- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Bæjarráð tekur undir þær tillögur sem fram komu í gögnum og leggur til að unnið verði samkvæmt þeim.
Bæjarráð gerir þó fyrirvara um það hlutfall sem gert er ráð fyrir að Austurbrú geti ráðstafað til eigin verkefna og telur mikilvægt að sveitarfélögin komist að samkomulagi um þennan þátt.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir þær tillögur sem fram komu í gögnum og leggur til að unnið verði samkvæmt þeim.
Bæjarstjórn gerir þó fyrirvara um það hlutfall sem gert er ráð fyrir að Austurbrú geti ráðstafað til eigin verkefna og telur mikilvægt að sveitarfélögin komst að samkomulagi um þennan þátt.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu..
Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands frá 7. mars 2013 og tillögur um framtíð sjóðsins.