gerir grein fyrir verkefninu.

Atvinnumálanefnd fagnar þeirri hugmynd að verkefni sem kynnt var og styrkt hefur verið af atvinnumálasjóði sveitarfélagsins. Nefndin telur viðburðinn geta verið mikilvægan lið í að draga fram tækifæri Héraðsins til veiða og útivistar, en jafnframt aðrar tengdar greinar s.s. matvælaframleiðslu, verslun, veitingar ofl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 29.05.2013

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og fagnar framkomnum hugmyndum að verkefninu.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 179. fundur - 05.06.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar framkomnum hugmyndum að viðburðum eins og veiðimessu sem kynntar voru á fundi atvinnumálanefndar nýlega.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 94. fundur - 11.11.2013

Á fundinn, undir þessum lið, mætti Heiður Vigfúsdóttir hjá Austurför, og gerir grein fyrir verkefninu.

Atvinnumálanefnd þakkar Heiði góða kynningu á verkefninu. Nefndin felur starfsmanni að vinna áfram að verkefninu með Austurför og öðrum aðilum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.