Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

261. fundur 11. ágúst 2014 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Bæjarstjóri kynnti athugasemd sem komið var á framfæri við fjölmiðla og birt var á heimasíðu sveitarfélagsins, vegna fréttar um skuldastöðu sveitarfélagsins.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 3

Málsnúmer 1407014

Fundargerðin staðfest.

2.1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 131

Málsnúmer 1407010

Fundargerðin staðfest.

2.2.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar.

Málsnúmer 201407002

Erindi í tölvupósti dags. 30.06.2014 þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, Með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt rekstrarleyfi í fl. II. Umsækjandi er Sesselja Bjarnadóttir kt.191265-4409. Starfsstöð er sumarbústaður í Eyjólfsstaðaskógi, sem er Eyjólfsstaðaskógur 22.

Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins.
Var sú afgreiðsla staðfest af umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs þann 23. júlí 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir framangreinda afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarráð að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um."

2.3.Umsókn um byggingarleyfi/hús og gestahús

Málsnúmer 201405127

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.4.Umsókn um byggingarleyfi/breytingar

Málsnúmer 201405149

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.5.Eyjólfsstaðaskógur 29, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201407051

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.6.Beiðni um umsögn vegna lögbýlis

Málsnúmer 201406059

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

2.7.Umsókn um byggingarlóð

Málsnúmer 201406073

Erindi dagsett 12.06.2014, þar sem Óttar Steinn Magnússon kt.080289-2199 og Íris Sverrisdóttir kt.160890-3209, sækja um lóðina Bjarkasel 12, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að úthluta lóðinni til umsækjenda samkvæmt a) lið 3.greinar Samþykktar um úthlutun lóða á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.8.Umsókn um lóð.

Málsnúmer 201406115

Í vinnslu.

2.9.Dæluskúr við Eyvindará.

Málsnúmer 201407048

Erindi í tölvupósti dagsett 04.07.2014 þar sem Óli Grétar Metúsalemsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella kt.4706051110, óskar eftir byggingarleyfi fyrir dæluskúr við Eyvindará, samkvæmt meðfylgjandi yfirlitsmynd. Málið var áður á dagskrá 08.07.2014. Rætt hefur verið við bréfritara um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Gjaldskrárbreytingar

Málsnúmer 201403112

Fyrir liggur tillaga um breytingu á "Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjald byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði". Málið var áður á dagskrá 09.04.2014 og 08.07.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð framlagða tillögu og felur skiplags- og byggingarfulltrúa að auglýsa gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.11.Umferðaröryggishópur

Málsnúmer 201407098

Skipan fulltrúa í Umferðaröryggishóp Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að Árni Kristinsson, Páll Sigvaldason og Ágústa Björnsdóttir verði í Umferðaröryggishópnum og að Skipulags- og byggingarfulltrúi verði starfsmaður hópsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.12.Tippsvæði við Eyvindará

Málsnúmer 201407097

Í vinnslu.

2.13.Minkaleit við Jökulsá á Dal og þverár hennar.

Málsnúmer 201405163

Í vinnslu.

2.14.Samþykkt um umgengni og þrifnað.

Málsnúmer 201008037

Lögð er fram til kynningar "Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss í Fljótsdalshreppi, Fjarðabyggð, Seyðisfjarðarkaupstað, Fljótsdalshéraði og Sveitarfélaginu Hornafirði".

2.15.Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201407099

Erindi dagsett 16.07.2014 þar sem Reynir Stefánsson kt.110339-2599, sækir um stofnun fasteignar í fasteignaskrá samkvæmt 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillötu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.16.Girðing milli tjaldsvæðis og mjólkurstöðvar.

Málsnúmer 201406123

Í vinnslu.

2.17.Unalækur lóð D7, umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 201206119

Erindi í tölvupósti dagsett 15.07.2014 þar sem Sólmundur Oddsson kt.140867-5789 fyrir hönd landeigenda, sækir um bráðabirgðaleyfi fyrir hjólhýsi og vinnuskúr á lóðinni D7 við Unalæk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að veita stöðuleyfi fyrir hjólhýsi og vinnuskúr til eins árs samkvæmt gr.2.6.1 í Byggingarreglugerð.

