Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 13.02.2013


Fjárhagsáætlun 2014.

Farið var yfir nýjar hugmyndir að vinnulagi við undirbúning fjárhagaáætlunar, sem fellst í því að hver nefnd fyrir sig fari yfir sínar starfs- og fjárhagaáætlanir og vinna út frá þeim fjárþörf ársins 2014. Þær tölur verði svo hafðar til hliðsjónar við gerð rammaáætlunar sem lögð verði fram í júní, eins og gert hefur verið síðustu ár. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fela nefndum sveitarfélagsins framangreinda vinnu og skila áætlunardrögum sínum fyrir 19. apríl n.k.

Gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að beina því til allra nefnda sveitarfélagsins að þær leggi fram til bæjarráðs forgangslista yfir 3-5 nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni sveitarfélagsins sem eru á þeirra vegum. Miða skal við að listinn berist til bæjarráðs fyrir næstu páska og mun bæjarráð taka ákvörðun um áframhaldandi vinnu við gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 171. fundur - 20.02.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir tillögur bæjarráðs um undirbúningsvinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2014 og gerð áætlunar vegna stærri viðhalds- og fjárfestingaverkefna næstu ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 182. fundur - 25.02.2013

Fræðslufulltrúa falið að kalla eftir tillögum frá forstöðumönnum stofnana um aðkallandi verkefni á sviði nýframkvæmda og stærra viðhalds. Sömuleiðis verði kallað eftir tillögum að fjárhagsáætlunum fyrir stofnanirnar fyrir 2014.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 26.02.2013

Fjárhagsáætlun 2014

Umhverfis- og héraðsnefnd ætlar að halda aukafund vegna fjárhagsáætlunar 2014 12. mars n.k. kl. 17:00. Samþykkt með handauppréttingu.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 88. fundur - 11.03.2013

Fyrir liggur bókun bæjarráðs frá 13. febrúar 2013, sem staðfest var í bæjarstjórn 20. febrúar 2013, svo hljóðandi:
Farið var yfir nýjar hugmyndir að vinnulagi við undirbúning fjárhagaáætlunar, sem fellst í því að hver nefnd fyrir sig fari yfir sínar starfs- og fjárhagaáætlanir og vinna út frá þeim fjárþörf ársins 2014. Þær tölur verði svo hafðar til hliðsjónar við gerð rammaáætlunar sem lögð verði fram í júní, eins og gert hefur verið síðustu ár. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fela nefndum sveitarfélagsins framangreinda vinnu og skila áætlunardrögum sínum fyrir 19. apríl n.k.

Gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að beina því til allra nefnda sveitarfélagsins að þær leggi fram til bæjarráðs forgangslista yfir 3-5 nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni sveitarfélagsins sem eru á þeirra vegum. Miða skal við að listinn berist til bæjarráðs fyrir næstu páska og mun bæjarráð taka ákvörðun um áframhaldandi vinnu við gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar.

Eftirfarandi bókað:
Formanni og starfsmanni falið að vinna drög að forgangslista yfir nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni og senda þau til nefndarmanna. Málið verði tekið til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 45. fundur - 12.03.2013

Fyrir liggur bókun bæjarráðs frá 13. febrúar 2013, sem staðfest var í bæjarstjórn 20. febrúar 2013, svo hljóðandi:
Farið var yfir nýjar hugmyndir að vinnulagi við undirbúning fjárhagaáætlunar, sem fellst í því að hver nefnd fyrir sig fari yfir sínar starfs- og fjárhagaáætlanir og vinna út frá þeim fjárþörf ársins 2014. Þær tölur verði svo hafðar til hliðsjónar við gerð rammaáætlunar sem lögð verði fram í júní, eins og gert hefur verið síðustu ár. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fela nefndum sveitarfélagsins framangreinda vinnu og skila áætlunardrögum sínum fyrir 19. apríl n.k.

Gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að beina því til allra nefnda sveitarfélagsins að þær leggi fram til bæjarráðs forgangslista yfir 3-5 nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni sveitarfélagsins sem eru á þeirra vegum. Miða skal við að listinn berist til bæjarráðs fyrir næstu páska og mun bæjarráð taka ákvörðun um áframhaldandi vinnu við gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar.

Menningar- og íþróttanefnd felur formanni og starfsmanni að vinna drög að forgangslista yfir nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni og senda þau til nefndarmanna til samþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 91. fundur - 13.03.2013

Fyrir liggur bókun bæjarráðs frá 13. febrúar 2013, sem staðfest var í bæjarstjórn 20. febrúar 2013, svo hljóðandi:
Farið var yfir nýjar hugmyndir að vinnulagi við undirbúning fjárhagaáætlunar, sem fellst í því að hver nefnd fyrir sig fari yfir sínar starfs- og fjárhagaáætlanir og vinna út frá þeim fjárþörf ársins 2014. Þær tölur verði svo hafðar til hliðsjónar við gerð rammaáætlunar sem lögð verði fram í júní, eins og gert hefur verið síðustu ár. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fela nefndum sveitarfélagsins framangreinda vinnu og skila áætlunardrögum sínum fyrir 19. apríl n.k.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanfnd samþykkir að fela formanni og starfsmönnum að vinna drög að forgangsröðun

nýframkvæmda og stærri viðhaldsverkefna og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Félagsmálanefnd - 114. fundur - 18.03.2013

Bókun bæjarráðs frá febrúar sl. tekin til umfjöllunar þar sem óskað er eftir að nefndin fari yfir sínar starfs- og fjárhagsáætlanir og vinni út frá þeim yfirlit yfir fjárþörf fyrir árið 2014. Auk þess er nefndinni gert að vinna lista yfir 3 - 5 forgangsverkefni er lúta að nýframkvæmdum og stærri viðhaldsverkefnum sem nefndin sér ástæðu til að hrinda í framkvæmd á komandi ári. Formanni, varaformanni og félagsmálastjóra er falið að vinna ofangreinda vinnu og senda bæjarráði.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 55. fundur - 26.03.2013

Fjárhagsáætlun 2014 og þriggja ára áætlun

Umhverfis- og héraðsnefnd hefur unnið áætlun um umhverfisverkefni komandi ára út frá ábendingum íbúa og skv. fyrri starfsáætlun nefndarinnar. Nefndin leggur til að verkefnin; Tjarnagarður, Selskógur og Merkingar séu forgangsverkefni 1-3 og verkefnin; Aðkoma í þéttbýli, Hundasvæði og Krummaklettar (reiðhjólatorfærubraut) komi þar á eftir.

Nefndin bendir á að í áætluninni er gert ráð fyrir uppbyggingu og viðhaldi göngu- og hjólreiðastíga og óskar formaður eftir að kynna verkefnið fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 174. fundur - 03.04.2013

Vísað til bæjarráðs til frekari úrvinnslu.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 89. fundur - 08.04.2013

Fyrir liggja tillögur atvinnumálanefndar um helstu fjárfestinga- og viðhaldsverkefni 2014 sem nefndin vísar til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 46. fundur - 09.04.2013

Fyrir liggja tillögur menningar- og íþróttanefndar vegna helstu fjárfestinga- og viðhaldsverkefna 2014.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárfestinga- og viðhaldsverkefnum og vísar þeim til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 10.04.2013

Tillögum atvinnumálanefndar vísað til vinnu við gerð rammaáætlunar.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 90. fundur - 22.04.2013

Fyrir liggja tillögur atvinnumálanefndar vegna starfs- og fjárhagaáætlunar ársins 2014, vegna undirbúnings að gerð rammaáætlunar.

