- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Bæjarráð staðfestir tillögu atvinnumálanefndar um að leggja kr. 400.000 í kynningarbækling um Héraðið. Fjármagnið verði tekið af lið 13-63.
Jafnframt að starfsmanni nefndarinnar verði falið að undirbúa gerð kynningarvefs; visitegilsstadir.is í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir. Fjármagn til verkefnisins, allt að kr. 1.200.000 verði tekið af lið 13-63.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu atvinnumálanefndar þess efnis að lagðar verði kr. 400.000 í kynningarbækling um Héraðið. Fjármagnið verði tekið af lið 13-63.
Jafnframt að starfsmanni nefndarinnar verði falið að undirbúa gerð kynningarvefs; visitegilsstadir.is í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir. Fjármagn til verkefnisins, allt að kr. 1.200.000 verði tekið af lið 13-63.
Samþykkt samhljóða með handauppréttinu.
Atvinnumálanefnd felur starfsmanni að setja kynningarbækling um Héraðið í vinnslu að upphæð allt að kr. 400.000 sem takist af lið 13.63. Þá felur nefndin starfsmanni að undirbúa gerð kynningarvefs, visitegilsstadir.is, í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir um stofnkostnað allt að kr. 1.200 þúsund. Jafnframt að leita eftir samstarfi við hagsmunaaðila verslunar og ferðaþjónustu á Héraði um rekstur vefsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.