Minkaleit við Jökulsá á Dal og þverár hennar.

Málsnúmer 201405163

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 3. fundur - 23.07.2014

Erindi dagsett 27.05.2014 þar sem Skúli Björn Gunnarsson kt.240370-3799 f.h. Veiðifélags Jökulsár á Dal, fer þess á leit að sveitarfélagið stuðli að eflingu á skipulagðri eyðingu minks við Jökulsá á Dal og hliðarár hennar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir fundi með forsvarsmönnum veiðifélagsins ásamt samningsbundnum minkaveiðimönnum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 4. fundur - 13.08.2014

Erindi dagsett 27.05.2014 þar sem Skúli Björn Gunnarsson kt.240370-3799 f.h. Veiðifélags Jökulsár á Dal, fer þess á leit að sveitarfélagið stuðli að eflingu á skipulagðri eyðingu minks við Jökulsá á Dal og hliðarám hennar. Málið var áður á dagskrá 23.07.2014.
Aðalsteinn Jónsson og Þórarinn Hrafnkelsson f.h. Veiðifélags Jökulsár á Dal og Stefán Kristmannsson sátu fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Aðalsteini, Þórarni og Stefáni fyrir greinargóðar upplýsingar.
Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að vinna málið áfram og leggja fyrir fund nefndarinnar 24.09.2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.