Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs, staðan og framtíðaráform

Málsnúmer 201203018

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 25.02.2014

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að samningur við Goflklúbb Fljótsdalshéraðs verði endurnýjaður á sömu forsendum og verið hefur. Samningurinn gildi fyrir árið 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 192. fundur - 05.03.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að samningur við Golfklúbb Fljótsdalshéraðs verði endurnýjaður á sömu forsendum og verið hefur. Samningurinn gildi fyrir árið 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.