Með áætlun sinni vill atvinnumálanefnd leggja áherslu á mikilvægi þess að styrkja stöðu atvinnumálafulltrúa með aðgangi að 50% stöðugildi. En í upphafi kjörtímabils voru störf atvinnumálafulltrúa og menningar- og íþróttafulltrúa sameinuð í eitt. Nefndin telur mikilvægt að reynt sé að bregðast við svo betur megi vinna með sóknarfæri svæðisins, ekki síst á sviði ferðaþjónustu.

Áætluninni að öðru leyti vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 47. fundur - 23.04.2013

Fyrir liggja tillögur menningar- og íþróttanefndar vegna starfs- og fjárhagaáætlunar ársins 2014, vegna undirbúnings að gerð rammaáætlunar.

Á fundinn undir þessum lið mættu eftirfarandi forstöðumenn í þessari röð: Hreinn Halldórsson, Unnur B. Karlsdóttir, Halldór Waren og Jóhanna G. Hafliðadóttir.

Áætluninni vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 57. fundur - 23.04.2013

Fjárhagsáætlun 2014

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun. Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 24.04.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti m.a. fyrstu samantekt sína á drögum að fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2014, á grundvelli tillagna frá nefndum.

Einnig lágu fyrir fundinum þær tillögur sem fyrir liggja frá nefndum um forgangsröðum framkvæmda og stærri viðhaldsverkefna næstu ár, sem bæjarstjórn óskaði eftir að nefndirnar skiluðu frá sér fyrir páska.

Að lokinni frumkynningu samþykkti bæjarráð með handauppréttingu að vísa tillögunum til áframhaldandi vinnslu hjá fjármálastjóra og síðan til skoðunar á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar að fjárhagsáætlun 2014 verði vísað til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að drögum að fjárhagsáætlun menningar- og íþróttanefndar fyrir árið 2014 verði vísað til bæjarráðs, ásamt fylgigögnum og tillögum nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 15.05.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynntu samantekt sína á tillögum nefnda að fjárhagsáætlun 2014, en út frá þeim tillögum var ætlunin að vinna rammann að fjárhagsáætlun 2014, sem stefnan er að gefa út í júní nk.

Að lokinni yfirferð yfir samantektina var samþykkt að vísa henni til frekari vinnslu á næsta fundi bæjarráðs. Gert er svo ráð fyrir að bæjarstjórn afgreiði rammaáætlun ársins 2014 á fyrri fundi sínum í júní.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 29.05.2013

Lögð fram drög að rammaáætlun ársins 2014, en þau voru kynnt á síðasta fundi bæjarráð.

Að lokinni yfirferð bæjarráðs yfir tillögurnar, samþykkti bæjarráð að vísa rammaáætluninni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Hér vék Sigrún Blöndal af fundi en Árni Kristinsson tók sæti hennar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 179. fundur - 05.06.2013

Lögð fram rammaáætlun ársins 2014. Áætlunin var forunnin af forstöðumönnum, nefndum Fljótsdalshéraðs og starfsmönnum þeirra. Bæjarstjóri og fjármálastjóri stilltu tillögur nefndanna síðan af miðað við afkomumarkmið bæjarstjórnar og lögðu gögnin svo fyrir bæjaráð til frekari úrvinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir rammaáætlun ársins 2014, eins og bæjarráð afgreiddi hana frá sér. Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að koma rammanum út til viðkomandi nefnda sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 11.06.2013

Nú liggur fyrir samþykktur rammi frá bæjarstjórn vegna fjárhagsáætlunar 2014. Fjármálastjóri hefur þegar sent hann út til formanna og starfsmanna nefnda til undirbúnings gerðar fjárhagsáætlunar á haustdögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu að á næsta fundi bæjarráðs verði teknar til umræðu frá nefndum tillögur varðandi forgangsröðun framkvæmda og stærri viðhaldsverkefna.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 15.07.2013

