Umhverfis- og framkvæmdanefnd

32. fundur 28. september 2015 kl. 17:00 - 20:25 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016

Málsnúmer 201505058

Lögð er fram tillaga að fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2016.

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu verði hækkuð um 2,5% til að fylgja verðlagsþróun fyrir árið 2015, eins og framlögð áætlun gerir ráð fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fundargerð 124. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201509058

Lögð er fram fundargerð 124. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands dagsett 02.09.2015.

Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerð Náttúrustofu Austurlands 2015.

Málsnúmer 201501198

Lögð er fram fundargerð 7. stjórnarfundar Náttúrustofu Austurlands dagsett 04.09.2015.

Lagt fram til kynningar.

4.Gangbrautarmerkingar við þjóðveg 1

Málsnúmer 201509008

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 02.09.2015 þar sem skorað er á Vegagerðina og Fljótsdalshérað að gera nauðsynlegar úrbætur á umferðar/gangbrautarmerkingum við gatnamótin við þjóðveg 1 í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar í fyrri bókanir nefndarinnar um málið og ítrekar enn og aftur við Vegagerðina að fundin verði lausn án tafar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Göng undir Fjarðarheiði

Málsnúmer 201502111

Lögð eru fram gögn vegna fyrirhugaðra jarðganga undir Fjarðarheiði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að þeim svæðum sem fyrirhuguð eru sem aðkoma að gangnamunnum Fjarðarheiðagangna Fljótsdalshéraðsmegin, verði ekki skipulögð fyrir aðra starfsemi en nú er, þar til fyrir liggur endanleg ákvörðun um staðsetningu gangnamunna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Smáhýsi við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað

Málsnúmer 201506106

Erindi í tölvupósti dagsett 22.08.2015 þar sem Þráinn Lárusson svarar fyrirspurn um smáhýsi við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað.

Málið er í vinnslu.

7.Merking hraðahindrana/hliða á göngustígum

Málsnúmer 201509009

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 02.09.2015 þar sem bent er á að merkja þurfi hliðin á gangstígunum í áberandi lit eða með einhverjum öðrum hætti þannig að þau sjáist vel.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendinguna. Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að afla upplýsinga um merkingar hliða í öðrum sveitarfélögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Hlymsdalir skilti og leturgerð

Málsnúmer 201509079

Fyrir liggur tillaga um merkingu ofan við aðalinnganginn í Hlymsdali.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar framkominni hugmynd um merkingu Hlymsdala.

Nefndin leggur til að húsið verði merkt í samræmi við merkingar annars húsnæðis sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 201502018

Lögð er fram tilkynning frá Vegagerðinni um niðurfellingu eftirtalinna vega af vegaskrá:
1. Hreiðarsstaðavegur nr. 9307-01.
2. Hreimsstaðavegur nr. 9478-01.
3. Grundarvegur nr. 9212-01.
4. Bakkagerðisvegur nr. 9174-01.
Fyrir liggur bréf dagsett 14.09.2015 þar sem Baldur Grétarsson bendir á að á Hreiðarsstöðum sé sauðfjárbúskapur og föst búseta.

Lagt fram til kynningar.

10.Umsókn um lóð

Málsnúmer 201508077

Erindi dagsett 18.08.2015 þar sem Bóas Eðvaldsson kt. 011163-3199 sækir um f.h. Strandartinds ehf. kt. 640306-0170, lóðina Skjólvangur 1, Fljótsdalshéraði. Málið var áður á dagskrá 26.08.2015. Fyrir liggur áætlun um kostnað vegna gatnagerðar o.fl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Almenningssamgöngur 2015

Málsnúmer 201501086

Lögð fram skýrsla vinnuhóps um almenningssamgöngur og skólaakstur.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 7.9.2015 að vísa skýrslunni til umfjöllunar hjá þeim nefndum sveitarfélagsins sem tengjast málinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar vinnuhópnum greinargóða skýrslu, nefndin mun hafa skýrsluna til hliðsjónar við gerð starfsáætlunar. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

12.Ylströnd við Urriðavatn, deiliskipulag

Málsnúmer 201501002

Lagt er fram leiðrétt tillaga að deiliskiulagi fyrir Ylströnd við Urariðavatn dagsett 21.09.2015. Leiðréttingin er gerð vegna athugasemda sem bárust á auglýsingatíma og vegna athugasemda Skipulagsstofnunar dags. 27.08.2015.

Ágústa Björnsdóttir vék af fundi kl. 19:45.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun til athugunar samkvæmt 42.gr.skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Beiðni um endurmat fasteignamats/Miðvangur 1-3

Málsnúmer 201412068

Erindi dagsett 01.09.2015 þar sem Yfirfasteignamatsnefnd óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna kæru dagsett 27.ágúst 2015, frá Heimi Sveinssyni, kt.150447-2979 vegna endurmats eignarinnar Miðvangur 1-3, Egilsstöðum. Fyrir liggur svarbréf við erindinu.

Lagt fram til kynningar.

14.Merkingar við Sláturhúsið

Málsnúmer 201508078

Erindi í tölvupósti dagsett 19.08.2015 þar sem Unnar Geir Unnarsson, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og Sláturhússtjóri, vekur athygli á að setja þurfi upp skilti til upplýsingar um þá starfsemi sem fram fer í Sláturhúsinu. Málið var áður á dagskrá 26.08.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026

Málsnúmer 201504110

Erindi í tölvupósti dagsett 23.09.2015 þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögu til þingsáliktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026, 101. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd ítrekar bókun nefndarinnar frá 13.05.2015 sem hljóðar svo: "Þar sem landbúnaður er ein af mikilvægustu stoðum samfélagsins, þá telur nefndin að hann hafi ekki nægjanlegt vægi í tillögunni og bendir á umsagnir Bændasamtaka Íslands og Landssamband Sauðfjárbænda þar um."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:25.