- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögur bæjarráðs um undirbúningsvinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2014 og gerð áætlunar vegna stærri viðhalds- og fjárfestingaverkefna næstu ár.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fræðslufulltrúa falið að kalla eftir tillögum frá forstöðumönnum stofnana um aðkallandi verkefni á sviði nýframkvæmda og stærra viðhalds. Sömuleiðis verði kallað eftir tillögum að fjárhagsáætlunum fyrir stofnanirnar fyrir 2014.
Fjárhagsáætlun 2014
Umhverfis- og héraðsnefnd ætlar að halda aukafund vegna fjárhagsáætlunar 2014 12. mars n.k. kl. 17:00. Samþykkt með handauppréttingu.
Fyrir liggur bókun bæjarráðs frá 13. febrúar 2013, sem staðfest var í bæjarstjórn 20. febrúar 2013, svo hljóðandi:
Farið var yfir nýjar hugmyndir að vinnulagi við undirbúning fjárhagaáætlunar, sem fellst í því að hver nefnd fyrir sig fari yfir sínar starfs- og fjárhagaáætlanir og vinna út frá þeim fjárþörf ársins 2014. Þær tölur verði svo hafðar til hliðsjónar við gerð rammaáætlunar sem lögð verði fram í júní, eins og gert hefur verið síðustu ár. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fela nefndum sveitarfélagsins framangreinda vinnu og skila áætlunardrögum sínum fyrir 19. apríl n.k.
Gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar
Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að beina því til allra nefnda sveitarfélagsins að þær leggi fram til bæjarráðs forgangslista yfir 3-5 nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni sveitarfélagsins sem eru á þeirra vegum. Miða skal við að listinn berist til bæjarráðs fyrir næstu páska og mun bæjarráð taka ákvörðun um áframhaldandi vinnu við gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar.
Eftirfarandi bókað:
Formanni og starfsmanni falið að vinna drög að forgangslista yfir nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni og senda þau til nefndarmanna. Málið verði tekið til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fyrir liggur bókun bæjarráðs frá 13. febrúar 2013, sem staðfest var í bæjarstjórn 20. febrúar 2013, svo hljóðandi:
Farið var yfir nýjar hugmyndir að vinnulagi við undirbúning fjárhagaáætlunar, sem fellst í því að hver nefnd fyrir sig fari yfir sínar starfs- og fjárhagaáætlanir og vinna út frá þeim fjárþörf ársins 2014. Þær tölur verði svo hafðar til hliðsjónar við gerð rammaáætlunar sem lögð verði fram í júní, eins og gert hefur verið síðustu ár. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fela nefndum sveitarfélagsins framangreinda vinnu og skila áætlunardrögum sínum fyrir 19. apríl n.k.
Gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar
Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að beina því til allra nefnda sveitarfélagsins að þær leggi fram til bæjarráðs forgangslista yfir 3-5 nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni sveitarfélagsins sem eru á þeirra vegum. Miða skal við að listinn berist til bæjarráðs fyrir næstu páska og mun bæjarráð taka ákvörðun um áframhaldandi vinnu við gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar.
Menningar- og íþróttanefnd felur formanni og starfsmanni að vinna drög að forgangslista yfir nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni og senda þau til nefndarmanna til samþykktar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fjárhagsáætlun 2014
Í vinnslu
Fyrir liggur bókun bæjarráðs frá 13. febrúar 2013, sem staðfest var í bæjarstjórn 20. febrúar 2013, svo hljóðandi:
Farið var yfir nýjar hugmyndir að vinnulagi við undirbúning fjárhagaáætlunar, sem fellst í því að hver nefnd fyrir sig fari yfir sínar starfs- og fjárhagaáætlanir og vinna út frá þeim fjárþörf ársins 2014. Þær tölur verði svo hafðar til hliðsjónar við gerð rammaáætlunar sem lögð verði fram í júní, eins og gert hefur verið síðustu ár. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fela nefndum sveitarfélagsins framangreinda vinnu og skila áætlunardrögum sínum fyrir 19. apríl n.k.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanfnd samþykkir að fela formanni og starfsmönnum að vinna drög að forgangsröðun
nýframkvæmda og stærri viðhaldsverkefna og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Bókun bæjarráðs frá febrúar sl. tekin til umfjöllunar þar sem óskað er eftir að nefndin fari yfir sínar starfs- og fjárhagsáætlanir og vinni út frá þeim yfirlit yfir fjárþörf fyrir árið 2014. Auk þess er nefndinni gert að vinna lista yfir 3 - 5 forgangsverkefni er lúta að nýframkvæmdum og stærri viðhaldsverkefnum sem nefndin sér ástæðu til að hrinda í framkvæmd á komandi ári. Formanni, varaformanni og félagsmálastjóra er falið að vinna ofangreinda vinnu og senda bæjarráði.
