Umgengni í iðnaðarhverfum

Málsnúmer 201309158

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 102. fundur - 25.09.2013

Til umræðu er umgengni í iðnaðarhverfum þéttbýlisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að boða alla lóðarhafa í iðnaðarhverfum þéttbýlisins til fundar vegna umgengni á lóðunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.