Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs

53. fundur 25. febrúar 2014 kl. 16:30 - 18:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Páll Sigvaldason formaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Guðríður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Anna Alexandersdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltúi

1.Umsókn um styrk vegna æskulýðsstarfsemi Freyfaxa

Málsnúmer 201310089

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Hestamannafélaginu Freyfaxa, undirrituð af Ellen Thamdrup, vegna æskulýðsstarfsemi á vegum Freyfaxa. Jafnframt er meðfylgjandi greinargóð starfsskýrsla æskulýðsnefndar Freyfaxa fyrir 2013.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12. nóvember 2013.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 80.000 sem tekið verði af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Áhaldageymsla við íþróttahúsið Egilsstöðum

Málsnúmer 201401162

Fyrir liggur frumkostnaðaráætlun um byggingu áhaldageymslu við íþróttahúsið á Egilsstöðum.
Málið var áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

Á fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir átta milljónum til verkefnisins, en frumkostnaðaráætlun fyrir áhaldageymsluna gerir ráð fyrir meiri kostnaði.

Menningar- og íþróttanefnd leggur áherslu á að hafist verði handa við framkvæmdina á þessu ári eins og fjármagn leyfir. Tryggt verði fjármagn til verkefnisins í fjárhagsáætlun næsta árs, þannig að þá megi ljúka því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal, frá 20.1. 2014

Málsnúmer 201402054

Fyrir liggur fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal, frá 20.1. 2014.

Lagt fram til kynningar.

4.Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs, staðan og framtíðaráform

Málsnúmer 201203018

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að samningur við Goflklúbb Fljótsdalshéraðs verði endurnýjaður á sömu forsendum og verið hefur. Samningurinn gildi fyrir árið 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Aukaaðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga

Málsnúmer 201401068

Fyrir liggur fundargerð aukaaðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga 31. janúar 2014.

Lagt fram til kynningar.

6.Raven Dance /styrkbeiðni

Málsnúmer 201402110

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Raven félagasamtök, undirrituð af Hrafnhildi Einarsdóttur, vegna Shar sem er dans og kvikmyndaverkefni þar sem boðið er upp á vinnustofur og dansnámskeið.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 70.000 sem verði tekið af lið 05.89.

Nefndin beinir því til stjórnenda grunnskólanna að þeir hvetji nemendur skólanna til þátttöku í verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands, 7.febrúar 2014

Málsnúmer 201402108

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 7. febrúar 2014. Auk þess áæltun fyrir 2014 þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra áhrifa sem breytt eignarhald á safnahúsinu hefur á framlög til safnsins.

Nefndin lýsir ánægju með að safnahúsið sé komið á hendi Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Héraðsskjalasafn Austfirðinga/Ný fjárhagsáætlun og rekstrarframlög

Málsnúmer 201402113

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 11.2. 2014. Auk þess fjárhagsáæltun fyrir 2014 þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra áhrifa sem breytt eignarhald á safnahúsinu hefur á framlög til safnsins.

Lagt fram til kynningar.
Næsti fundur nefndarinnar ákveðinn 8. apríl.

Fundi slitið - kl. 18:00.