Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 87. fundur - 11.02.2013

Gerð grein fyrir stöðu verkefnisins, sem hefur það markmið að styrkja og auka sóknarfæri í verslun og ferðaþjónustu á Héraði.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 88. fundur - 11.03.2013

Farið yfir niðurstöður vinnustofu um markaðssókn Héraðs, með áherslu á ferðaþjónustu og verslun, sem haldin var 7. mars 2013.

Atvinnumálanefnd felur starfsmanni að fylgja verkefninu eftir og vinna að framgangi þess með hagsmunaaðilum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 96. fundur - 29.05.2013

Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi gerir grein fyrir hugmyndum um starfshópa verslunar, ferðaþjónustu og sveitarfélagsins.

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar Óðni Gunnari fyrir greinargóða kynningu.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 92. fundur - 10.09.2013

Á fundinum undir þessum lið sat Björn Ingimarsson bæjarstjóri.

Fyrir fundinum liggja fyrstu drög að aðgerðaáætlun sem styðja eiga við eflingu ferðaþjónustu og verslunar á Héraði, sem atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi hefur tekið saman í kjölfar samstarfsvinnu hagsmunaaðila og Fljótsdalshéraðs. Draga má tillögurnar í aðgerðaáætluninni saman í sex meginþætti sem allir hafa áhrif á það að gera Héraðið að enn áhugaverðari og betri áfangastað ferðamanna svo og íbúa og gesta Austurlands sem sækja verslun og þjónustu til Fljótsdalshéraðs. Þessi meginþættir eru:
Umhverfi og aðkomuleiðir að þéttbýlinu
Uppbygging og ásýnd miðbæjar
Merkingar og vegvísar
Áfangastaðir og uppbygging þeirra
Vörumerki og markaðssetning
Vöruþróun, þjónusta og samstarf hagsmunaaðila

Atvinnumálanefnd telur mikilvægt að aðgerðaáætluninni verði fylgt eftir af þunga í samstarfi við hagsmunaaðila, eins og við á. Einnig að gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefna hennar, í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir 2014 og til næstu ára, í samræmi við tillögur áætlunarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 11.09.2013

Fyrir fundinum liggja fyrstu drög að aðgerðaáætlun sem styðja eiga við eflingu ferðaþjónustu og verslunar á Héraði, sem atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi hefur tekið saman í kjölfar samstarfsvinnu hagsmunaaðila og Fljótsdalshéraðs. Draga má tillögurnar í aðgerðaáætluninni saman í sex meginþætti sem allir hafa áhrif á það að gera Héraðið að enn áhugaverðari og betri áfangastað ferðamanna svo og íbúa og gesta Austurlands sem sækja verslun og þjónustu til Fljótsdalshéraðs. Þessi meginþættir eru:

Umhverfi og aðkomuleiðir að þéttbýlinu
Uppbygging og ásýnd miðbæjar
Merkingar og vegvísar
Áfangastaðir og uppbygging þeirra
Vörumerki og markaðssetning
Vöruþróun, þjónusta og samstarf hagsmunaaðila

Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 183. fundur - 18.09.2013

Fyrir fundinum liggja fyrstu drög að aðgerðaáætlun sem styðja eiga við eflingu ferðaþjónustu og verslunar á Héraði, sem atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi hefur tekið saman í kjölfar samstarfsvinnu hagsmunaaðila og Fljótsdalshéraðs. Draga má tillögurnar í aðgerðaáætluninni saman í sex meginþætti sem allir hafa áhrif á það að gera Héraðið að enn áhugaverðari og betri áfangastað ferðamanna svo og íbúa og gesta Austurlands sem sækja verslun og þjónustu til Fljótsdalshéraðs. Þessi meginþættir eru:

Umhverfi og aðkomuleiðir að þéttbýlinu
Uppbygging og ásýnd miðbæjar
Merkingar og vegvísar
Áfangastaðir og uppbygging þeirra
Vörumerki og markaðssetning
Vöruþróun, þjónusta og samstarf hagsmunaaðila

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn lýsir ánægju sinni með drögin og leggur áherslu á að vinnu við verkefnið verði haldið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 61. fundur - 24.09.2013

Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað
Óðinn Gunnar Óðinsson kynnir verkefnið

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Óðni Gunnari kynninguna. Nefndin tekur undir tillögur um úrbætur sem koma fram í aðgerðaráætlun til eflingar á ferðaþjónustu og verslun á Héraði. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 102. fundur - 25.09.2013

Til umræðu er aðgerðaráætlun til eflingar á ferðaþjónustu og verslun á Héraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd tilnefnir Þórhall Harðarson og Árna Kristinsson í starfshóp um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 184. fundur - 30.09.2013

Til umræðu á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var aðgerðaráætlun til eflingar á ferðaþjónustu og verslun á Héraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar tilnefnir bæjarstjórn Þórhall Harðarson og Árna Kristinsson í starfshóp um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 184. fundur - 30.09.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn beinir því til umhverfis- og héraðsnefndar að tilnefna sem fyrst fulltrúa í starfshóp um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 62. fundur - 22.10.2013

Fyrir liggur bókun frá bæjarstjórn sem beinir því til umhverfis- og héraðsnefndar að tilnefna sem fyrst fulltrúa í starfshóp um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað.

