Lögð fram fundarboð vegna aukaaðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga 30. janúar 2014. Bæjarstjórn hefur þegar skipað aðal- og varamann til að fara með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn fagnar því að undirritaðir hafa verið samningar um kaup Fljótsdalshéraðs á eignarhlut Héraðsskjalasafnsins í Safnahúsinu og jafnframt langtíma leigusamningur við safnið um leigu þess á aðstöðu í Safnahúsinu. Bæjarstjórn staðfestir umrædda samninga. Með því að eignarhald á húsinu er nú komið á eina hendi, ætti að verða nærtækara og einfaldara að annast allt viðhald og endurbætur á húsnæðinu. Bæjarstjórn leggur áherslu á að á árunum 2014 og 2015 verði unnið að endurbótur á húsnæðinu samkvæmt forgangslista fyrir þær 30 milljónir sem áætlaðar hafa verið til verksins á þessum tveimur árum.