Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs

89. fundur 08. apríl 2013 kl. 16:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir varamaður
  • Þórhallur Harðarson varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022

Fyrir liggur tölvupóstur frá Jónasi Helgasyni, dagsettur 11. mars 2013, þar sem farið er yfir viðhalds- aðbúnaðarmál og rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum.

Atvinnumálanefnd leggur til við þjónustu- og fasteignafulltrúa að á árinu 2013 verði m.a. unnin eftirfarandi viðhaldsverkefni á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum:

  • Settir verði gjaldmælar á þvottavélar og þurrkara í þjónustuhúsi.
  • Grillhús sem áður var á gamla tjaldsvæðinu verði fært á núverandi tjaldsvæði og lagt að því rafmagn.
  • Öryggi í rafmagnsstaurum á tjaldsvæði verði öll uppfærð í 16 amper.

Lagt er til að á fjárhagsáætlun 2014 verði gert ráð fyrir stækkun tjaldsvæðisins til suðurs í samræmi við skipulag svæðisins og að rafmagnshlið verði sett við tjaldsvæðið.

Formanni og starfsmanni falið að svara rekstraraðila að öðru leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Aðalfundur Gróðrarstöðvar Barra ehf.v.2012

Málsnúmer 201303158

Fyrir liggur fundarboð til hluthafa á aðalfund Barra ehf, en fundurinn verður haldinn 16. apríl 2013.

Formanni atvinnumálanefndar falið í samráði við bæjarráð að skipa fulltrúa í stjórn Barra. Nefndin fer fram á að stjórnarmaður komi úr röðum stjórnenda sveitarfélagsins eða úr stjórn atvinnumálasjóðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Atvinnuþróunarsjóður Austurlands 2013

Málsnúmer 201303092

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands frá 7. mars 2013 og tillögur um framtíð sjóðsins.

4.Sóknaráætlun Austurlands 2013

Málsnúmer 201303073

Fyrir liggur til kynningar Sóknaráætlun Austurlands ásamt stöðumati.

Nefndin fagnar þeim áherslum sem lögð er á markaðssetningu svæðisins, m.a. Egilsstaðaflugvöll sem eitt af meginverkefnum áætlunarinnar fyrir 2013.

Nefndin saknar hins vegar að gerð sé grein fyrir skógrækt sem einu af sóknarfærum svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Atvinnumálanefnd, uppgjör 2012

Málsnúmer 201303100

Lagt fram til kynningar uppgjör 2012 vegna atvinnumálanefndar.

6.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Fyrir liggja tillögur atvinnumálanefndar um helstu fjárfestinga- og viðhaldsverkefni 2014 sem nefndin vísar til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fyrirkomulag kynningar- og auglýsingamála 2013

Málsnúmer 201304011

Atvinnumálanefnd felur starfsmanni að setja kynningarbækling um Héraðið í vinnslu að upphæð allt að kr. 400.000 sem takist af lið 13.63. Þá felur nefndin starfsmanni að undirbúa gerð kynningarvefs, visitegilsstadir.is, í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir um stofnkostnað allt að kr. 1.200 þúsund. Jafnframt að leita eftir samstarfi við hagsmunaaðila verslunar og ferðaþjónustu á Héraði um rekstur vefsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Atvinnumálasjóður 2013

Málsnúmer 201211032

Fyrir liggja fjórar umsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, en umsóknarfrestur var til 5. apríl 2013.

Nefndin frestar afgreiðslu umsókna til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:15.