Lagt fram bréf frá Sambandi Ísl. svfél. með leiðbeinandi upplýsingum vegna fjárhagsáætlunargerðar ársins 2014.
Gögnin verða tekin til frekari skoðunar við endanlega vinnslu fjárhagsáætlunarinnar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 14.08.2013

Lögð fram vinnuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2014. Bæjarráð staðfestir áætlunina.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 92. fundur - 10.09.2013

Fyrir fundinum liggur rammaáætlun 2014 sem samþykkt var í bæjarstjórn 5. júní 2013. Samkvæmt henni lækkar liðurinn Atvinnumál um 2.5 milljónir miðað við þær tillögur til fjárhagsáætlunar sem atvinnumálanefnd samþykkti á fundi sínum í apríl s.l.

Mikil vinna hefur verið lögð í það undanfarna mánuði með fulltrúum frá hagsmunaaðilum verslunar og ferðaþjónustu á Héraði að ræða og móta leiðir til að efla þessar atvinnugreinar enn frekar. Nú liggja fyrir fyrstu drög að aðgerðaáætlun í þeim efnum, sbr. málsliðurinn Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað hér fyrr á fundinum. Atvinnumálanefnd leggur til að fjárhagsáætlun nefndarinnar frá í vor standi óbreytt. Reynist það ekki unnt er lagt til að Atvinnumálasjóður Fljótsdalshéraðs leggi verkefninu til allt að þrjár milljónir á árinu 2014 vegna markaðs- og kynningarfulltrúa. Markmiðið með honum er að vinna að markaðs- og kynningarmálum Héraðsins og framgangi þeirra leiða sem fram koma í fyrrnefndri aðgerðaáætlun, í samstarfi við hagsmunaaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 49. fundur - 10.09.2013

Fyrir liggur rammaáætlun 2014 sem samþykkt var í bæjarstjórn 5. júní 2013. Samkvæmt henni lækkar liðurinn Menningarmál um 2.5 milljónir og Íþróttamál um 2 milljónir miðað við þær tillögur til fjárhagsáætlunar sem menningar- og íþróttanefnd samþykkti á fundi sínum í apríl s.l.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að ramminn fyrir Menningarmál verði 112.867.000 sem er í samræmi við samþykktan fjárhagsramma bæjarstjórnar, og 231.340.000 sem er 1.227.000 hærri er samþykktur fjárhagsrammi bæjarstjórnar. Þessum mismun verði mætt með auknum tekjum sem forstöðumanni íþróttamiðstöðvar verði falið að gera tillögur að hvernig verði aflað. Að öðru leyti er vísað til fjárhagsáætlunar nefndinarinnar sem lá fyrir á fundinum.

Menningar- og íþróttanefnd beinir því til bæjarráðs að fundin verði varanleg lausn á gæslumálum í búningsklefum á skólatíma í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.

Nefndin leggur til, að ósk forstöðumanns Bókasafns Héraðsbúa, að starfshlutfall hans verði hækkað úr 50% í 70% starfshlutfall en að sama skapi lækkað úr 50% í 30% starfshlutfall fyrir stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 61. fundur - 24.09.2013

Fjárhagsáætlun umhverfis- og héraðsnefndar fyrir árið 2014.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir áætlunina.

Samþykkt með handauppréttingu

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 50. fundur - 08.10.2013

Á síðasta fundi nefndarinnar var fjallað um gæslumál í búningsklefum á skólatíma í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Menningar- og íþróttanefnd leggur áherslu á að fundin sé varanleg lausn þannig að gæsla í búningsklefum á skólatíma, í íþróttahúsinu á Egilslstöðum, sé fullnægjandi. Því leggur nefndin til að veitt verði viðbótarfjármagni til þessa sem nemi kr. 945 þúsund fyrir árið 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 09.10.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti fyrstu drög að samandregnum áætlunum frá nefndum.

