Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

248. fundur 22. janúar 2014 kl. 16:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Fyrir boðaðan fund bæjarráðs mætti María Hjálmarsdóttir starfsmaður Austurbrúar, en hún vinnur að markaðssetningu Egilsstaðaflugvallar. Kynnti hún bæjarráði stöðuna á því verkefni.
Bæjarráð þakkaði Maríu góða kynningu og væntir góðs árangurs af starfi hennar.

1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessu lið og fór yfir ýmsar tölur úr rekstri síðasta árs og veitti upplýsingar um stöðu og horfur í rekstri sveitarfélagsins.

Fram kom hjá bæjarstjóra að fyrirspurn hefur borist frá fasteignasölu um húsnæðið að Einhleypingi 1. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða þessi mál frekar við framkvæmdastjóra HEF, áður en umræddri fyrirspurn verður svarað.

Björn kynnti erindi frá Björgunarsveitinni Héraði varðandi möguleika á samningi við sveitarfélagið um afnot af íþrótta- og þrekaðstöðu. Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að fara í viðræður við forsvarsmenn björgunarsveitarinnar um málið.

2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstóri lagði fram gögn sem hann tók saman um viðbyggingu við leikskólann Hádegishöfða, en á sínum tíma var búið að hanna þar stækkun leikskólans.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarráð felur bæjarstjóra, fræðslufulltrúa og leikskólastjóra Hádegishöfða að fara yfir þessi gögn og endurmeta þau miðað við núverandi forsendur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 95

Málsnúmer 1312008Vakta málsnúmer

Við umræður um fundargerð atvinnumálanefndar sat Óðinn Gunnar Óðinsson íþrótta- menningar og atvinnufulltrúi fundinn.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022Vakta málsnúmer

Óðinn Gunnar kynnti stöðu málsins, en að öðru leyti er það í vinnslu hjá atvinnumálanefnd og starfsmanni nefndarinnar.

3.2.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033Vakta málsnúmer

Á fundi atvinnumálanefndar var staða verkefnisins um Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað kynnt.

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og fagnar m.a. því að kominn er af stað starfshópur á vegum sveitarfélagsins skipaður fulltrúum skipulags- og mannvirkjanefndar og umhverfis- og héraðsnefndar til að vinna framgangi þeirra verkefna sem snúa að sveitarfélaginu. Bæjarráð bindur jafnframt vonir við að hagsmunaaðilar í verslun, ferðaþjónustu og annarri þjónustu stofni samtök til að vinna sameiginlega að eflingu þjónustusamfélagsins.

3.3.Ormsstofa

Málsnúmer 201401042Vakta málsnúmer

Bæjarráð óskar eftir því að Óðinn Gunnar Óðinsson íþrótta, menningar og atvinnumálafulltrúi kynni verkefnið á samráðsfundi Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar sem boðaður hefur verið 28. janúar nk.

Að öðru leyti er málið í vinnslu hjá atvinnumálanefnd.

3.4.Starfsáætlun atvinnumálanefndar fyrir 2014

Málsnúmer 201309073Vakta málsnúmer

Bæjarráð staðfestir framlagða starfsáætlun atvinnumálanefndar fyrir sitt leyti og vísar henni til kynningar og afgreiðslu hjá bæjarstjórn á næsta fundi hennar þann 5. febrúar nk.

4.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2014

Málsnúmer 201401038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar, fundargerð 15. fundar Samtaka orkusveitarfélaga, sem haldinn var 9. desember 2013.

5.Fundargerðir byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 2014

Málsnúmer 201401046Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar, fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis frá 8. janúar 2014.

6.Aukaaðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga

Málsnúmer 201401068Vakta málsnúmer

Lögð fram fundarboð vegna aukaaðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga 30. janúar 2014. Bæjarstjórn hefur þegar skipað aðal- og varamann til að fara með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

7.Gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga

Málsnúmer 201401083Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Alþýðusambandi Íslands, dagsett 13.janúar 2014, þar sem skorað er á sveitarstjórnir að halda aftur af gjaldskrárhækkunum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að fallið verði frá fyrirhugaðri 2,5 % hækkun sorphirðu- og sorpförgunargjalda og 3,2% vísitöluhækkun á sorp sem komið er með til söfnunarstöðvar. Sorpgjöld verða því óbreytt frá fyrra ári.
Fjármálastjóra jafnframt falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2014, sem tekur mið af þessari breytingu og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.
Umrædd hækkun á sorpgjöldum var eina gjaldskrárhækkunin sem bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hafði ákveðið fyrir árið 2014 og telur bæjarráð mikilvægt að samstaða náist um að halda aftur af verðhækkunum til að halda verðbólgunni niðri.

8.Tillaga til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra

Málsnúmer 201401016Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Alþingi, dagsettur 6. janúar 2014, með umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð lýsir stuðningi við þær tillögur sem þar koma fram um að málefni er varða hreindýr verði aftur flutt til hreindýraráðs og starfsemi þess verði þar með efld á Egilsstöðum og Austurlandi. Stjórnun þessara mála hlýtur að byggja mikið á staðbundinni þekkingu og reynslu og því mikilvægt að yfirumsjón þeirra sé sem næst dvalar- og veiðisvæði hreindýranna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201401023Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dagsettur 6. janúar 2014, með umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs.

Bæjarráð mun ekki veita sérstaka umsögn um þingsályktunartillöguna.

10.Menningarhús á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201103185Vakta málsnúmer

Fram kom að ákveðið hefur verið að halda sérstakan vinnufund um málið þann 30. janúar nk. kl. 16:00. Þangað verða boðaðir aðal- og varamenn í bæjarstjórn.
Málið kemur síðan aftur til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

11.Samþykkt um hænsnahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308104Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samþykkt um hænsnahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði sem hafa verið í vinnslu um skeið.

Bæjarráð samþykkir að senda drög að samþykktinni til HAUST til yfirlestrar og umsagnar.

Fundi slitið - kl. 18:45.