Fyrirkomulag kynningar- og auglýsingamála 2013

Málsnúmer 201304011

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 89. fundur - 08.04.2013

Atvinnumálanefnd felur starfsmanni að setja kynningarbækling um Héraðið í vinnslu að upphæð allt að kr. 400.000 sem takist af lið 13.63. Þá felur nefndin starfsmanni að undirbúa gerð kynningarvefs, visitegilsstadir.is, í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir um stofnkostnað allt að kr. 1.200 þúsund. Jafnframt að leita eftir samstarfi við hagsmunaaðila verslunar og ferðaþjónustu á Héraði um rekstur vefsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 10.04.2013

Bæjarráð staðfestir tillögu atvinnumálanefndar um að leggja kr. 400.000 í kynningarbækling um Héraðið. Fjármagnið verði tekið af lið 13-63.

Jafnframt að starfsmanni nefndarinnar verði falið að undirbúa gerð kynningarvefs; visitegilsstadir.is í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir. Fjármagn til verkefnisins, allt að kr. 1.200.000 verði tekið af lið 13-63.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 176. fundur - 17.04.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu atvinnumálanefndar þess efnis að lagðar verði kr. 400.000 í kynningarbækling um Héraðið. Fjármagnið verði tekið af lið 13-63.

Jafnframt að starfsmanni nefndarinnar verði falið að undirbúa gerð kynningarvefs; visitegilsstadir.is í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir. Fjármagn til verkefnisins, allt að kr. 1.200.000 verði tekið af lið 13-63.

Samþykkt samhljóða með handauppréttinu.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 91. fundur - 27.05.2013

Gerð grein fyrir stöðu verkefnis um gerð kynningarefnis fyrir fjárfesta og atvinnulíf. Formaður og starfsmaður kynntu stöðu verkefnisins, en m.a. er öflun gagna hafin og er markmiðið að verkefninu ljúki í vetrarbyrjun.