Frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni

Málsnúmer 201502126

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 285. fundur - 23.02.2015

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 19. febr. 2015, með umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni.

Málið er til vinnslu og frestað til næsta fundar:

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 286. fundur - 02.03.2015

Afgreiðslu var frestað á 285.fundi bæjarráðs.

Bæjarráð beinir því til Alþingis að felld verði á brott 7. gr. frumvarpsins um skipan samráðsvettvangs.
Í ákvæðinu er illa skilgreint hvernig beri að skipa slíkan samráðsvettvang, hverjum á að bjóða þátttöku og hver á að bera kostnað af honum. Þegar sveitarfélagi eða samtökum þeirra er falin framkvæmd almenningssamgangna, verður að telja sjálfgefið að viðkomandi leiti til hagsmunaaðila þegar kemur að skipulagi þeirra og þarf ekki lögskipaðan samráðsvettvang til.

Einnig telur bæjarráð að endurskoða verði 14. gr. frumvarpsins sem fjallar um einkarétt. Í ákvæðinu er þrengt um of að möguleikum sveitarfélaga til að búa til hagkvæmt og heilstætt kerfi almenningssamgangna á sínu svæði, m.a. með því að nýta tekjur af arðbærum leiðum til að halda uppi akstri á öðrum leiðum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og beinir því til Alþingis að felld verði á brott 7. gr. frumvarpsins um skipan samráðsvettvangs.
Í ákvæðinu er illa skilgreint hvernig beri að skipa slíkan samráðsvettvang, hverjum á að bjóða þátttöku og hver á að bera kostnað af honum. Þegar sveitarfélagi eða samtökum þeirra er falin framkvæmd almenningssamgangna, verður að telja sjálfgefið að viðkomandi leiti til hagsmunaaðila þegar kemur að skipulagi þeirra og þarf ekki lögskipaðan samráðsvettvang til.

Einnig telur bæjarstjórn að endurskoða verði 14. gr. frumvarpsins sem fjallar um einkarétt. Í ákvæðinu er þrengt um of að möguleikum sveitarfélaga til að búa til hagkvæmt og heilstætt kerfi almenningssamgangna á sínu svæði, m.a. með því að nýta tekjur af arðbærum leiðum til að halda uppi akstri á öðrum leiðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.