Bæjarstjóri gerði grein fyrir ýmsum málum er tengjast fjármálum sveitarfélagsins s.s. vinnu við frágang samnings við eigendur sumarhússins Frændagarðs um kaup á landi samanber samþykkt bæjarstjórnar dags. 04.06.14. Einnig fyrirhuguðum viðræðum við aðila vegna samnings um förgun úrgangs sem og uppgjör vegna leigugreiðslna vegna lands undir urðun, nú er hillir undir að starfsleyfi fyrir nýjum urðunarstað fáist afgreitt.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjóra falið að vinna að frágangi mála í samræmi við umræðu á fundinum. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Bæjarstjóri kynnti samning á milli Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar um uppbyggingu og frágang gólfefnis í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann ásamt fjármálastjóra og umsjónarmanni tölvumála áttu með fulltrúa Rafeyjar þriðjudaginn 14. júní sl.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði við uppsetningu tveggja til þriggja tilraunastöðva þannig að hægt verði að meta gæði nettenginga sem og móttöku sjónvarpsútsendinga. Áætluð kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins gæti numið allt að 250.000. Bæjarráð felur bæjarstjóra jafnframt að vinna að gerð samnings við Rafey um aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingarverkefni er miði að því að koma á ásættanlegu örbylgjusambandi í dreifbýli innan sveitarfélagsins á yfirstandandi ári.
Farið yfir stöðu mála vegna fyrirhugaðrar jarðgangagerðar undir Fjarðarheiði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélögin á Austurlandi standi vörð um þær áherslur er þau hafa orðið sammála um á sínum sameiginlega vettvangi. Í samgöngumálum var m.a. samþykkt samhljóða á aðalfundi SSA sl. haust að næsta verkefni í jarðgangagerð yrðu Seyðisfjarðargöng undir Fjarðarheiði og að jafnframt yrði sett fjármagn í rannsóknir á gangnakostum til tengingar miðsvæðis Austurlands.
Í umræðu undanfarinna daga, m.a. í fjölmiðlum, hefur því verið haldið fram að annað en fagleg sjónarmið ráði för í stefnumótun varðandi gangnagerð á Austurlandi. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs mótmælir þessu og bendir á að þessi sameiginlega áhersla sveitarfélaganna byggir á gögnum og úttekt viðurkenndra og óháðra fagaðila á þeim valkostum sem eru í stöðunni og unnin var fyrir Vegagerðina.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við starfsmann Jafnréttisstofu vegna fyrirhugaðs landsþings jafnréttisnefnda sveitarfélaga á Fljótsdalshéraði á komandi hausti.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir að landsþing jafnréttisnefnda sveitarfélaga verði haldið á Fljótsdalshéraði dagana 8. og 9. október 2015. Bæjarstjóra og jafnréttisnefnd sveitarfélagsins falinn undirbúningur landsþingsins í samstarfi við Jafnréttisstofu.
7.Aðgerðir til að auka lýðræðislega þátttöku íbúa.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjóra falið að vinna að frágangi mála í samræmi við umræðu á fundinum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Bæjarstjóri kynnti samning á milli Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar um uppbyggingu og frágang gólfefnis í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.