Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

102. fundur 25. september 2013 kl. 17:00 - 20:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta þremur liðum við dagskrána, sem eru Gangbraut yfir Fagradalsbraut, umgengni í iðnaðarhverfum og Göngustðigur í Fellabæ og verða þessir liðir númer 9, 10 og 11 í dagskránni.

1.Skipulags- og mannvirkjanefnd fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309139

Til umræðu er fjárhagsáætlun fyrir árið 2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta reglulega fundar þann 9.10.2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099

Fyrir liggja eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir Leikskólann Tjarnarskógur, Skógarlöndum og fyrir Sundlaugina á Egilsstöðum.

Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerð 111. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201309061

Lögð er fram fundargerð 111. fundar Herilbrigðisnefndar Austurlands haldinn 2.september 2013.

Lagt fram til kynningar.

4.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033

Til umræðu er aðgerðaráætlun til eflingar á ferðaþjónustu og verslun á Héraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd tilnefnir Þórhall Harðarson og Árna Kristinsson í starfshóp um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um stækkun Gistihússins á Egilsstöðum

Málsnúmer 201308097

Ósk um að skipulags- og mannvirkjanefnd taki til endurskoðunar síðustu afgreiðslu þessa máls, en málið var áður á dagskrá 28.8.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Í 3.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 segir:
"Við útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfa getur sveitarstjórn heimilað að vikið sé frá ákvæði 2. mgr.þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn."
Samhljóða texti er svo í 5.8.4.gr.Skipulagsreglugerðar nr.90/2013.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að frávik frá gildandi deiliskipulagi séu það óveruleg, að ekki þurfi að koma til óveruleg breyting á því skv. 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga.

Nefndin samþykkir því að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Beiðni um niðurfellingu byggingarleyfis og þjónustugjalda

Málsnúmer 201309132

Erindi ódagsett, innfært 20.9.2013 þar sem Heiður Vigfúsdóttir kt.270680-5269 og Guðmundur Magni Bjarnason kt.060284-2109 óska eftir niðurfellingu gjalda byggingarleyfis vegna uppbyggingar á Laufási 3.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Í Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði nr. 1058/2011 segir í 11.gr.:
"Innheimta skal byggingarleyfisgjald fyrir hverja þá framkvæmd sem byggingarleyfi er gefið út fyrir".
Með vísan í ofangreinda samþykkt þá hafnar skipulags- og mannvirkjanefnd erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Krafa um bætur vegna mistaka við útgáfu fokheldisvottorðs

Málsnúmer 201309078

Erindi dagsett 6.9.2013 þar sem Gísli M. Auðbergsson hrl. fyrir hönd Einars Dalberg Einarssonar kt.080567-3249, óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til bótaskyldu og hvort sveitarfélagið sé tilbúið til að ganga til samninga um greiðslu bóta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um stöðuleyfi fyrir veitingavagn

Málsnúmer 201309080

Erindi ódagsett, innfært 13.9.2013, þar sem Artur Dominiak kt.040168-2499 fyrir hönd KATLA GRILL EHF. kt.461011-1520, sækir um stöðuleyfi fyrir ökutæki á planinu nr.2 gangstætt Netto á Egilsstöðum, til sölu hraðveitinga einusinni í viku.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem umrætt svæði er bílastæði fyrir verslun og þjónustu í miðbæ Egilsstaða, þá hafnar skipulags- og mannvirkjanefnd erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Gangbraut yfir Fagradalsbraut

Málsnúmer 201309157

Erindi í tölvupósti dags.25.9.2013 þar sem Hulda Elísabeth Daníelsdóttir vill koma á framfæri áhyggjum sínum af gangbrautinni yfir Fagradalsbraut við Tjarnarbraut.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar bréfritara ábendinguna. Nefndin samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir tillögum frá Vegagerðinni um úrbætur. Að öðru leyti er málinu vísað til umferðaröryggishóps.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umgengni í iðnaðarhverfum

Málsnúmer 201309158

Til umræðu er umgengni í iðnaðarhverfum þéttbýlisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að boða alla lóðarhafa í iðnaðarhverfum þéttbýlisins til fundar vegna umgengni á lóðunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Göngustígur í Fellabæ

Málsnúmer 201309050

Erindi í tölvupósti dags.6.9.2013 þar sem Ólafur Gauti Sigurðsson kt. 100473-5509, ítrekar nauðsyn þess að göngustígurinn milli Fellaskóla og íþróttahúss verði kláraður.
Málið var áður á dagskrá 11.9.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að koma framkvæmdum af stað.

Samþykkt með handauppréttingu

Fundi slitið - kl. 20:15.