Lagður fram tölvupóstur frá Rögnu Árnadóttur, varðandi samráðshóp um innanlandsflugvöll. Þar kemur fram að stefnt er að næsta fundi hópsins 25. eða 26. ágúst.
Bæjarráð tekur heils hugar undir bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá 17. febrúar sl., varðandi vinnubrögð Reykjavíkurborgar í tengslum við málefni Reykjavíkurflugvallar og fyrirhugaðar framkvæmdir á Hlíðarendasvæði, sem hafa munu verulega áhrif á notagildi flugvallarins. Jafnframt ítrekar bæjarráð þau sjónarmið sveitarfélagsins sem. m.a. hafa komið fram í athugasemdum við aðalskipulag Reykjavikurborgar sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar 04.09. 2013. Ítrekuð er áskorun til borgarfulltrúa Reykjavíkur um að gefa svokallaðri "Rögnunefnd" svigrúm til að ljúka vinnu sinni, áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.
Bæjarráð tekur undir þau orð innanríkisráðherra frá 26. febrúar sl. að Reykjavíkurflugvöllur sé dyrnar að innanlandsflugi á Íslandi og áréttar fyrri bókanir sveitarfélagsins um mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir samgöngur i landinu.
Bæjarráð fagnar einnig að fyrir liggur niðurstaða starfshóps um gjaldtöku í innanlandsflugi, en samkv. henni liggur ljóst fyrir að opinberar álögur eru ekki sá þáttur sem skiptir sköpum í verðlagningu á innanlandsflugi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tekur heils hugar undir bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá 17. febrúar sl., varðandi vinnubrögð Reykjavíkurborgar í tengslum við málefni Reykjavíkurflugvallar og fyrirhugaðar framkvæmdir á Hlíðarendasvæði, sem hafa munu verulega áhrif á notagildi flugvallarins. Jafnframt ítrekar bæjarstjórn þau sjónarmið sveitarfélagsins sem. m.a. hafa komið fram í athugasemdum við aðalskipulag Reykjavikurborgar sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar 04.09. 2013. Ítrekuð er áskorun til borgarfulltrúa Reykjavíkur um að gefa svokallaðri "Rögnunefnd" svigrúm til að ljúka vinnu sinni, áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.
Bæjarstjórn tekur undir þau orð innanríkisráðherra í umræðum á Alþingi 26. febrúar sl. að Reykjavíkurflugvöllur sé dyrnar að innanlandsflugi á Íslandi og áréttar fyrri bókanir sveitarfélagsins um mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir samgöngur i landinu.
Bæjarstjórn fagnar einnig að fyrir liggur niðurstaða starfshóps um gjaldtöku í innanlandsflugi, en samkv. henni liggur ljóst fyrir að opinberar álögur eru ekki sá þáttur sem skiptir sköpum í verðlagningu á innanlandsflugi.
Þar kemur fram að stefnt er að næsta fundi hópsins 25. eða 26. ágúst.