Umhverfis- og framkvæmdanefnd

4. fundur 13. ágúst 2014 kl. 17:00 - 20:18 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskað formaður eftir að bæta tveimur málum við dagskrána, sem er fjárhagsáætlun 2015 og framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengs og verða þeir liðir númer 19 og 20 í dagskráni.

1.Snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði.

Málsnúmer 201405156

Til umræðu er fyrirkomulag snjóhreinsunarútboðs. Fyrir liggur minnisblað gert af VERKÍS.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafin verði vinna við gerð útboðsgagna samkvæmt lið 4.2 í minnisblaðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um lagningu háspennustarengs

Málsnúmer 201408051

Erindi í tölvupósti dagsett 12.08.2014 þar sem Ólafur Birgisson f.h. Rarik ohf kt.520269-2669 óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengs frá aðveitustöð við Eyvindará að norðurbrún Fjarðarheiðar, samkvæmt framlögðum uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi. Nefndin bendir á að afla þarf samþykki landeigandi fyrir lagnaleiðinni. Nefndin leggur áherslu á að frágangur verði með þeim hætti að ekki verði varanleg breyting á ásýnd svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.UogF fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201408040

Til umræðu er fjárhagsáætlun 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að stefna á aukafund um fjárhagsáætlun 2015 fimmtudaginn 4.september 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

Málsnúmer 201408036

Lögð er fram verkefnislýsing fyrir Urriðavatn vegna ylstrandar og fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur starfmanni að kalla eftir umsögn frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Heilbrigðiseftirlitinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Stóra_Sandfell deiliskipulag

Málsnúmer 201406091

Lögð er fram verkefnislýsing fyrir Stóra Sandfell vegna fyrirhugaðs deiliskipulags, samkvæmt 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða verkefnalýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana samkvæmt 30.gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Kaldá deiliskipulag

Málsnúmer 201312056

Lögð er fram verkefnislýsing fyrir Kaldá 1, Völlum vegna fyrirhugaðs deiliskipulags, samkvæmt 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða verkefnalýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana samkvæmt 30.gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Hvammur II, aðalskipulags-breyting

Málsnúmer 201408031

Lögð er fram verkefnislýsing fyrir Hvamm II, vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða verkefnalýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana samkvæmt 30.gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Eyvindará II, aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201301254

Lögð er fram verkefnislýsing fyrir Eyvindará II, vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða verkefnalýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana samkvæmt 30.gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Mánatröð 8, umsókn um sameiningu

Málsnúmer 201408030

Erindi dagsett 06.08.2014 þar sem Stefán Bragason kt.170453-5579 óskar eftir leyfi til að sameina tvær parhúsaíbúðir, Mánatröð 8a og 8b, Egilsstöðum í eina íbúð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skiplags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Eyvindará lóðir 3 og 13.

Málsnúmer 201408029

Erindi dagsett 31.07.2014 þar sem Anna Birna Snæþórsdóttir kt.091048-4189 og Vernharður Vilhjálmsson kt.030539-3469 óska eftir staðfestingu um lítilsháttar breytingu á lóðamörkum lóðanna Eyvindará lóð 3 og 13. Fyrir liggur nýtt lóðablað dagsett 31.07.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Minkaleit við Jökulsá á Dal og þverár hennar.

Málsnúmer 201405163

Erindi dagsett 27.05.2014 þar sem Skúli Björn Gunnarsson kt.240370-3799 f.h. Veiðifélags Jökulsár á Dal, fer þess á leit að sveitarfélagið stuðli að eflingu á skipulagðri eyðingu minks við Jökulsá á Dal og hliðarám hennar. Málið var áður á dagskrá 23.07.2014.
Aðalsteinn Jónsson og Þórarinn Hrafnkelsson f.h. Veiðifélags Jökulsár á Dal og Stefán Kristmannsson sátu fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Aðalsteini, Þórarni og Stefáni fyrir greinargóðar upplýsingar.
Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að vinna málið áfram og leggja fyrir fund nefndarinnar 24.09.2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Áætlun til þriggja ára um refaveiðar

Málsnúmer 201404128

Lögð eru fram drög að áætlun um refaveiðar 2014-2016, unnið af Umhverfisstofnun. Markmiðið er að bæta nýtingu og umgjörð þess fjármagns sem veitt er til refaveiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við drögin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Áhaldageymsla við íþróttahúsið Egilsstöðum

Málsnúmer 201401162

Lögð er fram frumkostnaðaráætlun fyrir viðbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum dagsett 07.02.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hefja vinnu vegna byggingar áhaldageymslu við íþróttahúsið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Gerð landbótaáætlana

Málsnúmer 201407100

Fyrir liggur bréf frá Landgræðslu ríkisins dagsett 16.07.2014 ásamt bréfi til bænda vegna landbótaáætlunar og landnýtingarhluta gæðastýrðrar sauðfjárframleiðslu.

Lagt fram til kynningar.

15.Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201407021

Erindi dagsett 01.07.2014 þar sem Vilborg Vilhjálmsdóttir kt.200142-4469, óska eftir stofnun fasteignar samkvæmt 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta málinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita frekari upplýsinga um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Blöndubakki stofnun lóðar

Málsnúmer 201407116

Erindi dagsett 14.07.2014 þar sem Óskar Páll Óskarsson f.h. Jarðeigna ríkisins kt.680981-1759, óska eftir stofnun fasteignar samkvæmt 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna fasteignina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Fiskúrgangur til áburðar

Málsnúmer 201408028

Erindi í tölvupósti dagsett 24.07.2014 frá Eymundi Magnússyni kt.040955-3219, vegna vinnslu á fiskúrgangi frá Haustaki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu hvað viðkemur fjárhagslegum stuðningi, en er reiðubúin til viðræðu um stuðnig með öðrum hætti ef óskað er eftir því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Vegur að lóð Eyvindará lóð 3

Málsnúmer 201408026

Erindi í tölvupósti dagsett 31.07.2014 þar sem Jón Björgvin Vernharðsson f.h.Önnu Birnu Snæþórsdóttur og Vernharðs Vilhjálmssonar, óskar eftir samþykki fyrir því að nota fyrirhugaðan reiðveg sem heimreið að lóðunum Eyvindará lóð 3 og 13.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við áform bréfritara, en bendir á að hafa skal samráð við eigendur Randabergs og Eyvindarár. Nefndin leggur áherslu á að vinnu við deiliskipulag af svæðinu verði hraðað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Vegaframkvæmdir við Langadalsá og Innsta Rjúkanda

Málsnúmer 201408025

Erindi í tölvupósti dagsett 05.08.2014 þar sem Guðjón Magnússon f.h. Vegagerðarinnar tilkynnir um öryggisaðgerðir við Langadalsá og við Kollseyru. Óskað er eftir heimild til að taka allt að 650 m3 af efni úr námu merkt með stjörnu á meðfylgjandi uppdrætti. Einnig er óskað eftir heimild til að taka efni úr opini námu við Gilsá, til að laga veginn við Innsta Rjúkanda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda. Nefndin leggur áherslu á að gengið verði snyrtilega frá námunum í verklok.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Girðingar meðfram vegum

Málsnúmer 201408024

Til umræðu er verklag við úttektir á girðingum meðfram vegum. Fyrir liggur skrá yfir úttektir fyrir árið 2011.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir staðfestingu viðkomandi landeiganda, um að lokið hafi verið við viðhald girðinga samkvæmt reglugerð nr. 325/1995 um girðingar með vegum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:18.