Atvinnuþróunarsjóður Austurlands 2013

Málsnúmer 201303092

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 89. fundur - 08.04.2013

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands frá 7. mars 2013 og tillögur um framtíð sjóðsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 10.04.2013

Bæjarráð tekur undir þær tillögur sem fram komu í gögnum og leggur til að unnið verði samkvæmt þeim.

Bæjarráð gerir þó fyrirvara um það hlutfall sem gert er ráð fyrir að Austurbrú geti ráðstafað til eigin verkefna og telur mikilvægt að sveitarfélögin komist að samkomulagi um þennan þátt.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 176. fundur - 17.04.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir þær tillögur sem fram komu í gögnum og leggur til að unnið verði samkvæmt þeim.

Bæjarstjórn gerir þó fyrirvara um það hlutfall sem gert er ráð fyrir að Austurbrú geti ráðstafað til eigin verkefna og telur mikilvægt að sveitarfélögin komst að samkomulagi um þennan þátt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu..

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 11.06.2013

Bæjarráð vísar til þess að á aðalfundi Atvinnuþróunarsjóðs sem haldinn var 10. júní sl. var samþykkt að leggja sjóðinn niður í núverandi mynd og ganga til samninga milli sveitarfélaga á Austurlandi, SSA og Austurbrúar um nýjan sjóð sem taki við hlutverki hans. Fljótsdalshérað lýsir yfir stuðningi við stofnun nýs sjóðs innan Austurbrúar og mun koma sínum sjónarmiðum á framfæri við þær samningaviðræður.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 180. fundur - 19.06.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir bókun bæjaráðs og vísar til þess að á aðalfundi Atvinnuþróunarsjóðs sem haldinn var 10. júní sl. var samþykkt að leggja sjóðinn niður í núverandi mynd og ganga til samninga milli sveitarfélaga á Austurlandi, SSA og Austurbrúar um nýjan sjóð sem taki við hlutverki hans. Fljótsdalshérað lýsir yfir stuðningi við stofnun nýs sjóðs innan Austurbrúar og mun koma sínum sjónarmiðum á framfæri við þær samningaviðræður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.