Egilsstaðir umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201308097

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 100. fundur - 28.08.2013

Umsókn um stækkun Gistihússins á Egilsstöðum
Erindi dagsett 23.08.2013 þar sem Gunnlaugur Jónasson kt. 300968-5899 sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun Gistihússins á Egilsstöðum einnig er sótt leyfi til að rífa gamalt fjós. Aðaluppdrættir eru unnir af Birni Kristleifssyni arkitekt kt. 011246-3039

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við byggingaráformin en bendir á að gera þarf minniháttar breytingu á deiliskipulagi.

Samþykkt með handauppréttingu

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir niðurrif gamla fjóssins á reit G3 skv. gildandi deiliskipulagi

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 182. fundur - 04.09.2013

Erindi dagsett 23.08.2013 þar sem Gunnlaugur Jónasson kt. 300968-5899 sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun Gistihússins á Egilsstöðum einnig er sótt leyfi til að rífa gamalt fjós. Aðaluppdrættir eru unnir af Birni Kristleifssyni arkitekt kt. 011246-3039

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við byggingaráformin en bendir á að gera þarf minniháttar breytingu á deiliskipulagi.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar niðurrif gamla fjóssins á reit G3 skv. gildandi deiliskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 102. fundur - 25.09.2013

Ósk um að skipulags- og mannvirkjanefnd taki til endurskoðunar síðustu afgreiðslu þessa máls, en málið var áður á dagskrá 28.8.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Í 3.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 segir:
"Við útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfa getur sveitarstjórn heimilað að vikið sé frá ákvæði 2. mgr.þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn."
Samhljóða texti er svo í 5.8.4.gr.Skipulagsreglugerðar nr.90/2013.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að frávik frá gildandi deiliskipulagi séu það óveruleg, að ekki þurfi að koma til óveruleg breyting á því skv. 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga.

Nefndin samþykkir því að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 184. fundur - 30.09.2013

Ósk um að skipulags- og mannvirkjanefnd taki til endurskoðunar síðustu afgreiðslu þessa máls, en málið var áður á dagskrá 28.8.2013.

Í 3. mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 segir:
"Við útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfa getur sveitarstjórn heimilað að vikið sé frá ákvæði 2. mgr. þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn."
Samhljóða texti er svo í 5.8.4.gr.Skipulagsreglugerðar nr.90/2013.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að frávik frá gildandi deiliskipulagi séu það óveruleg, að ekki þurfi að koma til óveruleg breyting á því skv. 2. mgr.43.gr. Skipulagslaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn því að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 05.02.2014

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.