Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs

92. fundur 10. september 2013 kl. 08:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúi
  • Kristín Björnsdóttir aðalmaður
  • Ingvar Ríkharðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi
Vegna þess hve fáir mættu á boðaðan fund í gær, 9. september, var ákveðið í samráði við nefndarfulltrúa að færa fundinn til kl. 8.00, 10. september.

Aðalsteinn Jónsson kom inn á fundinn í upphafi en tilkynnti síðan forföll vegna anna.

1.Atvinnuráðstefna á Austurlandi 5.-8. nóvember

Málsnúmer 201309006Vakta málsnúmer

Formaður og starfsmaður nefndar gerðu grein fyrir fundi sem þeir áttu með Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur, fulltrúa nýsköpunar- og þróunarsviðs Austurbrúar, ásamt með bæjarstjóra, um væntanlega ráðstefnu.

2.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033Vakta málsnúmer

Á fundinum undir þessum lið sat Björn Ingimarsson bæjarstjóri.

Fyrir fundinum liggja fyrstu drög að aðgerðaáætlun sem styðja eiga við eflingu ferðaþjónustu og verslunar á Héraði, sem atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi hefur tekið saman í kjölfar samstarfsvinnu hagsmunaaðila og Fljótsdalshéraðs. Draga má tillögurnar í aðgerðaáætluninni saman í sex meginþætti sem allir hafa áhrif á það að gera Héraðið að enn áhugaverðari og betri áfangastað ferðamanna svo og íbúa og gesta Austurlands sem sækja verslun og þjónustu til Fljótsdalshéraðs. Þessi meginþættir eru:
Umhverfi og aðkomuleiðir að þéttbýlinu
Uppbygging og ásýnd miðbæjar
Merkingar og vegvísar
Áfangastaðir og uppbygging þeirra
Vörumerki og markaðssetning
Vöruþróun, þjónusta og samstarf hagsmunaaðila

Atvinnumálanefnd telur mikilvægt að aðgerðaáætluninni verði fylgt eftir af þunga í samstarfi við hagsmunaaðila, eins og við á. Einnig að gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefna hennar, í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir 2014 og til næstu ára, í samræmi við tillögur áætlunarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur rammaáætlun 2014 sem samþykkt var í bæjarstjórn 5. júní 2013. Samkvæmt henni lækkar liðurinn Atvinnumál um 2.5 milljónir miðað við þær tillögur til fjárhagsáætlunar sem atvinnumálanefnd samþykkti á fundi sínum í apríl s.l.

Mikil vinna hefur verið lögð í það undanfarna mánuði með fulltrúum frá hagsmunaaðilum verslunar og ferðaþjónustu á Héraði að ræða og móta leiðir til að efla þessar atvinnugreinar enn frekar. Nú liggja fyrir fyrstu drög að aðgerðaáætlun í þeim efnum, sbr. málsliðurinn Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað hér fyrr á fundinum. Atvinnumálanefnd leggur til að fjárhagsáætlun nefndarinnar frá í vor standi óbreytt. Reynist það ekki unnt er lagt til að Atvinnumálasjóður Fljótsdalshéraðs leggi verkefninu til allt að þrjár milljónir á árinu 2014 vegna markaðs- og kynningarfulltrúa. Markmiðið með honum er að vinna að markaðs- og kynningarmálum Héraðsins og framgangi þeirra leiða sem fram koma í fyrrnefndri aðgerðaáætlun, í samstarfi við hagsmunaaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022Vakta málsnúmer

Rædd var þjónusta tjaldsvæðisins á Egilsstöðum í sumar. Einnig var farið yfir áframhaldandi uppbyggingu svæðisins þannig að það geti m.a. tekið á móti fleiri gestum.

Atvinnumálanefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að þjónusta og umhirða tjaldsvæðisins sé eins og samningar við rekstraraðila kveða á um.

Þá leggur nefndin áherslu á að í fjáhagsáætlun Eignasjóðs fyrir 2014 verði gert ráð fyrir þeim verkefnum á tjaldsvæðinu sem grein er gerð fyrir í viðhalds- og fjárfestingaáætlun atvinnumálanefndarinnar fyrir næsta ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.FaroExpo

Málsnúmer 201205194Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd telur tækifæri geta falist í viðskiptum við Færeyjar, fyrir fyrirtæki í sveitarfélaginu. Nefndin hvetur fyrirtæki á Fljótsdalshéraði til að kynna sér fyrirtækjastefnumótið Faroexpo sem haldið verður í Runavík í Færeyjum í október.
Atvinnumálanefnd leggur til að þau fyrirtæki sem áhuga hafa á þátttöku verði styrkt með því að aðstoða þau við skipulagninu og aðkomu að einum "bás" án endurgjalds. Kostnaður vegna þátttökugjalds á Faroexpo verði tekinn af lið 13.81.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Stórurð: Hönnun og skipulag víðernis

Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar keppnislýsing fyrir hugmyndasamkeppni um bætta aðstöðu fyrir ferðafólk í Stórurð og næsta nágrenni Dyrfjalla. Skilafrestur tillagna er til 8. október 2013.

7.Nordiske træbyer

Málsnúmer 201204102Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur og gögn frá aðstandendum verkefnisins Nordiske træbyer, dagsett 4. september, með boði á ráðstefnu um verkefnið í Trondheim 19. september n.k.

Atvinnumálanefnd sér sér ekki fært að kosta fulltrúa á ráðstefnuna að þessu sinni, en mun áfram skoða möguleika á að innleiða þá hugmyndafræði sem verkefnið byggir á, inn í framtíðarstefnu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fundargerð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands 20.ágúst 2013

Málsnúmer 201308085Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands frá 20. ágúst 2013.

9.Staða atvinnumála og ýmis verkefni

Málsnúmer 201112020Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd telur mikilvægt að mótaðar verði leiðir til að bregðast við sífellt auknu álagi vegna mikils fjölda ferðamanna og sem fer vaxandi milli ára. Samkvæmt nýjustu spám er reiknað með 15% aukningu ferðamanna á ári næstu árin.

Nefndin felur starfsmanni að taka saman stutta skýrslu um sumarið í sumar, og í kjölfarið gera tillögur að leiðum til að eiga við tímabundnar "toppa" m.a. til að hámarka fjölda gistinátta á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.