Jafnframt tekur bæjarráð undir með nefndinni og krefst þess að bygging sú sem staðsett er á lóðinni í óleyfi verði fjarlægð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.18.Hafrafell 2, ósk um umsögn

Málsnúmer 201407063

Lögfræðiþjónustunni ehf. f.h. Margrétar Brynjólfsdóttur kt.151255-0009 og Gunnars Smára Björgvinssonar kt.290655-4209 óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar um lögbýlisrétt jarðarinnar Hafrafells 2, Fljótsdalshéraði, landnúmer 222001.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarráð ekki athugasemd við að Hafrafell 2 fái lögbýlisrétt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.19.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 200902083

Erindi dagsett 08.07.2014 þar sem Þórhallur Pálsson kt.160152-3899 óskar eftir að mál fjarvarmaveitunnar á Eiðum verði tekið til umræðu að nýju og endurskoði ákvörðun fyrri bæjarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að umhverfis- og framkvæmdanefnd boði hagsmunaaðila til fundar til að fara yfir málið. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að taka saman upplýsingar um stöðu mála.

2.20.Áætlun til þriggja ára um refaveiðar

Málsnúmer 201404128

Lögð eru fram samningsdrög um refaveiðar og yfirlit yfir endurgreiðsluhlutföll sveitarfélaga. Óskað er eftir ábendingum fyrir 25.ágúst n.k.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir athugasemd við að í útreikningum á framlögum ríkisins til sveitarfélaga vegna refaveiða er í forsendum miðað við meðaltal fjölda íbúa árin 2006-2010, en á því tímabili var mikil tímabundin fjölgun íbúa í sveitarfélaginu. Bæjarráð telur eðlilegra að miðað verði við íbúafjölda undangengins árs, eins og algengast er þegar verið er að reikna út ýmsar tekjur og gjöld sveitarfélaga.
Jafnframt andmælir bæjarráð því að framlög ríkisins til refaveiða nemi ekki hærri upphæð en frá 10 til 33 prósentum af kostnaði sveitarfélaga, samkvæmt því sem fram kemur í fyrirliggjandi drögum
Bæjarráð samþykkir að óskað verði efir endurskoðun á þessum útreikningum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

2.21.Umferðaröryggismál Fjóluhvammur/Fífuhvammur

Málsnúmer 201407101

Í vinnslu.

2.22.Hurðarbak, umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201407105

Erindi dagsett 16.07.2014 þar sem Grétar Mar Óðinsson kt.280973-4919 og Svavar Gunnþórsson kt.151126-2359 sækja um stofnun fasteigna í fasteignaskrá samkvæmt 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðirnar í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.23.Ályktanir 9.fundar sveitarstjórnarvettvangs EFTA.

Málsnúmer 201407103

Erindinu vísað til náttúruverndarnefndar.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

2.24.Eftirlitsskýrsla,Tjarnarland sýnataka

Málsnúmer 201407110

Lagt fram til kynningar.

2.25.Fyrirspurn ýmis rekstraratriði.

Málsnúmer 201407111

Í vinnslu.

2.26.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201309043

Til umræðu er merking gönguleiða meðan Ormsteiti stendur yfir. Um er að ræða svæðið sitthvoru megin við Fagradalsbrautina og merking gönguleiðar að Sláturhúsinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð ofangreind áform og að þau verði framkvæmd í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.27.Steinholt, umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 201407113

Erindi í tölvupósti dagsett 17.07.2014 þar sem Ágúst Þór Margeirsson f.h. Ingvars Friðrikssonar kt.210671-4989, óskar eftir leyfi til breytinga á efri hæð útihúss á jörðinni Steinholt 2, Fljótsdalshéraði. Fyrir liggja drög að teikningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð ofangreind áform og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.28.Leiktæki, aðalskoðun

Málsnúmer 201109057

Fyrir liggur tilboð frá Guðjóni Kristinssyni, hjá BSI á Íslandi,í árlega aðalskoðun leiktækja á Fljótsdalshéraði. Málið var áður á dagskrá 08.07.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar þakkar bæjarráð tilboðið, en þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar 2014 þá er því hafnað.

bæjarráð samþykkir að óska eftir að sá hluti reglugerðar um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, sem fjallar um aðalskoðun leiktækja, verði tekin til umræðu á vettvangi SSA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Félagsmálanefnd - 128

Málsnúmer 1406007

Fundargerðin staðfest.

3.1.Fyrirkomulag funda og fundartímar Félagsmálanefndar

Málsnúmer 0

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

3.2.Kynning á Félagsþjónustu

Málsnúmer 0

Lagt fram til kynningar.

3.3.Undirritaður samningur um sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd milli samstarfssveitarfélaga

Málsnúmer 201103179

Lagt fram til kynningar.