Umhverfis- og héraðsnenfnd tilnefnir Eyrúnu Arnardóttur og Baldur Grétarsson

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 186. fundur - 06.11.2013

Fyrir liggur tilnefning umhverfis- og héraðsnefndar á fulltrúum í starfshóp um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir tilnefningu umhverfis- og héraðsnefndar á Eyrúnu Arnardóttur og Baldri Grétarssyni, sem fulltrúum nefndarinnar í starfshópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 95. fundur - 13.01.2014

Staða verkefnisins um Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað kynnt. Nefndin fagnar m.a. því að kominn er af stað starfshópur á vegum sveitarfélagsins skipaður fulltrúum skipulags- og mannvirkjanefndar og umhverfis- og héraðsnefndar til að vinna framgangi þeirra verkefna sem snúa að sveitarfélaginu. Nefndin bindur jafnframt vonir við að hagsmunaaðilar í verslun, ferðaþjónustu og annarri þjónustu stofni samtök til að vinna sameiginlega að eflingu þjónustusamfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 22.01.2014

Á fundi atvinnumálanefndar var staða verkefnisins um Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað kynnt.

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og fagnar m.a. því að kominn er af stað starfshópur á vegum sveitarfélagsins skipaður fulltrúum skipulags- og mannvirkjanefndar og umhverfis- og héraðsnefndar til að vinna framgangi þeirra verkefna sem snúa að sveitarfélaginu. Bæjarráð bindur jafnframt vonir við að hagsmunaaðilar í verslun, ferðaþjónustu og annarri þjónustu stofni samtök til að vinna sameiginlega að eflingu þjónustusamfélagsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 05.02.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnumálanefnd og fagnar m.a. því að kominn er af stað starfshópur á vegum sveitarfélagsins skipaður fulltrúum skipulags- og mannvirkjanefndar og umhverfis- og héraðsnefndar til að vinna að framgangi þeirra verkefna sem snúa að sveitarfélaginu. Bæjarstjórn bindur jafnframt vonir við að hagsmunaaðilar í verslun, ferðaþjónustu og annarri þjónustu stofni samtök til að vinna sameiginlega að eflingu þjónustusamfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 96. fundur - 10.02.2014

Atvinnumálanefnd leggur til að félagi hagsmunaaðila í verslun, ferðaþjónustu og þjónustu, sem fyrirhugað er að stofna síðar í mánuðinum, verði veittur styrkur að upphæð kr. 3.000.000 vegna verkefnisins Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað, til að sinna markaðsmálum og fleiri verkefnum. Fjármagnið verði tekið af lið 13.09, kr. 500.000 og lið 13.81, kr. 2.500.000.

Jafnframt legggur nefndin til að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 og 2016 verði gert ráð fyrir fjárframlagi til verkefnisins sem mótframlag við framlag hagsmunaaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 249. fundur - 12.02.2014

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og leggur til að félagi hagsmunaaðila í verslun, ferðaþjónustu og þjónustu, sem fyrirhugað er að stofna síðar í mánuðinum, verði veittur styrkur að upphæð kr. 3.000.000 vegna verkefnisins Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað, til að sinna markaðsmálum og fleiri verkefnum. Fjármagnið verði tekið af lið 13.09, kr. 500.000 og lið 13.81, kr. 2.500.000.
Jafnframt leggur bæjarráð til að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 og 2016 verði gert ráð fyrir fjárframlagi til verkefnisins sem mótframlag við framlag hagsmunaaðila.
Bæjarráð gerir það þó að skilyrði að gerður verði samningur um verkefnið sem gildi til eins árs til að byrja með, en verði framlengjanlegur til næstu tveggja ára. Í þeim samningi komi fram framlag sveitarfélagsins og mótframlag hagsmunaaðila.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 191. fundur - 19.02.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnumálanefndar og bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að nýstofnuðu félagi hagsmunaaðila í verslun, ferðaþjónustu og þjónustu, verði veittur styrkur að upphæð kr. 3.000.000 vegna verkefnisins Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað, til að sinna markaðsmálum og fleiri verkefnum. Fjármagnið verði tekið af lið 13.09, kr. 500.000 og lið 13.81, kr. 2.500.000.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 og 2016 verði gert ráð fyrir fjárframlagi til verkefnisins sem mótframlag við framlag hagsmunaaðila.
Bæjarstjórn gerir það þó að skilyrði að gerður verði samningur um verkefnið sem gildi til eins árs til að byrja með, en verði framlengjanlegur til næstu tveggja ára. Í þeim samningi komi fram framlag sveitarfélagsins og mótframlag hagsmunaaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 251. fundur - 12.03.2014

Lögð fram drög að samningi um verkefnisstjóra markaðsmála.

Bæjarráð leggur til tvær breytingar á samningsdrögunum, en samþykkir þau að öðru leyti með þeim breytingum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 193. fundur - 19.03.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn framlagðan samning eins og hann liggur nú fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 97. fundur - 24.03.2014

Farið yfir ýmis mál varðandi verkefnið Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað. Þar á meðal þörf fyrir almenningssalerni í miðbæ Egilsstaða. Starfsmanni falið að skoða mögulegar útfærslur og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 98. fundur - 22.05.2014

Atvinnumálanefnd krefst þess að fundin verði lausn á salernismálum gesta í miðbæ Egilsstaða, fyrir sumarið. Í haust verði hafist handa við að finna varanlegar lausnir á málinu sem komi til framkvæmda á næsta ári. Lagt er til að tekið verði allt að kr. 200.000 af lið 13.69 til verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 257. fundur - 28.05.2014

Bæjarráð samþykkir, að tillögu atvinnumálanefndar,að teknar verði allt að kr. 200.000 af lið 13.69 til að bæta salernisaðstöðu í miðbæ Egilsstaða. Bæjarráð ítrekar að mikilvægt er að vinna áfram að varanlegri lausn í samvinnu við þjónustuaðila á svæðinu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu atvinnumálanefndar og bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að teknar verði allt að kr. 200.000 af lið 13.69 til að kosta bætta salernisaðstöðu í miðbæ Egilsstaða. Bæjarráð ítrekar að mikilvægt er að vinna áfram að varanlegri lausn í samvinnu við þjónustuaðila á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.