Málið áfram í vinnslu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 185. fundur - 16.10.2013

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 23.10.2013

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálstjóri lagði fram drög að samantekinni fjárhagsáætlun 2014. Nú hafa allar nefndir og forstöðumenn skilað sínum áætlunum, sem taka áttu mið af rammaáætluninni sem gefin var út sl. sumar. Sú rammaáætlun m.a. byggði á frumáætlun deilda sem nefndirnar skiluðu inn sl. vor.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að lokinni yfirferð yfir áætlunina og nokkrar minniháttar breytingar á fyrirliggjandi tillögu, samþykkti bæjarráð að vísa fjárhagsáætlun 2014, til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 186. fundur - 06.11.2013

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn fjárhagsáætlun 2014, ásamt þriggja ára áætlun. Nú hafa allar nefndir og forstöðumenn skilað sínum áætlunum, sem taka áttu mið af rammaáætluninni sem gefin var út sl. sumar. Sú rammaáætlun m.a. byggði á frumáætlun deilda sem nefndirnar skiluðu inn sl. vor.

Aðrir sem til máls tóku voru eftirtaldir: Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Páll Sigvaldason, Gunnar Jónsson, Ruth Magnúsdóttir, Karl Lauritzson, Eyrún Arnardóttir, Páll Sigvaldason, Gunnar Jónsson og Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að lokinni yfirferð yfir áætlunina, samþykkti bæjarstjórn að vísa fjárhagsáætlun 2014, ásamt þriggja ára áætlun 2015 - 2017, til bæjarráðs til undirbúnings fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn, sem fyrirhuguð er 20. nóvember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 186. fundur - 06.11.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að halda opinn kynningarfund um fjárhagsáætlun næsta árs milli fyrstu og annarrar umræðu í bæjarstjórn. Fundurinn verði haldinn þriðjudaginn 12. nóvember kl. 20:00. Bæjarstjóra falið að velja fundarstað, undirbúa fundinn og kynna hann.
Umfjöllun um fjárhagsáætlun að öðru leyti vísað til liðar 8 á dagskránni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Karl Lauritzson lagði fram eftirfarandi bókun, f.h. fulltrúa L og D lista.

Á þessu kjörtímabili sem senn fer að ljúka, hafa fulltrúar L og D lista ítrekað komið fram með tillögur um að leita beri leiða til að auka hagræði í rekstri fræðslustofnanna sveitarfélagsins, þannig að því fjármagni sem varið er til fræðslumála nýtist málaflokknum betur. Þrátt fyrir jákvæðar undirtektir úr ræðustóli bæjarstjórnar, hefur ekkert orðið úr efndum. Því verður ekki dregin önnur ályktun af þeim orðum og aðgerðarleysi í framhaldi, að hugur hafi ekki fylgt máli.
Því er það okkar niðurstaða við afgreiðslu þessarar fjárhagsáætlunar og jafnframt þeim fyrri, að þeim fjármunum sem varið hefur verið til fræðslumála á liðnum árum og verður ráðstafað á komandi ári, séu ekki nýttir með viðunandi hætti.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 13.11.2013

Fjárhagsáætlun 2014 og þriggja ára áætlun 2015 - 2017 tekin til umfjöllunar og undirbúnings fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni eins og hún liggur fyrir fundinum, til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2014 og þriggja ára áætlun áranna 2015 - 2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn. Aðrir sem til máls tóku undir þessum dagskrárlið voru í þessari röð: Karl Lauritzson, Sigrún Blöndal, Björn Ingimarsson, Stefán Bogi Sveinsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Gunnar Jónsson, Karl Lauritzson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Stefán Bogi Sveinsson.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2014 eru eftirfarandi:

A-HLUTI

Tekjur:
Skatttekjur 1.719.215.000
Framlög Jöfnunarsjóðs 849.017.000
Aðrar tekjur 486.144.000
Samtals 3.054.376.000

Gjöld:
Laun og launatengd gjöld -1.509.301.000 Annar rekstrarkostnaður -1.012.179.000
Samtals -2.521.480.000