3.4.Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði Austurlands um þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 201211117

Lagt fram til kynningar.

3.5.Stefna félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs/ Fjarðabyggðar

Málsnúmer 201110029

Lagt fram til kynningar.

3.6.Starfsáætlun Félagsþjónustu 2014

Málsnúmer 0

Lagt fram til kynningar.

3.7.Yfirlit yfir launagreiðslur janúar-maí 2014

Málsnúmer 0

Lagt fram til kynningar.

3.8.Kæra til úrskurðarnefndar félagsþjónustu

Málsnúmer 0

Lagt fram til kynningar.

3.9.Barnaverndarmál

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

4.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

Málsnúmer 201210107

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 15.júlí 2014, þar sem tilkynnt er um töf á afgreiðslu erindis Fljótsdalshéraðs dags. 30.júní 2014.
Fram kemur í bréfinu að stefnt er að afgreiðslu málsins um miðjan ágúst.

5.Samráðshópur um innanlandsflugvöll

Málsnúmer 201408010

Lagður fram tölvupóstur frá Rögnu Árnadóttur, varðandi samráðshóp um innanlandsflugvöll.
Þar kemur fram að stefnt er að næsta fundi hópsins 25. eða 26. ágúst.

6.Lög um opinber skjalasöfn

Málsnúmer 201408011

Lagður fram tölvupóstur frá Báru Stefánsdóttur forstöðum. Héraðskjalasafnsins þar sem hún kynnir hlutverk Héraðsskjalasafns Austfirðinga varðandi varðveislu afhendingarskyldra skjala opinberra aðila.
Bæjarráð samþykkir að bréfið verði sent starfsmönnum, nefndum, ráðum og stjórnum sveitarfélagsins til kynningar.

7.Styrkbeiðni vegna Parkinsonsamtakanna

Málsnúmer 201408012

Lagt fram bréf frá Parkinsonsamtökunum á Íslandi, með beiðni um fjárstuðning til að halda félagsfund í heimabyggð næsta vetur.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til félagsmálanefndar til afgreiðslu.

8.Bókun sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps frá 15.júlí 2014

Málsnúmer 201408013

Lögð fram til kynningar bókun sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps frá 15.júlí 2014 varðandi skólamál á Hallormsstað og fleira.
Bæjarstjóra falið að vinna drög að viðauka við samstarfssamning sveitarfélaganna um Hallormsstaðaskóla.

9.Samstarf um uppbyggingu og rekstur skíðasvæða

Málsnúmer 201309111

Lagt fram svarbréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu við erindi Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fjarðabyggðar frá 27. september 2013, varðandi samstarf um uppbyggingu og rekstur skíðasvæða á Austurlandi. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið getur ekki orðið við ósk sveitarfélaganna um aðkomu að uppbyggingu á svæðunum.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

10.Vinnustaðaeinelti - kynning til sveitarstjórnar

Málsnúmer 201408014

Lagt fram erindi í tölvupósti, dags.5. ágúst 2014 frá , Brynju Bragadóttur PhD og Hildi Jakobínu Gísladóttur MBA þar sem þær vilja kynna starfsemi fyrirtækisins Officium til að hjálpa vinnustöðum að fyrirbyggja einelti og skapa jákvæða vinnustaðarmenningu.

Bæjarráð þakkar erindið og kynninguna.

11.Ormsteiti 2014

Málsnúmer 201408015

Kynnt boðsbréf til nýbúa vegna nýbúadagsins á Ormsteiti, en að venju verður nýbúum boðið til móttöku við Gistihúsið á Egilsstöðum og verður móttakan þann
16. ágúst kl. 10:00.

Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar mun sannleiksnefnd um Lagarfljótsorminn koma saman til fundar á dögum Ormsteitis og að fundi loknum skila frá sér niðurstöðu málsins.

Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa og aðra íbúa sveitarfélagsins til að sækja viðburði Ormsteitis eftir því sem þeir eiga kost á.

12.Byggingarnefnd hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 201408027

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir þá tillögu L-listans að aðal- og varamaður hans í byggingarnefnd hjúkrunarheimilisins hafi verkaskipti, þannig að héðan í frá verði Þorkell Sigurbjörnsson aðalmaður í byggingarnefndinni, en Árni Kristinsson verði hans varamaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Að loknum fundi bæjarráðs kom Jóna Árný Þórðardóttir, starfandi framkvæmdastjóri Austurbrúar til fundar með bæjarráði kl. 11:00.

Fundi slitið.