Fyrir liggur gróf kostnaðaráætlun um byggingu áhaldageymslu við íþróttahúsið á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu menningar- og íþróttanefndar leggur bæjarstjórn áherslu á að hafist verði handa við framkvæmd verkefnisins samkvæmt áætlun.
Fyrir liggur frumkostnaðaráætlun um byggingu áhaldageymslu við íþróttahúsið á Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.
Á fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir átta milljónum til verkefnisins, en frumkostnaðaráætlun fyrir áhaldageymsluna gerir ráð fyrir meiri kostnaði.
Menningar- og íþróttanefnd leggur áherslu á að hafist verði handa við framkvæmdina á þessu ári eins og fjármagn leyfir. Tryggt verði fjármagn til verkefnisins í fjárhagsáætlun næsta árs, þannig að þá megi ljúka því.
Fyrir liggur frumkostnaðaráætlun um byggingu áhaldageymslu við íþróttahúsið á Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar. Á fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir átta milljónum til verkefnisins, en frumkostnaðaráætlun fyrir áhaldageymsluna gerir ráð fyrir meiri kostnaði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og leggur áherslu á að hafist verði handa við framkvæmdina á þessu ári eins og fjármagn leyfir. Tryggt verði fjármagn til verkefnisins í fjárhagsáætlun næsta árs, þannig að megi ljúka því sem fyrst.
Lögð er fram frumkostnaðaráætlun fyrir viðbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum dagsett 07.02.2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að hefja vinnu vegna byggingar áhaldageymslu við íþróttahúsið.
Fyrir liggur tillaga um hvernig koma megi fyrir fimleikasal og áhaldageymslu við Íþróttamiðstöðina.
Undir þessum lið funduðu íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd sameiginlega.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að áhaldageymslan við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum verði staðsett norðan við húsið, samkvæmt tillögu Arkitektastofunnar dagsett 29.10.2014.
Fyrir liggja teikningar af áhaldageymslu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að áhaldageymsla við íþróttahúsið á Egilsstöðum verði byggð norðan megin við íþróttahúsið, samkvæmt tillögu Arkitektastofunnar frá 29. 10. 2014.
Fyrir liggur tillaga um hvernig koma megi fyrir fimleikasal og áhaldageymslu við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar og íþrótta-og tómstundanefndar, samþykkir bæjarstjórn að áhaldageymslan við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum verði staðsett norðan við húsið, samkvæmt tillögu Arkitektastofunnar dagsett 29.10.2014.
Menningar og íþróttanefnd leggur áherslu á að hafist verði handa við framkvæmd verkefnisins samkvæmt áætlun.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.