Niðurstaða án afskrifta og fjármagnsliða 532.897.000

Afskriftir - 173.497.000
Fjármunatekjur(fjármagnsgjöld) -309.298.000

Rekstrarniðurstaða, jákvæð 50.101.000


Úr sjóðstreymi A-hluta:
Handbært fé frá rekstri 353.472.000
Fjárfestingarhreyfingar -78.804.000
Tekin ný langtímalán 50.000.000
Afborganir lána -312.633.000
Aðrar fjármögnunarhreyfingar -16.773.000

Handbært fé í árslok 19.623.000



SAMANTEKINN A- og B HLUTI

(A-hluti auk B-hlutafyrirtækjanna sem eru: Brunavarnir á Héraði, Dvalarheimili, Félagslegar íbúðir, , Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Minjasafn Austurlands )

Tekjur:
Skatttekjur 1.719.215.000
Framlög Jöfnunarsjóðs 849.017.000
Aðrar tekjur 845.494.000
Samtals 3.413.726.000

Gjöld:
Laun og launatengd gjöld -1.571.372.000 Annar rekstrar kostnaður -1.073.947.000
Samtals -2.645.319.000

Niðurstaða án afskrifta og fjármagnsliða 768.407.000

Afskriftir - 271.178.000
Fjármunatekjur(fjármagnsgjöld) -397.177.000

Rekstrarniðurstaða, jákvæð 100.083.000



Úr sjóðstreymi samantekins A- og B hluta:

Handbært fé frá rekstri 554.409.000
Fjárfestingarhreyfingar -1.249.612.000
Afborganir lána -411.821.000
Lántökur 1.254.750.000

Handbært fé í árslok 125.413.000


Eftirfarandi tillaga lögð fram;
Bæjarstjórn samþykkir meðfylgjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



Jafnframt liggur fyrir til seinni umræðu 3ja ára áætlun 2015 til 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram;
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árin 2014 - 2016.

A - Hluti: (í þús. kr.)
2015 2016 2017

Rekstartekjur samtals 3.160.080 3.268.641 3.387.988

Laun og launatengd gjöld -1.553.578 -1.600.180 -1.648.190
Annar rekstarkostnaður -1.044.509 -1.065.796 -1.116.253

Niðurstaða án fjármagnsliða og afskrifta
561.993 602.660 623.545

Afskriftir -175.972 -178.634 -181.422
Fjármagnsliðir -283.181 -264.099 -246.907

Rekstarniðurstaða jákvæð 102.840 159.926 195.217

Handbært fá frá rekstri 384.887 441.004 475.065
Fjárfestingarhreyfingar -89.033 -94.687 -138.985
Fjármögnunarhreyfingar -305.019 -318.701 -328.844

Handbært fé í árslok
10.458 38.073 45.310


Samstæða A- og B - Hluta: (í þús. kr.)
2015 2016 2017

Rekstartekjur samtals 3.615.270 3.734.962 3.867.418

Laun og launatengd gjöld -1.617.533 -1.666.047 -1.716.017
Annar rekstarkostnaður -1.109.893 -1.132.251 -1.185.535

Niðurstaða án fjármagnsliða og afskrifta
887.844 936.664 965.866

Afskriftir -314.601 -320.124 -325.699
Fjármagnsliðir -461.394 -434.726 -415.479

Rekstarniðurstaða jákvæð 111.849 181.814 224.688

Handbært fá frá rekstri 590.995 657.983 701.016
Fjárfestingarhreyfingar -198.787 -164.569 -278.037
Fjármögnunarhreyfingar -399.604 -459.665 393.303

Handbært fé í árslok 118.017 151.766 181.443




Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagða þriggja ára áætlun fyrir árin 2015 - 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.




Álagningarprósentur útsvars fyrir árið 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að halda álagningarhlutfalli útsvars 2014 óbreyttu frá fyrra ári, eða 14,48%.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.