Göng undir Fjarðarheiði

Málsnúmer 201502111

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 18. fundur - 25.02.2015

Erindi frá Vegagerðinni dagsett 16.02.2015 þar sem óskað er eftir að við gerð skipulags á Fljótsdalshéraði verði möguleikum fyrir munnum Fjarðarheiðarganga ásamt athafna- og vegsvæðum, haldið opnum á meðan ákvörðun um staðsetningu jarðganga liggur ekki fyrir. Meðfylgjandi eru loftmyndir sem sýna áætlaða staðsetningu jarðgangamunna, vega að þeim og svæða við gangamunna sem þarf vegna jarðgangagerðarinnar ásamt greinargerð um valkosti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn, að boðaður verði fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar þar sem hugmyndir og áætlanir Vegagerðarinnar verði kynntar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Erindi frá Vegagerðinni dagsett 16.02. 2015 þar sem óskað er eftir að við gerð skipulags á Fljótsdalshéraði verði möguleikum fyrir munnum Fjarðarheiðarganga ásamt athafna- og vegsvæðum, haldið opnum á meðan ákvörðun um staðsetningu jarðganga liggur ekki fyrir. Meðfylgjandi eru loftmyndir sem sýna áætlaða staðsetningu jarðgangamunna, vega að þeim og svæða við gangamunna sem þarf vegna jarðgangagerðarinnar ásamt greinargerð um valkosti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn, að boðaður verði fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar, þar sem hugmyndir og áætlanir Vegagerðarinnar verði kynntar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 303. fundur - 20.07.2015

Farið yfir stöðu mála vegna fyrirhugaðrar jarðgangagerðar undir Fjarðarheiði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélögin á Austurlandi standi vörð um þær áherslur er þau hafa orðið sammála um á sínum sameiginlega vettvangi. Í samgöngumálum var m.a. samþykkt samhljóða á aðalfundi SSA sl. haust að næsta verkefni í jarðgangagerð yrðu Seyðisfjarðargöng undir Fjarðarheiði og að jafnframt yrði sett fjármagn í rannsóknir á gangnakostum til tengingar miðsvæðis Austurlands.

Í umræðu undanfarinna daga, m.a. í fjölmiðlum, hefur því verið haldið fram að annað en fagleg sjónarmið ráði för í stefnumótun varðandi gangnagerð á Austurlandi. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs mótmælir þessu og bendir á að þessi sameiginlega áhersla sveitarfélaganna byggir á gögnum og úttekt viðurkenndra og óháðra fagaðila á þeim valkostum sem eru í stöðunni og unnin var fyrir Vegagerðina.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 32. fundur - 28.09.2015

Lögð eru fram gögn vegna fyrirhugaðra jarðganga undir Fjarðarheiði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að þeim svæðum sem fyrirhuguð eru sem aðkoma að gangnamunnum Fjarðarheiðagangna Fljótsdalshéraðsmegin, verði ekki skipulögð fyrir aðra starfsemi en nú er, þar til fyrir liggur endanleg ákvörðun um staðsetningu gangnamunna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 07.10.2015

Lögð eru fram gögn vegna fyrirhugaðra jarðganga undir Fjarðarheiði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að þeim svæðum sem fyrirhuguð eru sem aðkoma að gangnamunnum Fjarðarheiðagangna Fljótsdalshéraðsmegin, verði ekki skipulögð fyrir aðra starfsemi en nú er, þar til fyrir liggur endanleg ákvörðun um staðsetningu gangnamunna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 395. fundur - 28.08.2017

Lögð er fram fyrir bæjarráð skýrsla sem tekin var saman fyrir Vegagerðina 2011 og fjallar um hugsanleg munnasvæði fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir sínar og leggur áherslu á mikilvægi þess að sem fyrst verði ráðist í gerð jarðganga undir Fjarðarheiði, sem verði fyrsti áfangi í endanlegri tengingu Mið-Austurlands með jarðgöngum.