Fjárhagsáætlun 2014 og þriggja ára áætlun
Umhverfis- og héraðsnefnd hefur unnið áætlun um umhverfisverkefni komandi ára út frá ábendingum íbúa og skv. fyrri starfsáætlun nefndarinnar. Nefndin leggur til að verkefnin; Tjarnagarður, Selskógur og Merkingar séu forgangsverkefni 1-3 og verkefnin; Aðkoma í þéttbýli, Hundasvæði og Krummaklettar (reiðhjólatorfærubraut) komi þar á eftir.
Nefndin bendir á að í áætluninni er gert ráð fyrir uppbyggingu og viðhaldi göngu- og hjólreiðastíga og óskar formaður eftir að kynna verkefnið fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd.
Samþykkt með handauppréttingu.
Vísað til bæjarráðs til frekari úrvinnslu.
Fyrir liggja tillögur atvinnumálanefndar um helstu fjárfestinga- og viðhaldsverkefni 2014 sem nefndin vísar til bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fyrir liggja tillögur menningar- og íþróttanefndar vegna helstu fjárfestinga- og viðhaldsverkefna 2014.
Menningar- og íþróttanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárfestinga- og viðhaldsverkefnum og vísar þeim til bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Tillögum atvinnumálanefndar vísað til vinnu við gerð rammaáætlunar.
Lagt fram til kynningar.
Fyrir liggja tillögur atvinnumálanefndar vegna starfs- og fjárhagaáætlunar ársins 2014, vegna undirbúnings að gerð rammaáætlunar.
Með áætlun sinni vill atvinnumálanefnd leggja áherslu á mikilvægi þess að styrkja stöðu atvinnumálafulltrúa með aðgangi að 50% stöðugildi. En í upphafi kjörtímabils voru störf atvinnumálafulltrúa og menningar- og íþróttafulltrúa sameinuð í eitt. Nefndin telur mikilvægt að reynt sé að bregðast við svo betur megi vinna með sóknarfæri svæðisins, ekki síst á sviði ferðaþjónustu.
Áætluninni að öðru leyti vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fyrir liggja tillögur menningar- og íþróttanefndar vegna starfs- og fjárhagaáætlunar ársins 2014, vegna undirbúnings að gerð rammaáætlunar.
Á fundinn undir þessum lið mættu eftirfarandi forstöðumenn í þessari röð: Hreinn Halldórsson, Unnur B. Karlsdóttir, Halldór Waren og Jóhanna G. Hafliðadóttir.
Áætluninni vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fjárhagsáætlun 2014
Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun. Samþykkt með handauppréttingu.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti m.a. fyrstu samantekt sína á drögum að fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2014, á grundvelli tillagna frá nefndum.
Einnig lágu fyrir fundinum þær tillögur sem fyrir liggja frá nefndum um forgangsröðum framkvæmda og stærri viðhaldsverkefna næstu ár, sem bæjarstjórn óskaði eftir að nefndirnar skiluðu frá sér fyrir páska.
Að lokinni frumkynningu samþykkti bæjarráð með handauppréttingu að vísa tillögunum til áframhaldandi vinnslu hjá fjármálastjóra og síðan til skoðunar á næsta fundi bæjarráðs.
Fjárhagsáætlun 2014.
Farið var yfir nýjar hugmyndir að vinnulagi við undirbúning fjárhagaáætlunar, sem fellst í því að hver nefnd fyrir sig fari yfir sínar starfs- og fjárhagaáætlanir og vinna út frá þeim fjárþörf ársins 2014. Þær tölur verði svo hafðar til hliðsjónar við gerð rammaáætlunar sem lögð verði fram í júní, eins og gert hefur verið síðustu ár. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fela nefndum sveitarfélagsins framangreinda vinnu og skila áætlunardrögum sínum fyrir 19. apríl n.k.
Gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar
Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að beina því til allra nefnda sveitarfélagsins að þær leggi fram til bæjarráðs forgangslista yfir 3-5 nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni sveitarfélagsins sem eru á þeirra vegum. Miða skal við að listinn berist til bæjarráðs fyrir næstu páska og mun bæjarráð taka ákvörðun um áframhaldandi vinnu við gerð viðhalds- og fjárfestingaáætlunar.