Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

233. fundur 29. maí 2013 kl. 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Árni Kristinsson
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Sigrún Blöndal sat fundinn fyrstu tvo liði hans, en þá tók Árni Kristinsson sæti hennar.

1.Fundur byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 16.maí 2013

Málsnúmer 201305131

Fundargerð lögð fram til kynningar.

2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Engin erindi bárust í síðasta vitalstíma bæjarfulltrúa á þessu vori, sem var 17. maí sl.

3.Ársfundur Austurbrúar ses. 2013

Málsnúmer 201305182

Bæjarráð samþykkir að fela Birni Ingimarssyni að fara með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundi Austurbrúar, sem haldinn verður á Seyðisfirði þann 31. maí kl. 14:00. Varamaður verði Stefán Bogi Sveinsson.

4.Stöðvun á nauðungarsölum án dómsúrskurðar

Málsnúmer 201305171

Lagt fram til kynningar opið bréf til sveitarstjórna á landsvísu, frá Hagsmunasamtökum heimilanna varðandi nauðungarsölur og aðrar fullnustugerðir.

5.Siðareglur

Málsnúmer 201305150

Lögð fram drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.

Umræðu frestað.

6.Samþykktir

Málsnúmer 201305149

Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum fyrir stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs, en þau byggja á fyrirmynd Innanríkisráðuneytisins að slíkum samþykktum fyrir sveitarfélög.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að vísa drögum að samþykktum um stjórn og fundasköp Fljótsdalshéraðs, með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


Björn Ingimarsson vék hér af fundi, en hann hafði verið í símasambandi við fundarmenn.

7.Landssambandsfundur Soroptimistasambands Íslands

Málsnúmer 201211050

Lagt fram til kynningar bréf frá Soroptimistaklúbbi Austurlands, dags. 15. maí 2012 þar sem þakkað er fyrir veittan stuðning við móttöku fulltrúa á Landssambandsfund samtakanna sem haldinn var á Egilsstöðum dagana 19.-20. apríl 2013.

8.Sveitarfélög og Fjármálaeftirlitið

Málsnúmer 201305127

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að hafna erindinu.

9.Aðalfundur Gróðrarstöðvar Barra ehf.v.2012

Málsnúmer 201303158

Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Ársfundur Menningarráðs Austurlands 2013

Málsnúmer 201304176

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsar fjárhagslegar upplýsingar úr bókhaldinu.

Varðandi ráðstefnu í Moldö í Noregi sem Fljótsdalshéraði stóð til boða að senda fulltrúa á, samþykkti bæjarráð með handauppréttingu að senda ekki fulltrúa að þessu sinni.

Kynntar hugmyndir að úrbótum á tölvumálum í fundarsölum á Lyngási 12 og kostnaður við það. Samþykkt að greina þarfir fundarmanna betur og taka saman frekari upplýsingar fyrir næsta fund bæjarráðs.

12.Fundargerð 150. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201305114

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.1.Egilsstaðaflugvöllur

Málsnúmer 201305163

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að taka undir eftirfarandi bókun atvinnumálanefndar:
Undanfarin ár hefur ferðamönnum til Íslands fjölgað hratt og stöðugt. Allt bendir til þess að sú þróun haldi áfram. Í ljósi þess hvetur atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs hagsmunasamtök í ferðaþjónustu, flugrekstraraðila og yfirvöld flug- og ferðamála á Íslandi til að vinna að því að Egilsstaðaflugvöllur verði enn frekar nýttur sem millilandaflugvöllur og hann verði þannig ein af megingáttum flugfarþega inn og út úr landinu. Stöðug fjölgun á erlendum ferðamönnum til landsins kallar á skynsamlega dreifingu þeirra, m.a. til að sporna við of miklu álagi á viðkvæmar náttúruperlur á suðvesturhorni Íslands svo og til að stuðla að sem kraftmestum atvinnurekstri ferðaþjónustunnar um allt landið. Atvinnumálanefnd bendir jafnframt á að með hækkandi eldsneytisverði og sífellt auknum umhverfiskröfum þá hljóti að vera hagkvæmt að horfa til sem stystu flugleiða milli Evrópu og Íslands. Með þetta að leiðarljósi telur atvinnumálanefnd það vera þjóðhagslega skynsamlegt að nýta það mannvirki sem flugvöllurinn á Egilsstöðum er, til enn frekara millilandaflugs, samhliða Keflavíkurflugvelli.

12.2.Fyrirkomulag kynningar- og auglýsingamála 2013

Málsnúmer 201304011

Í vinnslu.

12.3.Styrkumsókn vegna kynningarmyndbands um Stórurð ofl

Málsnúmer 201304185

Afgreiðsla atvinnumálanefndar staðfest.

12.4.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Bæjarráð staðfestir þá afgreiðslu atvinnumálanefndar að lagt verði fjármagn allt að kr. 1 milljón úr atvinnumálasjóði sveitarfélagsins, til að kosta aðkomu Fljótsdalshéraðs að verkefni Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs varðandi uppbyggingu á þjónustu fyrir olíuleit á Drekasvæðinu.

12.5.Beiðni um stuðning Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs við Kjötvinnsluna Snæfell

Málsnúmer 201305155

Gunnar Jónsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa liðar.

Fyrir liggur erindi frá Sláturfélagi Austurlands, dagsett 23. maí 2013, þar sem þess er farið á leit að Atvinnumálasjóður Fljótsdalshéraðs taki þátt í fjármögnun Kjötvinnslunnar Snæfells.

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og fagnar framtaki Sláturfélagsins með opnun kjöt- og fiskverslunar sem ekki hvað síst sérhæfir sig í sölu á afurðum úr héraði og telur tilkomu hennar styðja við þá grósku sem er í framleiðslu á austfirskum matvælum.
Jafnframt staðfestir bæjarráð þá afgreiðslu atvinnumálanefndar að verkefninu verði boðið lán frá atvinnumálasjóði að upphæð 1.5 milljón krónur sem skal endurgreiðast á þremur árum með möguleika á breytingu þess í hlutafé.
Starfsmanni atvinnumálanefndar, í samráði við fjármálastjóra, falið að útfæra samning í samræmi við samþykktir sjóðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (GJ)

12.6."Veiðimessa", viðburður

Málsnúmer 201305162

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og fagnar framkomnum hugmyndum að verkefninu.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

13.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 91

Málsnúmer 1305013

Fundargerðin staðfest.

14.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Lögð fram drög að rammaáætlun ársins 2014, en þau voru kynnt á síðasta fundi bæjarráð.

Að lokinni yfirferð bæjarráðs yfir tillögurnar, samþykkti bæjarráð að vísa rammaáætluninni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Hér vék Sigrún Blöndal af fundi en Árni Kristinsson tók sæti hennar.

Fundi slitið.