Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

285. fundur 23. febrúar 2015 kl. 09:00 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Ýmis mál rædd, án frekari bókana.

2.Fundir stýrihóps um Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar, 2015

Málsnúmer 201502022

Lagðar fram til kynningar 3 fundargerðir stýrihóps Alcoa og Landsvirkjunar frá 17.12. 2014, 22.01.2015 og 02.02. 2015.

Fram kemur að stefnt er að ársfundi verkefnisins á Fáskrúðsfirði þann 6. maí nk. og mælist bæjarráð til að fulltrúar úr bæjarstjórn og viðkomandi fagnefndum mæti til fundarins.

3.Auka aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2015

Málsnúmer 201502118

Lögð fram til kynningar fundargerð Skólaskrifstofu Austurlands frá 17. febrúar 2015 ásamt fundarboði auka aðalfundar sem haldinn verður 6. mars 2015 og drögum að samningi um Skólaskrifstofu Austurlands og hlutverk hennar varðandi málefni fatlaðs fólks.

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aukaaðalfundi Skólaskrifstofu Austurlands 6. mars nk.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti Samning um Skólaskrifstofu Austurlands og hlutverk hennar varðandi málefni fatlaðs fólks, á fundi sínum 4. febrúar sl. Samningurinn því lagður hér fram til kynningar.

4.Heimsókn sveitarstjórnarfólks í álver Alcoa

Málsnúmer 201502106

Lagður fram tölvupóstur, dags. 16.02. 2015, frá Guðmundi Bjarnasyni, f.h. Alcoa Fjarðaáls varðandi heimsókn sveitarstjórnarfólks í álverið á Reyðarfirði þann 17. mars 2015.

Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta á þennan árlega kynningarfund, en boði ella varamenn í stað þeirra aðalmanna sem ekki eiga kost á því að mæta.

5.Niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 201502018

Lagður fram tölvupóstur frá Baldri Grétarssyni, dags. 17. febrúar 2015, þar sem hann mótmælir harðlega fyrirætlunum Vegagerðarinnar um niðurfellingu Hreiðarsstaðavegar af vegaskrá.

Bæjarráð þakkar erindið og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar á þessu máli á fundi hennar 18. feb. sl. og eins verður það tekið upp á fundi sveitarfélagsins með fulltrúum Vegagerðarinnar sem stendur fyrir dyrum, sbr. 6. lið í þessari fundargerð.

6.Fundir með fulltrúum Vegagerðarinnar 2015.

Málsnúmer 201502121

Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að fulltrúar sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar fundi með reglubundnum hætti, til að fara yfir vegaframkvæmdir innan sveitarfélagsins og á Austurlandi, ásamt ýmsum öðrum sameiginlegum málum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir slíkum fundi og að þangað komi fulltrúar yfirstjórnar Vegagerðarinnar, ásamt fulltrúum þeirra á Austurlandi. Einnig verði bæjarfulltrúar boðaðir á þann fund.

7.Samráðshópur um innanlandsflugvöll

Málsnúmer 201408010

Bæjarráð tekur heils hugar undir bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá 17. febrúar sl., varðandi vinnubrögð Reykjavíkurborgar í tengslum við málefni Reykjavíkurflugvallar og fyrirhugaðar framkvæmdir á Hlíðarendasvæði, sem hafa munu verulega áhrif á notagildi flugvallarins. Jafnframt ítrekar bæjarráð þau sjónarmið sveitarfélagsins sem. m.a. hafa komið fram í athugasemdum við aðalskipulag Reykjavikurborgar sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar 04.09. 2013.
Ítrekuð er áskorun til borgarfulltrúa Reykjavíkur um að gefa svokallaðri "Rögnunefnd" svigrúm til að ljúka vinnu sinni, áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.

8.Frumvarp til laga um farmflutninga á landi

Málsnúmer 201502124

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 19. febrúar 2015, umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um farmflutninga á landi.

Málið er til vinnslu og frestað til næsta fundar:

9.Frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni

Málsnúmer 201502126

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 19. febr. 2015, með umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni.

Málið er til vinnslu og frestað til næsta fundar:

10.Frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna)

Málsnúmer 201502135

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 20. febr., umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um orlof húsmæðra.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

11.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201502122

Lögð fram erindi sem bárust í viðtalstíma bæjarfulltrúa 19. febrúar sl. og einnig erindi og tillögur frá leikskólabörnum af Tjarnarskógi sem þau kynntu forseta bæjarstjórnar og formanni fræðslunefndar í heimsókn sinni í fundarsal bæjarstjórnar fyrir skömmu.

Bæjarráð þakkar innkomin erindi og ekki síst heimsókn leikskólabarnanna og þeirra tillögur og felur bæjarstjóra að koma þessum erindum og tillögum í ferli hjá nefndum og starfsmönnum Fljótsdalshéraðs.

Fundi slitið - kl. 10:30.