Landsþing jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2015.

Málsnúmer 201507020

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 302. fundur - 13.07.2015

Lagður fram tölvupóstur, dags. 07.07.2015, frá Bergljótu Þrastardóttur, Jafnréttisstofu, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þeirrar hugmyndar að landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verði haldinn á Fljótsdalshéraði í september 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að fela bæjarstjóra, í samráði við jafnréttisnefnd sveitarfélagsins og Jafnréttisstofu, að afla frekari upplýsinga og undirbúa landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga á Fljótsdalshéraði í september 2015.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 303. fundur - 20.07.2015

Bæjarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við starfsmann Jafnréttisstofu vegna fyrirhugaðs landsþings jafnréttisnefnda sveitarfélaga á Fljótsdalshéraði á komandi hausti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að landsþing jafnréttisnefnda sveitarfélaga verði haldið á Fljótsdalshéraði dagana 8. og 9. október 2015. Bæjarstjóra og jafnréttisnefnd sveitarfélagsins falinn undirbúningur landsþingsins í samstarfi við Jafnréttisstofu.

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 55. fundur - 10.09.2015

Farið yfir drög að dagskrá landsfundar jafnréttisnefnda sem borist hafa frá Jafnréttisstofu.
Jafnréttisnefnd samþykkir dagskrárdrögin fyrir sitt leyti og felur starfsmanni að koma þeim skilaboðum á framfæri við Jafnréttisstofu.
Einnig ræddar hugmyndir að dagskrá í móttöku á fimmtudagskvöldið og starfsmanni falið að kanna frekar með dagskráratriði.

Skoðuð tilboð sem aflað var í gistingu og fundaraðstöðu fyrir fundinn, en gera þarf ráð fyrir því að allt að 50 manns mæti í ráðstefnusal.

Jafnréttisnefnd leggur til að samið verði við Hótel Valaskjálf, enda er tilboð þeirra hagstæðast. Lagt til að tekið verði tilboð nr. 1 á matseðli.

Jafnréttisnefnd skorar á kjörna bæjarfulltrúa og aðra sem að jafnréttismálum vinna í sveitarfélaginu að mæta á fyrirlestra sem verða á landsfundinum, en gert er ráð fyrir að hann hefjist kl. 9:00 föstudaginn 9. október.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 16.09.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn vekur athygli á því, að samkv. ákvörðun bæjarráðs, verður landsþing jafnréttisnefnda haldið á Egilsstöðum 8. og 9. október nk. Bæjarstjórn tekur undir með jafnréttisnefnd og hvetur kjörna fulltrúa og aðra sem vinna að jafnréttismálum innan sveitarfélagsins, til að mæta á þann hluta þingsins sem er öllum opinn, en það eru fyrirlestrar sem haldnir verða fyrir hádegi föstudaginn 9. okt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.