Lagðar eru fram tilkynningar frá Vegagerðinni dag. 02.02.2015 um niðurfellingu eftirtaldra vega af vegaskrá: Bakkagerðisvegur nr.9174-01, Eyjólfsstaðavegur nr.9358-01, Grundarvegur nr.9212-01, Hleinargarðsvegur nr.9449-01, Hreiðarsstaðavegur nr.9307-01, Grímsárvirkjunarvegur nr.9384 og Hreimsstaðavegur nr.9478-01.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á, að á Eyjólfsstöðum, Hreiðarstöðum og í Grímsárvirkjun, er rekin atvinnustarfsemi þótt ekki sé þar föst búseta. Nefndin væntir þess að þessi vegir verði aftur settir á vegaskrá þegar búseta breytist á jörðunum. Að öðru leyti lagt fram til kynningar
Lagðar eru fram tilkynningar frá Vegagerðinni dag. 02.02. 2015 um niðurfellingu eftirtaldra vega af vegaskrá: Bakkagerðisvegur nr. 9174-01, Eyjólfsstaðavegur nr. 9358-01, Grundarvegur nr. 9212-01, Hleinargarðsvegur nr. 9449-01, Hreiðarsstaðavegur nr. 9307-01, Grímsárvirkjunarvegur nr. 9384 og Hreimsstaðavegur nr. 9478-01.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og bendir á, að á Eyjólfsstöðum, Hreiðarstöðum og í Grímsárvirkjun, er rekin atvinnustarfsemi þótt ekki sé þar föst búseta og því óheimilt að fella þá vegi af vegaskrá sbr. c. lið 2. mgr. 8. gr. Vegalaga nr. 80/2007. Bæjarstjórn væntir þess að aðrir vegir sem tilgreindir eru verði aftur settir á vegaskrá þegar búseta breytist.
Lagður fram tölvupóstur frá Baldri Grétarssyni, dags. 17. febrúar 2015, þar sem hann mótmælir harðlega fyrirætlunum Vegagerðarinnar um niðurfellingu Hreiðarsstaðavegar af vegaskrá.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar á þessu máli á fundi hennar 18. feb. sl. og eins verður það tekið upp á fundi sveitarfélagsins með fulltrúum Vegagerðarinnar sem stendur fyrir dyrum, sbr. 6. lið í þessari fundargerð.
Lögð er fram tilkynning frá Vegagerðinni um niðurfellingu eftirtalinna vega af vegaskrá: 1. Hreiðarsstaðavegur nr. 9307-01. 2. Hreimsstaðavegur nr. 9478-01. 3. Grundarvegur nr. 9212-01. 4. Bakkagerðisvegur nr. 9174-01. Fyrir liggur bréf dagsett 14.09.2015 þar sem Baldur Grétarsson bendir á að á Hreiðarsstöðum sé sauðfjárbúskapur og föst búseta.
Bakkagerðisvegur nr.9174-01, Eyjólfsstaðavegur nr.9358-01, Grundarvegur nr.9212-01, Hleinargarðsvegur nr.9449-01, Hreiðarsstaðavegur nr.9307-01, Grímsárvirkjunarvegur nr.9384 og Hreimsstaðavegur nr.9478-01.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á, að á Eyjólfsstöðum, Hreiðarstöðum og í Grímsárvirkjun, er rekin atvinnustarfsemi þótt ekki sé þar föst búseta. Nefndin væntir þess að þessi vegir verði aftur settir á vegaskrá þegar búseta breytist á jörðunum.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.