Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

286. fundur 02. mars 2015 kl. 09:00 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Þórður Mar Þorsteinsson 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Björn Ingimarsson bæjarstjóri sagði frá fundi með endurskoðanda sveitarfélagsins, en nú er verið að vinna í uppgjöri ársins 2014 og því verið að taka afstöðu til ýmissa atriða í sambandi við það.

Einnig fór hann yfir upplegg að uppgjöri á félaginu GáF, sem ákveðið var á síðasta ári að slíta.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að veita bæjarstjóra heimild til að ganga til samninga um uppgjör félagsins á þeim nótum sem hann kynnti.

2.Fundargerð 184. fundar stjórnar HEF

Málsnúmer 201502165

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 25. febrúar 2015

Málsnúmer 201502167

Fram kom að stefnt er að vígslu hússins föstudaginn 20. mars nk.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð 825. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201502143

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2015

Málsnúmer 201502168

Lögð fram fundarboð vegna aðalfundar HEF 2015, sem boðaður hefur verið á Hótel Héraði 5. mars nk. kl. 17:00.

Bæjarráð samþykkir að aðalmenn í bæjarstjórn, eða varamenn í forföllum þeirra, fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum í hlutfalli við mætingu.

6.Kjarasamningur grunnskólakennara 2014

Málsnúmer 201405122

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. febrúar 2015 með samkomulagi um breytingar á kjarasamningi við Kennarasamband Íslands, f.h. Félags grunnskólakennara, ásamt fleiri gögnum varðandi samkomulagið.

Lagt fram til kynningar.

7.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

Málsnúmer 201312036

Lagðar fram þrjár fundargerðir starfshóps um málefni Hallormsstaðaskóla, frá 13.02, 18.02 og 25.02.

Bæjarstjóri kynnti drög að samningum milli sveitarfélaganna um aðgengi Fljótsdalshrepps að grunn- leik- og tónlistarskólum Fljótsdalshéraðs. Stefnt er að því að leggja endanleg drög fyrir sveitarstjórnirnar í næstu viku.

8.Frumvarp til laga um farmflutninga á landi

Málsnúmer 201502124

Afgreiðslu var frestað á 285.fundi bæjarráðs.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við efni frumvarpsins en leggur þó áherslu á að í tengslum við löggjöf um farmflutninga á landi sé hugað sérstaklega að þáttum sem tengjast jöfnun flutningskostnaðar, sem er mikið réttlætismál fyrir íbúa í landsbyggðunum.

9.Frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni

Málsnúmer 201502126

Afgreiðslu var frestað á 285.fundi bæjarráðs.

Bæjarráð beinir því til Alþingis að felld verði á brott 7. gr. frumvarpsins um skipan samráðsvettvangs.
Í ákvæðinu er illa skilgreint hvernig beri að skipa slíkan samráðsvettvang, hverjum á að bjóða þátttöku og hver á að bera kostnað af honum. Þegar sveitarfélagi eða samtökum þeirra er falin framkvæmd almenningssamgangna, verður að telja sjálfgefið að viðkomandi leiti til hagsmunaaðila þegar kemur að skipulagi þeirra og þarf ekki lögskipaðan samráðsvettvang til.

Einnig telur bæjarráð að endurskoða verði 14. gr. frumvarpsins sem fjallar um einkarétt. Í ákvæðinu er þrengt um of að möguleikum sveitarfélaga til að búa til hagkvæmt og heilstætt kerfi almenningssamgangna á sínu svæði, m.a. með því að nýta tekjur af arðbærum leiðum til að halda uppi akstri á öðrum leiðum.

10.Tillaga til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.

Málsnúmer 201502175

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 26. febrúar 2015, með umsagnarbeiðni vegna tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.

Eftir nokkrar umræður um málið lá engin niðurstaða fyrir og ákveðið að skila ekki umsögn.

11.Samráðshópur um innanlandsflugvöll

Málsnúmer 201408010

Bæjarráð tekur undir þau orð innanríkisráðherra frá 26. febrúar sl. að Reykjavíkurflugvöllur sé dyrnar að innanlandsflugi á Íslandi og áréttar fyrri bókanir sveitarfélagsins um mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir samgöngur i landinu.

Bæjarráð fagnar einnig að fyrir liggur niðurstaða starfshóps um gjaldtöku í innanlandsflugi, en samkv. henni liggur ljóst fyrir að opinberar álögur eru ekki sá þáttur sem skiptir sköpum í verðlagningu á innanlandsflugi.

Fundi slitið - kl. 11:15.